Saman til Taílands

Hvar verður betra að njóta myrkasta tíma vetrar en í ævintýraheimi Taílands? Skelltu þér með í sælureisu með 7-14 nóttum í strandbænum Hua Hin og 2-4 nóttum í stórborginni Bangkok.

Um Taílandsferðina 

Hvenær?  Nóvember 2024 til apríl 2025

Ævintýraleg ferð á vit framandi heima þar sem þið kynnist sæld og blíðu strandbæjarins Hua Hin og krassandi stórborginni Bangkok.

Flug? Flogið með góðum tengingum með Icelandair og Emirates og Qatar flugfélögunum um Osló/Kaupmannahöfn og Dúbaí eða Doha.

Einn flugmiði alla leið sem tryggir tengingar og gefur kost á að innrita farangur alla leið. Lágmarks vesen. Topp þægindi.

Emirates og Qatar flugfélögin eru talin ein allra bestu flugfélög í heimi hvað öryggi, þægindi og þjónustu varðar.

 

Hvernig ferð er þetta?

Fyrstu er haldið til Hua Hin þar sem dvalið verður í 7-14 nætur.

Síðustu 2-4 næturnar verða síðan í hinni villtu, trylltu Bangkok þar sem ný og mergjuð ævintýri bíða fólks.

Allur pakkinn Verð frá 369.000 kr. fyrir allt flug, gistingu í tvíbýli með morgunverði og rútuferðum á frá flugvelli til Hua Hin, frá Hua Hin til Bangkok og að lokum frá hóteli á flugvöll.

1. nóvember - 16. nóvember 2024

1. desember - 14. desember 2024

17. desember 2024 - 5. janúar 2025 - UPPSELT

 

12. janúar - 23. janúar 2025

26. janúar til 8. febrúar 2025 - UPPSELT

12. apríl - 27. apríl 2025

15. apríl - 26. apríl 2025

 

Viltu vita meira um ferðina - sendu póst á serferdir@sumarferdir.is 

 

 

Hápunktar ferðarinnar:

Eigum við að nefna mýktina? Matinn, nuddið, brosið, gestrisnina og viðmótið?
Eða eigum við að tala um spennuna? Matinn, fílareiðtúrana, túktúktúr á miðnætti í Bangkok eða reiðtúr á ströndinni í Hua Hin?
Já og tölum um matinn! Það er sagt að besti maturinn í Taílandi sé ódýri götumaturinn; grillaður kjúklingur, smokkfiskur, engisprettur, eggaldinn eða svínakjöt.

Allir þekkja taílenskan mat en ef þið hafið ekki komið til Taílands hafiði ekki smakka nema brotabrot af því besta.

Skoða hótel:

 

1. nóvember - 16. nóvember 2024

1. desember - 14. desember 2024

17. desember 2024 - 5. janúar 2025 - UPPSELT

12. janúar - 23. janúar 2025

26. janúar til 8. febrúar 2025 - UPPSELT

12. apríl - 27. apríl 2025

15. apríl - 26. apríl 2025

 

ERTU MEÐ HÓP? 10+ ÞÁ SÉRSNÍÐUM VIÐ ASÍUFERÐIR FYRIR HÓPINN ÞINN! SERFERDIR@SUMARFERDIR.IS

Siglingar - fílareiðtúrar - fjallgöngur - jóga - nudd - matreiðslunámskeið – klæðskerar – ævintýralegt næturlíf Bangkok – rósemd og öryggi Hua Hin – endalaus ævintýri

 

 

Íslensk fararstjórn: Ingi Bærings hefur búið í Taílandi undanfarin ár og spáð og spekúlerað í menningunni, náttúrunni og mannlífinu í þessu framandi og dásamlega landi.

Ingi býr nyrst í landinu, rétt við borgina Chiang Mai, þar sem hann stundar skógarhögg auk fararstjórnar víða um landið. Ingi kann að leiða fólk á öruggan hátt um öngstræti Bangkok, á fund við besta skraddarann Hua Hin, um þjóðgarða og fjallendi eða á besta sjávarréttastaðinn rétt við hótelið

Lókal hótel á Taílandi

LOLIGO 4* í Hua Hin

Líflegt og fallegt hótel á besta stað í Hua Hin rétt við ströndina sem státar af fyrirtaks þjónustu og fallegu umhverfi. Fyrir utan góða veitingastaði og bari hótelsins hafa gestir aðgang að Let´s Sea sem er systurhótel Loligo og einnig er mikið úrval af smart og góðum veitingastöðum, börum og kaffihúsum í nágrenninu.


Góð sundlaug og vönduð heilsulind er á hótelinu sem einnig býður uppá sólarhrings-herbergjaþjónustu.

Gist er í Deluxe Balcony herbergi.

PURE ELEVEN 4* í Bangkok

Dvalið er á Pure Eleven hótelinu í Bangkok sem er staðsett rétt við Soi 11 sem er lítil hliðargata af Sukhumvitgötu. Soi 11 er þekkt fyrir fjölda gamlagróinna og rómaðra veitingastað auk þess að á kvöldin er allt krökkt þar af matarvögnum og ýmsum viðskiptum því stutt frá eru hin frægu næturævintýri Bangkok t.d á Nana Entertainment Center.


Þó herbergin séu ekki stór eru þau vel útbúin og skartar hótelið bæði „roof top“ veitingastað sem nefnist Thai Me Up, sundlaugar og líkamsræktaraðstöðu.

