Tenerife: sól og sumarylur allt árið!

Paradís vandláta

Tenerife er sannkölluð paradís fyrir vandláta og hefur lengi verið áfangastaður sólþyrstra Íslendinga. Eyjan tilheyrir Kanaríeyjaklasanum en nýtur afgerandi sérstöðu fyrir einstakt náttúrufar og veðursæld, hreinleika og frábæran aðbúnað.

 

Tenerife er best fyrir:

22-28 °C allt árið!

Margt í boði

Strandar- og göngulífið

Gott að vita:

Tungumál: spænska

Gjaldeyrir: evra (€)

Staðartími: 0 klst +

Sólarferðir til Tenerife:

Flogið til: Tenerife South Airport

Flugtími: allt að 5 tímar

Undraheimur á Kanaríeyjum

Blómaeyjan Tenerife er stærst af sjö eyjum Kanaríeyja og er staðsett á milli Gran Canaria, La Gomera og La Palma. Eyjan er rétt um 300 km frá ströndum Afríku og 1.300 km frá meginlandi Spánar. Hún er um 2.000 km2, skringilega þríhyrnd í laginu og á eynni miðri rís hið tignarlega Pico del Teide 3.718 metra upp úr Atlantshafinu - hæsta fjall Spánar.

Veðurfar á Tenerife

Á Tenerife er jafnt veðurfar allan ársins hring. Meðalhiti er 20-22 gráður, á svalari dögum fer hitinn vart undir 15 stig og sjaldan yfir 30 gráður. Vegna fjallanna er loftslagið mismunandi á norður- og suðurhlutanum, sól og blíða á sunnanverðri eyjunni þar sem flestir ferðamenn eru, en oftar skýjað fyrir norðan.

Þaulvanir fararstjórar

Þaulvanir fararstjórar Sumarferða taka á móti ykkur á flugvellinum og keyra ykkur á hótel og verða ykkur innan handar ef ykkur vanhagar um eitthvað. Hlutverk þeirra er að hjálpa þér og þínum að eiga ógleymanlega ferð með óvenjulegum og skemmtilegum skoðunarferðum.

Eins og á öllum okkar áfangastöðum bjóðum við glæsilega gistingu á Tenerife. Hægt er að velja um snyrtilegar íbúðir, góð hótel eða 5 stjörnu lúxushótel. 

Frábær afþreying og iðandi næturlíf

Á daginn er nóg um að vera fyrir unga jafnt sem aldna. Stærsta go-kart braut Evrópu er á Tenerife, splunkunýr og stórglæsilegur vatnsrennibrautargarður að nafni Siam Park, Aqualand með sundlaugarennibrautir fyrir alla fjölskylduna og stórskemmtilega höfrungasýningu, Loro Parque dýragarðurinn sem m.a. hýsir eitt stærsta safn heims af páfagaukum og mörgæsum, auk um 50 lunda úr Vestmannaeyjum, "fiskabúr" með yfir 3.000 tegundum sjávardýra, og svo auðvitað öll helstu villidýr Afríku. Á ströndinni eru allar vatnaíþróttir í boði - sjóskíði, bananabátar, siglingar og köfun. Svo er hægt að gera sérlega góð kaup í fjölbreyttum verslunarmiðstöðvunum.

Á kvöldin má njóta margvíslegrar afþreyingar í iðandi næturlífi. Fjöldinn allur af fyrsta flokks veitingastöðum gefur fólki tækifæri á að borða góðan mat á sanngjörnu verði og þegar líða tekur á kvöldið er hægt að skoða hina miklu flóru af börum og næturklúbbum sem eru opnir fram undir morgun. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem þeir sækjast eftir dúndrandi stuði á klúbbunum eða rólegri stemningu á börum.

Áfangastaðir okkar á Tenerife eru vinsælustu ferðamannabæir eyjarinnar, Playa de las Americas og Costa Adeje, syðst á eynni. Er það ekki af ástæðulausu enda standa þar glæsileg hótel meðfram 8 km langri strandlengjunni með útsýni yfir fagurblátt hafið til suðurs og eyjuna La Gomera í suðvestri.

