Tenerife: sól og sumarylur allt árið
Tenerife er stundum kölluð Paradís hinna vandlátu. Eyjan er stærst Kanaríeyjanna og býður upp á fallegar strendur, tæran sjó og glæsilega gististaði. Þar er líka að finna stórbrotna náttúru og margskonar afþreyingu. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval gististaða á góðum kjörum á Tenerife þar sem þú og þínir koma svo sannarlega endurnærð úr fríinu. Það er engin tilviljun að þangað sækja einstaklingar, barnafjölskyldur, pör og stórir hópar til þess að njóta lífsin. Eyjan nýtur nefnilega afgerandi sérstöðu fyrir einstakt náttúrufar og veðursælt, hreinleika og frábæran aðbúnað.
Tenerife er best fyrir:
- Veðurfarið allt árið!
- Mikið úrval afþreyingar
- Strandar- og göngulífið
- Fjölbreytta gistimöguleika
- Flogið til Tenerife (TFS)
- Flugtími +/- 5-6 klst.
- Tungumál: Spænska
- Gjaldmiðill: Evra
- Sumarhiti: 28+°C
- Vetrarhiti: 18+°C
- Milt og gott vor og haust
- Tími: +1 sumar sami vetur
- Landkóði: +34
Undraheimur Tenerife
Blómaeyjan Tenerife er stærst af sjö eyjum Kanaríeyja og er staðsett rétt um 300 kílómetra frá ströndum Afríku. Þar er veðursæld allt árið um kring, aldrei of heitt og aldrei kalt. Eyjan er staðsett á milli Gran Canaria, La Gomera og La Palma og er skringilega þríhyrnd í laginu. Á eynni miðri rís svo hið tignarlega fjall Pico del Teide, hæsta fjall Spánar.
Þar sem veðurfar á eyjunni er jafnt allan ársins hring sem gerir það að verkum að eyjan er eftirsóttur áfangastaður í desember jafnt sem í júlí. Meðalhiti er 20-22 gráður en á svalari dögum fer hitinn vart undir 15 stig og sjaldan yfir 30 gráður. Hitinn á Tenerife hentar því smáfólki, sem er að stíga sín fyrstu sólstrandar skref, sérstaklega vel og foreldrar þurfa engar áhyggjur að hafa af ofhita eða ofkælingu á sundlaugarbakkanum. Vegna fjallanna er loftslagið mismunandi á norður- og suðurhluta eyjunnar. Sól og blíða er á sunnanverðri eyjunni þar sem ferðamenn sækja gjarnan en skýjað oftar á henni norðanverðri.
Tenerife: Fyrir börn og fullorðna
Blómaeyjan Tenerife er stærst af sjö eyjum Kanaríeyja og er staðsett rétt um 300 kílómetra frá ströndum Afríku. Þar er veðursæld allt árið um kring, aldrei of heitt og aldrei kalt. Eyjan er staðsett á milli Gran Canaria, La Gomera og La Palma og er skringilega þríhyrnd í laginu. Á eynni miðri rís svo hið tignarlega fjall Pico del Teide, hæsta fjall Spánar.
Þar sem veðurfar á eyjunni er jafnt allan ársins hring sem gerir það að verkum að eyjan er eftirsóttur áfangastaður í desember jafnt sem í júlí. Meðalhiti er 20-22 gráður en á svalari dögum fer hitinn vart undir 15 stig og sjaldan yfir 30 gráður. Hitinn á Tenerife hentar því smáfólki, sem er að stíga sín fyrstu sólstrandar skref, sérstaklega vel og foreldrar þurfa engar áhyggjur að hafa af ofhita eða ofkælingu á sundlaugarbakkanum. Vegna fjallanna er loftslagið mismunandi á norður- og suðurhluta eyjunnar. Sól og blíða er á sunnanverðri eyjunni þar sem ferðamenn sækja gjarnan en skýjað oftar á henni norðanverðri.
Gómsætur matur og nóg við að vera
Á kvöldin er nóg við að vera í iðandi næturlíf eyjunnar. Fjöldinn allur af fyrsta flokks veitingastöðum þar sem allir í fjölskyldunni finna sér eitthvað við sitt hæfi, pítsur og pasta fyrir þá matvöndu og frumleg matargerð eyjaskeggja fyrir reynsluboltana. Matur og drykkur á eynni er einnig á sanngjörnu verði þannig það ætti enginn að koma of blankur úr fríinu.