Gist er í Superior herbergjum. 

DAGSKRÁ FERÐAR

DAGSKRÁ FERÐARINNAR:

DAGUR 1 Flogið frá KEF til Osló kl 07:50. Áfram 14:10 til Dúbaí og lent í Bangkok á hádegi næsta dag.

DAGUR 2 Fararstjórinn og innlendir leiðsögumenn taka á móti hópnum á Suvarnabhoumi flugvellinum í Bangkok á hádegi. Ekið rakleiðis á hótelið. 

DAGUR 3 TIL 9  Dvalið í vellystingum við ströndina. Fjöldi valfrjálsra ferða í boði.

DAGUR 10 Eftir morgunverð er ekið til Bangkok í fylgd fararstjóra og leiðsögumanns.

DAGUR 11 OG 12 Dvalið í Bangkok.  Fjöldi valfrjálsra ferða í boði.

DAGUR 13 Síðasti dagurinn í Taílandi.  Ekið á flugvöll um kvöldið tímanlega fyrir flug áleiðis heim rúmlega miðnætti.

DAGUR 14 Heimflug um Dúbaí og Osló. Lent klukkan 15:05 í Keflavík.

SKOÐUNARFERÐIR

Amphawa bátamarkaðurinn

Bátamarkaður, kvöldverður og eldflugu-sigling

Hápunktar í Bangkok


Konungshöllin, Wat Phra Kaew, Wat Arun og síkjasigling

Sam Roi Yod þjóðgarðurinn


Hellaskoðun og sigling

TAÍLAND 

Taíland er líklegast einhver mest heillandi áfangastaður í Asíu. Ekki bara að gestrisni heimamann sé annáluð og maturinn frægur um gervalla veröld, það er líka menningin, sagan og náttúran auk iðandi og heillandi mannlífisins sem dregur ævintýraþyrst ferðafólk úr öllum heimshornum til Taílands.

 

Hua Hin er ljúfur og fallegur strandbær og á sér langa sögu sem strandstaður og afdrep Bangkokbúa. Hann er að því leiti ólíkur öðrum strandstöðum Taílands.

Iðandi mannlífið í miðbænum er heillandi og við strandgötuna er úrval ljúffengra veitingastaða og fjörugra kráa.

Við ströndina er alltaf eitthvað við að vera og boðið upp á fjölbreytt þjónusta afþreyingar s.s. hestaferðir, skútusiglingar og bátaleigu. Margir af bestu golfvöllum landsins eru í næsta nágrenni, inn á milli lítilla fiskibæja og bændaþorpa.

Fyrir náttúruunnendur eru tveir spennandi þjóðgarðar skammt undan. Kaeng Krachan þjóðgarðurinn með sitt fjölskrúðuga fuglalíf og Khao Sam Roi Yot sem státar af t.d. glæsilegum kalksteinsklettum.

Þegar vistinni í Hua Hin lýkur er ekið til Bangkok þar sem önnur ævintýri bíða farþega. Þrír heilir dagar í þessari skrautlegu og skemmtilegu borg þar sem veitingar, skemmtun og verslunarmöguleikar eru óþrjótandi.

Bangkok er algjör andstæða Hua Hin, þar er ys og þys og borgin sefur aldrei enda alvöru asísk megaborg. Maturinn er eitthvað sem enginn má missa af en það er varla þverfótað fyrir litlum götuveitingastöðum þar sem fyrirfinnast hugsanlega bestu máltíðir lífsins. 

Innifalið í verði: 

  • Flug frá Íslandi til Taílandi fram og til baka.
  • Flugvallagjöld og skattar.
  • Ferðataska og handfarangur.
  • Íslensk ferðastjórn og innlendir leiðsögumenn.
  • Gisting með morgunverði.
  • Akstur á milli flugvallar og hótela.

Flug & flugtímar*

Brottför frá Keflavík flogið með ICELANDAIR til Osló/Kaupmannahöfn og áfram með EMIRATES/ QATAR til Dubai og svo til Taílands 

Brottför frá Taílandi EMIRATES í gegnum Dubai til Osló/Kaupmannahöfn og síðan með ICELANDAIR heim. 

*lágmarksbiðtími milli flugvéla - einn flugmiði :)

Tékklisti fyrir Taíland: 

  • Sundfatnaður og sólarvörn!
  • Vegabréf (þarf að vera í gildi 6 mánuðum eftir heimkomu).
  • Peningar / Greiðslukort. 
  • Ökuskírteini.
  • Lyfseðilsskyld lyf. 
  • Hleðslutæki.
  • Síminn!

Taíland er einstakt

Viðskiptavinir geta valið hvernig þeir vilja greiða fyrir ferðina

  • Staðfestingagjald 100.000 á mann, eftirstöðvar greiðast eigi síðar en 10 vikum fyrir brottför
  • Greiðslukort - ein greiðsla
  • Greiðslukort - skipta greiðslu á fleiri en eitt mismunandi greiðslukort (á ekki við um tímabil)
  • Raðgreiðslusamningur
  • Fjórar jafnar vaxtalausar greiðslur (3,5% lántökugjald að auki)
  • Kortalán án vaxta (50% út, og 50% skiptast á næstu 3 mánuði auk 3,5% lántökugjalds)
  • PEI - dreifing á greiðsluseðla til allt að 6 mánaða
  • Netgíró þegar bókað er hjá sölumanni Sumarferða sími 514 1400 eða í Hlíðasmára 19, 200 Kópavogi