Gistingar

Hotel Gran Tacande er glæsilegt fimm stjörnu lúxushótel á Costa Adeje strandlengjunni, við Playa del Duque ströndina. Hönnunin á hótelinu er sérstaklega skemmtileg en hótelinu er skipt upp í 4 byggingar, hver með sinn stíl. Stórglæsileg herbergi og tvær sundlaugar í garðinum. 

Lesa meira

Gran Hotel Bahía del Duque er stórkostlegt 5 stjörnu lúxushótel sunnarlega á Tenerife. Á hótelinu eru fimm sundlaugar og tvær barnalaugar. Glæsileg heilsulind, líkamsrækt og þrír tennisvellir. Barnaklúbbur er á hótelinu og öll þjónusta fyrsta flokks. Átta veitingastaðir þar af ítalskur, spænskur og franskur.

Lesa meira

Villa Cortes er fimm stjörnu gisting í fyrsta flokki. Allt hótelið er í mexíkóskum stíl. Hótel fyrir þá kröfuhörðustu sem vilja slökun og rólegheit ásamt því að njóta mestu þæginda og þjónustu sem völ er á. Æðislegur sundlaugagarður með stórri sundlaug og barnalaug. 

Lesa meira

Costa Adeje Gran Hotel er 5 stjörnu, vel staðsett í afslappandi umhverfi á Costa Adeje svæðinu. Mjög góð sólbaðsaðstaða er við hótelið, stór sundlaugargarður og aðstað til afþreying til fyrirmyndar. Fjölbreytt skemmtidagskrá bæði fyrir börn og fullorðna.

Lesa meira

Einstaklega skemmtilegt og persónulegt 5 stjörnu golfhótel við hinn glæsilega Golf Las Americas golfvöll á Playa de las Americas svæðinu. Tilvalið fyrir þá sem vilja slaka á í rólegu andrúmslofti, njóta góðrar þjónustu og spila golf í fallegu og endurnærandi umhverfi. Fá hótel státa af jafn góðri aðstöðu fyrir&

Lesa meira

Iberostar Sabila (áður Torviscas Playa) er gott 5 stjörnu hótel, aðeins 150 metra frá Fanabe ströndinni. Gott úrval veitingarstaða og verslana eru í næsta nágrenni við hótelið. Góður og stór garður með infinity sundlaug, Bali rúmum og slökunarsvæði. Hótelið er eingöngu fyrir fullorðna.

Lesa meira

Iberostar Grand Hotel Anthelia er 5 stjörnu hótel staðsett á Costa Adeje og alveg við Fanabé ströndina.

Lesa meira

Hotel Sheraton La Caleta er glæsilegt 5 stjörnu hótel staðsett á Adeja svæðinu. Glæsileg herbergi með baðherbergi og svölum. Frábær garður með stórri sundlaug og barnalaug. Virkilega góð 1800 fm heilsurækt ásamt líkamsræktarstöð. Fjórir veitingastaðir á hótelinu. Mikil dagskrá fyrir hressa krakka. 

Lesa meira

Iberostar Grand Hotel Mencey er eitt glæsilegasta hótel Tenerife. Þetta 5 stjörnu hótel er staðsett á gömlum herragarði sem gerður hefur verið upp. Snyrtileg og falleg sundlaug með sólbaðsaðstöðu þar sem að gestir geta slakað á. Heilsulind, góður veitingastaður ásamt líkamsræktaraðstöðu. Fullkomið hótel fyrir þá sem

Lesa meira

Óhætt er að segja að á Hotel Botanico gerist það ekki betra, því hér er um að ræða eitt besta hótel allra Kanarý-eyjanna. Glæsileg herbergi með öllum helstu þægindum. Ein besta heilsulind Tenerife er á hótelinu og aðgangur er innfalinn í verðinu. Þrjár fallegar sundlaugar og góð aðstaða til sólbaða. 

Lesa meira

Hótelið Sandos San Blas er frábært 5 stjörnu hótel staðsett rétt við sjávarsíðuna á suður-Tenerife, milli bæjanna Golf del Sur og Los Abrigos. Á hótelinu er allt innifalið, þar af leiðandi geta gestir snætt morgun-, hádegis- og kvöldverð á hótelinu. Glæsilegur garður með 8 sundlaugum, þar af 3 barnalaugum.