Þegar líður á kvöldið er nóg í boði fyrir þá sem vilja halda stuðinu áfram enda eru ótal næturklúbbar þar sem hægt er að dansa fram á rauða nótt og jafnvel til morguns. Á krám bæjarins má svo gjarnan sjá Elvis eða Dolly Parton koma til lífsins þar sem börn og fullorðnir geta notið sín síðla kvölds meðan rökkvar.
Verslun
Á Tenerife er auðvelt að versla, annað hvort á göngugötum amerísku strandarinnar eða í stórum verslunarkjörnum. Heimamenn halda líka reglulega útimarkaði þar sem finna má ótal gersemar.
Siam Mall er stór verslunarmiðstöð þar sem allar helstu tískuvöruverslanirnar eru til húsa. Zara, Stradivarius, Pull&Bear, Mango, Bershka og fleiri til að mynda.
Fjölbreytt úrval gististaða
Áfangastaðir okkar á Tenerife eru vinsælustu ferðamannabæir eyjarinnar, Playa de las Americas og Costa Adeje, syðst á eynni. Það er ekki af ástæðulausu enda standa þar glæsileg hótel meðfram 8 kílómetra langri strandlegjunni með útsýni yfir fagurblátt hafið til suðurs og eyjuna La Gomera í suðvestri. Gististaðirnir okkar eru fjölbreyttir og henta sumir barnafólki betur en aðrir.
Playa de las Americas
Playa de las Americas er dásamlegur, lítill strandbær á suðurhluta eyjarinnar. Hér er á ferðinni einn líflegasti staður eyjunnar þar sem öll fjölskyldan skapar minningar sem lifa til ára efir á. Þar er að finna fjöldann allan af verslunum, glæsilegar strendur og á fallegri strandlengjunni er að finna ótal góðar gönguleiðir. Þar er líka líflegt nærurlíf, krár og skemmtistaðir.
Costa Adeje
Costa Adeje er staðsettur við hlið Playa de las Americas og er mun rólegri. Hér slaka allir á og koma endurnærðir úr fríinu. Hótel á þessu svæði henta eflaust betur þeim sem vilja lifa letilífi í fríinu, liggja við sundlaugarbakkann og sötra öl eða aðrar fljótandi veigar. Okkar flottustu hótel eru á þessu svæði okkar mestu lúxus hótel eru á svæðinu eins og Gran Hotel Bahia del Duque til að mynda sem er stórkoslegt fimm stjörnu lúxus hótel.
Gistingar á Tenerife
Suite Villa Maria er frábært 5 stjörnu hótel staðsett í 500 metra fjarlægð frá La Caleta de Adeje ströndinni á suðvesturhluta Tenerife. Hótelið samanstendur af glæsilegum villum og nokkar týpur eru í boði. Í garðinum eru tvær sundlaugar sem upphitaðar eru yfir vetrarmánuðina. Þar er einnig að finna barnalaug og leikvöll.
Jardin Tropical Hotel er flott og nýlega uppgert 4* hótel við sjávarsíðu Costa Adeje. Aðstaðan er einstaklega góð, mikið úrval veitingastaða, flottar sundlaugar og sólbaðsaðstaða, líkamsræktarstöð, heilsulind og fleira. Herbergin eru snyrtileg og nýtískuleg með annað hvort svölum eða verönd og öllum helstu þægindum.
Parque Santiago III er mjög góð 3ja stjörnu íbúðagisting á besta stað á Playa de las Americas ströndinni. Þetta íbúðahótel er eitt eftirsóttasta hótel Tenerife. Hótelið er byggt í skemmtilegum spænskum stíl og í miðjunni er frábær sundlaugargarður. Mjög fjölskylduvænt hótel á besta stað. Parque Santiago III er fjölskylduvænni hluti hótelsins og hentar fjölskyldum einstaklega vel.
Tenerife Sur er þriggja stjörnu gisting í Los Cristianos, um 500 metra gangur er á Los Cristianos ströndina. Íbúðir með einu svefnherbergi sem henta vel fjölskyldum. Lítið eldhús og svalir eða verönd í öllum íbúðum. Góður garður með sundlaug og Pálma trjám. Ath. borga þarf fyrir að fá sjónvarp í herbergin
Hotel Hovima Jardin Caleta er gott 3 stjörnu hótel staðsett í La Caleta, fallegt þorp staðsett í göngufæri við Del Duque ströndina. Sundlaug og barnalaug í garðinum ásamt sundlaugabar. Íbúðir með einu svefnherbergi og hægt að óska eftir herbergi með aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Skemmtidagskrá og barnaklúbbur.