Lesa meira

Hard Rock Hotel  á Tenerife er glænýtt og stórglæsilegt 5 stjörnu hótel á Playa Paraiso svæðinu og talið eitt glæsilegasta hótelið á Tenerife. Hard Rock Hotel er í um 20 mínútna keyrslu frá Playa de Las Americas og staðsett við sjávarsíðuna hótel sem ofar að „Rokka“ fríinu þínu. Við h&o

Lesa meira

Hótel Tigotan Lovers and Friends er fjögurra stjörnu hótel staðsett í hjarta Playa de las Americas og í göngufjarlægð frá strönd og iðandi mannlífi. Sundlaugargarður með sundlaug og góðri sólbaðsaðstöðu og frábær sundlaug á þakinu. Hótelið er eingöngu fyrir 18 ára og eldri.

Lesa meira

Hotel Gala er 4ra stjörnu hótel, vel staðsett á Playa de las Americas svæðinu og aðeins í 5 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni. Hótelið er rómað fyrir góðan mat og stutt er í verslanir og fjölda skemmtistaða í næsta nágrenni. Tvær sundlaugar og barnalaug með leiktækjum. 

Lesa meira

Hótel Bitacora er mjög gott 4ra stjörnu hótel staðsett á suðurenda Playa de las Americas. Gott fjölskylduhótel, frábært leiksvæði fyrir börn og fjölbreytt skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa. Val er um allt innifalið eða hálft fæði. 

 

Lesa meira

Marylanza er nýlegt og gott 4 stjörnu íbúðahótel á Playa de las Americas svæðinu. Á hótelinu er glæsileg líkamsræktaraðstaða og SPA. Staðsett við Golf Las Americas golfvöllinn og í léttu göngufæri við ströndina og miðbæinn. Frábær kostur fyrir golfara og fjölskyldur. 

Lesa meira

H10 Costa Adeje Palace er gott 4ra stjörnu hótel staðsett við ströndina á Costa Adeje. Góður sundlaugagarður með þrem sundlaugum og barnalaug ásamt aðstöðu til sólbaða. Skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna.

Lesa meira

H10 Las Palmeras er 4ra stjörnu hótel staðsett við ströndina á Playa del las Americas. Við hótelið er fallegur garður ásamt góðum sundlaugum. Skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna. Hálft fæði eða allt innifalið. 

Lesa meira

Best Tenerife er 4ra stjörnu hótel staðsett í hjarta Playa de las Amerícas. Gott fjölskylduhótel með krakkaklúbb og fjölbreyttri skemmtidagskrá. Mjög gróðursæll, skemmtilegur sundlaugagarður með góðri sólbaðsaðstöðu. 

Lesa meira

Hótel Fanabe er flott 4ra stjörnu hótel vel staðsett í Costa Adeje, stutt er á ströndina og í alla þjónustu verslanir og veitingastaði. Góð sólbaðsaðstaða með tvískiptri sundlaug (upphitaðar á veturna) og falleg herbergi. Margskonar afþreying og ókeypis þráðlaust internet er í sameiginlegu rými. 

Lesa meira

Hotel Iberostar Bouganville er gott 4ra stjörnu hótel staðsett á Playa de las Americas ströndinni á Tenerife. Góður, rúmgóður garður með útsýni yfir hafið. Einföld en björt og loftkæld herbergi. Á hótelinu er snyrtistofa og líkamsræktaraðstaða. Dagskrá fyrir alla fjölskylduna. 

Lesa meira

Hovima La Pinta er 4ra stjörnu íbúðarhótel staðsett í hjarta Puerto Colon hafnarinnar við mjög barnvæna strönd og er tilvalin gisting fyrir fjölskylduna. Fallegur sundlaugagarður með tveimur sundlaugum, þar af einni fyrir börnin. Sundlaugarnar eru upphitaðar á veturnar. Skemmtidagskrá öll kvöld og minidiskó fyrir hressa krakka. 

Lesa meira

Vulcano er fjögurra stjörnu hótel vel staðsett miðsvæðis á Playa de las Americas. Einungis um 5 mínútna gangur niður á hinn svokallaða „Laugaveg Tenerife“. Útisundlaugar og lifandi tónlist reglulega. Skemmtilegt hótel fyrir fjölskylduna. 

Lesa meira

Olé Tropical (áður Tropical Playa) er ný uppgert 4ra stjörnu hótel staðsett á Playa de las Americas. Hótelið er staðsett í hlíðunum fyrir ofan Troya ströndina og er um 800 metra gangur niður að sjó. 

Lesa meira

Hótel Aguamarina er góð 4 stjörnu hótelgisting, staðsett á syðsta hluta Tenerife í bænum Golf del sur. Hótelið er staðsett alveg við sjávarsíðuna og Amarillo höfnina. Herbergin eru rúmgóð og vel útbúin.

Lesa meira

Be Live La Nina er 4ra stjörnu hótel staðsett í hjarta Puerto Colon hafnarinnar, mitt á milli Costa Adeje og Playa de las Americas strandanna. Hótelið er staðsett við fallega barnvæna strönd. Á þessu hóteli er aðeins val um allt innifalið

Lesa meira

H10 Conquistador er mjög vel staðsett 4 stjörnu hótelgisting í hjarta Playa de las americas. Herbergin eru fallega innréttuð og vel útbúin. Garðurinn snýr út að Atlantshafinu og þar er stór sundlaug og barnalaug. Að okkar mati eitt besta 4ra stjörnu hótel á suðurhluta Tenerife. 

Lesa meira

Las Dalias er gott 4ra stjörnu hótel mitt á milli Playa de Las Americas og Costa Adeje, vel staðsett á suðurhluta Tenerife. Á þessu hóteli er „allt innifalið“ en það merkir að gestir hafa fyrirfram greitt fyrir mat og drykk. Í garðinum er góð sólbaðsaðstaða og sundlaug og frítt þráðlaust internet. 

Lesa meira

La Siesta er fjögurra stjörnu hótel staðsett fyrir miðju á Playa de las Americas ströndinni, aðeins 200 m frá sjónum. Mjög stutt er í alla þjónustu, veitingastaði og skemmtistaði. Skemmtidagskrá og grillað einu í viku í garðinum

Lesa meira

Troya Hotel er gott 4 stjörnu hótel, alveg við ströndina og á besta stað í Playa de las Americas. Á hótelinu eru 2 veitingastaðir, góð sundlaug, barnasundlaug, líkamsrækt, heilsulind, tennisvellir og snyrti- og hárgreiðslustofa. 

Lesa meira

Hotel Zentral Center er fjögurra stjörnu hótel á amerísku ströndinni. Stuttur spölur á ströndina og á „Laugaveginn“. 2 veitingastaðir og 3 barir eru á hótelinu. Athugið að engar svalir eru á þessu hóteli. Þetta hótel er einungis fyrir fullorðna. 

Lesa meira

Hotel Isabel er gott 4ra stjörnu hótel staðsett 600 metra frá Fanabé ströndinni á Costa Adeje ströndinni. Íbúðirnar eru bjartar og fallega hannaðar með eldhúskrók og baðherbergi. Svalir eða verönd. Í garðinum er sundlaug, leikvöllur og barnalaug. Skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. 

Lesa meira

Puerto de la Cruz skartar sínu fegursta yfir jólahátíðirnar. Jólaandinn yfirtekur borgina og gamli bærinn skín skært í jólaljósum og verslunum sem eru opnar fram eftir kvöldi. Tónlist hljómar víða með ekta spænskum blæ og jólatónleikar eru haldnir í kirkjum. Lesa meira

Sensimar er glæsilegt 4 stjörnu hótel mjög vel staðsett við ströndina í Los Cristianos. Hótelið er tilvalið til að slaka á og njóta umhverfisins með göngutúrum á stöndinni, stunda ræktina, slaka á við sundlaugina og eiga ljúfar kvöldstundir á veitingastað hótelsins. Hótelið er eingöngu fyrir 18 ára og eldri. Lesa meira

Regency Country Club er falleg 4 stjörnu hótelgisting. staðsett í bænum Chayofa, í hlíðunum fyrir ofan Los Cristianos. Um 10 mínútna keyrsla er niður að strönd Playa de Las Americas. Gott fjölskylduhótel á rólegum stað.

Lesa meira

Sunprime Coral Suites & Spa er gott 4 stjörnu íbúðarhótel staðsett í hjarta Playa de las Americas. Flott hótel með stórum svítum. Hótelið er eingöngu fyrir 18 ára og eldri. 

Lesa meira

Coral Ocean View er gott og nýlega uppgert 4 stjörnu hótel staðsett stutt frá Playa de las Americas. Heillandi hótel með góðu útsýni og velútbúnum svítum. Hótelið er eingöng fyrir 16 ára og eldri.

Lesa meira

Santa Maria er góð þriggja stjörnu íbúðagisting staðsett rétt fyrir ofan Fanabe ströndina á Costa Adeje. Líflegt umhverfi með mikið af verslunum, veitingastöðum, börum og stutt í alla þjónustu. Skemmtidagskrá og barnaklúbbur á hótelinu og góð sólbaðsaðstaða.  

Lesa meira

Parque Santiago er 3ja stjörnu íbúðagisting á besta stað á Play de las Americas ströndinni. Eitt eftirsóttasta hótel á Tenerife. Byggt í skemmtilegum spænskum stíl, frábær sundlaugargarður og mjög fjölskylduvænt.

Lesa meira

Parque de las Americas er vel staðsett íbúðahótel á jaðri Costa Adeje hlutans og steinsnar frá iðandi mannlífi Playa de las Americas. 

Lesa meira

Parque del Sol er góð þriggja stjörnu gisting vel staðsett í hjarta Costa Adeje stranadrinnar. Aðeins 300m eru á Fanabé og Duque ströndina þar sem fjöldi veitingastaða, bara, kaffihúsa og verslana er í kring.

Lesa meira

Parque Cristóbal er þriggja stjörnu, skemmtileg og frábærlega vel staðsett smáhýsagisting. Skemmtilegur garður með útisundlaugum og barnalaug. Svæðið nær yfir 30.000 fermetra og skartar 151 íbúð í friðsælum garði. 

Lesa meira

Hótel Park Club Europe er frábært 3ja stjörnu hótel sem býður upp á allt sem þú þarft til að njóta frísins - góður matur - allt innifalið og líf og fjör allan daginn! Umhverfið er framandi - mikill hitabeltisgróður í stórum sundlaugargarðinum og mikið er lagt upp úr því að hótelgestir hafi nóg við að

Lesa meira

Sólarlottó - látum vita skömmu fyrir brottför hvaða hóteli er gist á. 

Lesa meira

Hotel Hovima Jardin Caleta er gott 3 stjörnu hótel staðsett í La Caleta, fallegt þorp staðsett í göngufæri við Del Duque ströndina. Sundlaug og barnalaug í garðinum ásamt sundlaugabar. Íbúðir með einu svefnherbergi og hægt að óska eftir herbergi með aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Skemmtidagskrá og barnaklúbbur. 

Lesa meira

Aguamar er þriggja stjörnu hótel staðsett Í Los Cristianos. Í nágrenninu eru Los Cristianos ströndin, Golf Las Americas og Las Vistas ströndin. Góður sundlaugargarður með sólbaðsaðstöðu. Íbúðirnar eru vel útbúnar með öllum helstu þægindum og svölum.

Lesa meira

The Suites at Beverly Hills er snyrtileg 3 stjörnu íbúðagisting í Los Cristianos. Hótelið er staðsett í hlíð fyrir ofan Los Cristianos í um 15-20 mín göngufjarlægð frá ströndinni og miðbæ Los Cristianos. Boðið er upp á akstur niður í bæ nokkrum sinnum á dag. 

Lesa meira

Tenerife Sur er þriggja stjörnu gisting í Los Cristianos, um 500 metra gangur er á Los Cristianos ströndina. Íbúðir með einu svefnherbergi sem henta vel fjölskyldum. Lítið eldhús og svalir eða verönd í öllum íbúðum. Garður með sundlaug og Pálma trjám. Ath. borga þarf fyrir að fá sjónvarp í herbergin.

Lesa meira

Sunningdale Village er falleg þriggja stjörnu íbúðagisting staðsett í Golf del Sur. Golf del Sur er rólegur bær á suðurhluta Tenerife og aðeins í um 10 mínútna akstri frá flugvellinum og 15 mínútna akstri frá Playa de las Americas.

Lesa meira

HG Cristian Sur er þriggja stjörnu íbúðargisting í Los Cristianos. Um 10 mín ganga er að Los Cristianos ströndinni og miðbæ Los Cristianos þar sem finna má úrval af frábærum veitingastöðum, börum og kaffihúsum. 

Lesa meira

The Suites at Beverly Hills er snyrtileg 3 stjörnu íbúðagisting í Los Cristianos. Hótelið er staðsett í hlíð fyrir ofan Los Cristianos í um 15-20 mín göngufjarlægð frá ströndinni og miðbæ Los Cristianos. Boðið er upp á akstur niður í bæ nokkrum sinnum á dag. 

Lesa meira

Hollywood Mirage er gott 3ja stjörnu hótel staðsett í Los Cristianos á suðurhluta Tenerife. Í garðinum er sundlaug og barnalaug ásamt sólbaðsaðstöðu. Íbúðirnar eru með einu svefnherbergi og eru loftkældar. 

Lesa meira

Palm Beach Club er þriggja stjörnu íbúðargisting, staðsett við ströndina Playa de Troya. Á hótelinu er útisundlaug og sólbaðsaðstaða - einfalt og smekklegt! Barnaklúbbur fyrir hressa krakka. Í næsta nágrenni eru barir, veitingastaðir og verslunarmiðstöðvar. Frábær staðsetning. 

Lesa meira

Hovima Panorama er 3ja stjörnu hótel staðsett nærri Costa Adeje ströndinni. Á hótelinu eru bæði íbúðir með einu svefnherbergi eða stúdíó. Í garðinum er sundlaug og barnalaug ásamt sólbaðsaðstöðu. 

Lesa meira

Occidental Santa Cruz Contemporáneo (áður Barceló Santa Cruz Contemporáneo) er gott 3 stjörnu hótel staðsett í miðbæ höfuðborgarinnar Santa Cruz á Tenerife, við skrúðgarðinn Parque Sanabria Garcia.

Lesa meira

Flamingo Beach Mate er 3ja stjörnu íbúðagisting staðsett í einungis 5 min gögufjarlægð frá Fañabe-ströndinni. Góð gisting í hjarta Costa Adeje.

Lesa meira

Playa Olid er 2 stjörnu íbúðarhótel sem er staðsett um 700 metra frá strandlengju Torviscas og Fanabe á Costa Adeje svæðinu. Gróðursæll garður með sundlaug. Skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna og barnaklúbbur. 

Lesa meira

Compostela Beach Club Aparthotel er einfalt tveggja stjörnu notalegt íbúðahótel staðsett skammt frá golfvelli á Playa de las Américas. Íbúðirnar eru snyrtilegar og einfaldar með einu svefnherbergi. Á hótelinu er fallegur garður með pálmatrjám og þar er að finna sundlaug.

Lesa meira

Paraiso del Sol er mjög einföld 2 stjörnu íbúðargisting á Playa de Las Americas - í um 300 metra fjarlægð frá Troya ströndinni.

Lesa meira

Primecomfort California er einföld en fallega hönnuð 2 stjörnu íbúðargisting vel staðsett á Playa de las Americas. Lítið og heimilislegt hótel sem eingöngu er fyrir 16 ára og eldri.

Lesa meira

Skoðunarferðir á Tenerife

Vetrardagskrá fararstjóranna á Tenerife hefur aldrei fyrr verið eins fjölbreytt og viðamikil, enda mikið í boði fyrir alla aldurshópa svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Við ætlum að leggja áherslu á útivist og fjölbreyttar skoðunarferðir þar sem allir krókar og kimar eyjunnar verða skoðaðir, frá fjalls toppi El Teide niður til stranda og sjós. Hringferðin okkar vinsæla verður í boði í allan vetur ásamt vínsmökkun og verslunarferðin nýja mun kæta alla þá sem vilja gera góð kaup í Primark og H&M. Ný Flamengó sýning leit svo dagsins ljós í sumar með einum besta dansflokki Spánar og nýjasta ferðin í vetur uppá Anaga skagann mun láta engan ósnortinn. Ekki má svo gleyma ferð út í töfraeyjuna La Gomera, sem er í um 50 mínútna siglingu frá Tenerife. Okkur hlakkar svo sannarlega til að sjá ykkur hér í vetur og kynna fyrir ykkur með stolti þessa fallegu paradísar eyju.

Kveðja,
Fararstjórarnir á Tenerife.

Verðskrá og dagsetningar

Hringferð

Hringferð um paradísar eyjuna Tenerife.

Fararstjórar ferðaskrifstofunnar hafa sett saman nýja hringferð um eyjuna Tenerife, sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Í ferðinni kynnumst við stórkostlegri náttúrufegurð og sögu eyjunnar ásamt og mat og vínframleiðslu eyjaskeggja.

Ferðin hefst með fyrstu viðkomu í Masca, sem stundum er kallað týnda þorpið, en það þorp fannst ekki fyrr en 30 árum eftir hertöku eyjunnar árið 1496. Þar stoppum við í kaffi og njótum stórkostlegs landslags þessa fegursta dals eyjunnar. Næsti viðkomustaður er svo borgin Garachico, sem er staðsett á norð-vestur hluta eyjunnar og er einna þekktust fyrir fallegar byggingar og mjög sértaks landlags, en þessi borg fór að mestu undir hraun 1706 eftir mikil og stór eldsumbrot sem áttu sér stað í hlíðunum fyrir ofan borgina. Þar göngum við um borgina, og endum á að skoða laugarnar sem mynduðust úti við sjávarsíðuna eftir gosið. Punkturinn yfir i-ið er svo heimsókn til Bodega Monje, staðsett við El Sauzal á norðurhluta eyjunnar, en þar heimsækjum við vínbónda, kynnumst vínframleiðslu eyjunnar ásamt vínsmökkun og njótum góðs matar á þessum ótrúlega fallega búgarði. Haldið er heim á leið í gegnum austurhluta eyjnnar og hringurinn kláraður með stæl.

Verslunarferð

Splunkuný verslunarferð til Santa Cruz og La Laguna er í boði allan ársins hring.

Farið er til höfuðborgarinnar Santa Cruz, sem er staðsett á norðurhluta eyjunnar, í Meridiano verslunarmiðstöðina þar sem meðal annars má finna einu PRIMARK verslunina á eyjunni.

Auk þess eru þar verslanirnar C and A, Stradivarius, Pull and Bear, Zara, Women's Secret, Punto Roma, ásamt mörgum öðrum skó-, tösku- og skartgripa verslunum

Næst er komið við í Al Campo í La Laguna en þar er farið í stærstu H&M verslunina á eyjunni. Ekki má gleyma Toys R Us, Decathlon íþróttabúðinni og svo að sjálfsögðu sjálfa Al Campo, sem selur allt milli himins og jarðar, en þar er einnig að finna stóra og góða raftækjadeild sem selur meðal annars Apple vörur. Þó nokkuð úrval er einnig af kaffihúsum og veitingastöðum og McDonald's hjá báðum verslunarmiðstöðvunum.

Skemmtileg 7 tíma ferð fyrir alla fjölskylduna.

Fjallaferð – El Teide

Skemmtileg skoðunarferð uppí þjóðgarðinn Canadas og að hæsta fjalli spánar El Teide.

Lagt er af stað frá Las Americas svæðinu og keyrt upp fjallshlíðarnar í áttina að þorpinu Vilaflor á suðurhluta eyjunnar.

Leiðin upp að þjógarðinum Canadas sem umlykur El Teide fjallið (3.718 metra hátt) leiðir okkur í gegnum risa furuskóga og svo síðar mikilfenglegt og hraunilagt landslag sem minnir að mörgu leyti á Ísland, en þó allt stærra og hrikalegra.

Stoppað er við Garcia klettamyndanirnar og einnig við kláfinn sem er staðsettur í 2.250 metra hæð yfir sjávarmáli. Ef veður leyfir gefst farþegum kostur á að taka kláfinn upp í 3.555 metra yfir sjávarmáli og njóta útsýnisins frá nánast toppi eldfjallsins. Í bakaleiðinn er svo keyrt í gegnum norð-vestur hluta eyjunnar, framhjá gömlum eldstöðvum, í gegnum bæinn Chio og Guia de Isora og endar ferðin svo á hótelunum ykkar á Playa de las Americas svæðinu.

Köfun fyrir byrjendur

Við erum stolt að geta boðið uppá köfun fyrir byrjendur, undir sterkri leiðsögn kafarameistara eyjunnar Tenerife, Tim Culloty, ásamt fararstjóranum og kafaranum Fjalari Ólafssyni og starfsfólki Tenerife Dive Shop.

Hálfsdags ferð þar sem undirdjúp Tenerife eru uppgötvuð í ferð sem er í orðsins fyllstu merkingu ógleymanleg. Tenerife hefur uppá að bjóða eina af bestu köfunar stöðum í heiminum, þar sem neðansjávarlífið inniheldur mikla flóru fiska og stundum sjást skjaldbökur og risa skötur.

Þátttakendur fá DSD skírteini sem gefur árs leyfi til að kafa niður á 12 metra dýpi með leiðsögn. Sjávarhiti á veturnarfer vart niður fyrir 20 gráður og er farið beint í sjóinn á fyrsta degi.

Aldurstakmark er 12 ára. Lagt er af stað um 9.30 og heimkoma um 14.

Takið með sundföt, handklæði og þurr föt til skiptanna.

Töfrar Teide - Stjörnuskoðun

ÖÐRUVÍSI FERÐ UPP Á EL TEIDE AÐ KVÖLDLAGI FYRIR ALLA ÞÁ SEM HAFA ÁHUGA Á STJÖRNUFRÆÐI OG LEYNDARDÓMUM ALHEIMSINS.

Í þessari einstöku ferð muntu upplifa ein fallegustu sólarsetur sem eyjan Tenerife hefur uppá að bjóða auk ein bestu skilyrði á jörðinni til stjörnuskoðunar. Hér á eyjunum er nánast engin ljósmengun og nálægðin við stjörnurnar ótrúlegar og allt með hinu sjáandi auga.

Keyrt er í gegnum Chio á vestur hluta eyjunnar, upp að Canadas þjóðgarðinum þar sem skoðuð eru eldfjöll og gamlar hraun rásir. Þar á eftir blasir svo við óvenjulegt landslag, sem minnir helst á Tunglið, með toppinn á Teide í aðalhlutverki. Stoppað er svo við Garcia klettana, þar sem himinhvolfið er skoðað undir leiðsögn enskumælandi fararstjóra og stjörnumerkin skoðuð ásamt Vetrarbrautinni. Á leiðinni heim er svo keyrt í gegnum bæinn Vilaflor og áætluð heimkoma um 23:30!

Takið með hlý föt, því mjög kalt getur verið uppi á Teide á kvöldin og yfir vetrarmánuðina.

La Gomera — eyjan fagra

Töfraeyjan La Gomera er engri lík og ætti þessi ferð að höfða til allra þeirra sem vilja njóta ósnertrar náttúru og fegurðar.

Ný ferð með íslenskri fararstjórn lítur dagsins ljós hjá fararstjórunum á Tenerife núna í lok janúar 2015 og verður í boði allan ársins hring. Loksins verður boðið aftur uppá ferð til hinnar mögnuðu nágrannaeyju La Gomera með íslenskri fararstjórn, en eyjan þykir ein sú fegursta á Kanaríeyjaklasanum og einstök upplifun að heimsækja. Töfraeyjan La Gomera er engri lík og ætti þessi ferð að höfða til allra þeirra sem vilja njóta ósnertrar náttúru og fegurðar. Komið er til hafnar við San Sebastian, höfuðborgar La Gomera, eftir 50 mínútna siglingu frá Los Cristianos á Tenerife, með flugbátum Fred Olsen. Þaðan er keyrt upp að Garajonay þjóðgarðinum sem hefur að geyma allsérstakan regnskóg, einnar sinnar tegundar í heiminum, en stoppað er fyrir myndatökur á leiðinni, þar sem landslagið er stórbrotið og engu líkt. Þá er keyrt í áttina að La Palmelita og stoppað í bænum Las Rosas. Þar er snæddur hádegisverður að hætti Gomera búa og kynnt er til sögunnar hið einstaka flaututungumál La Gomera. Eftir hádegisverðinn er svo keyrt áfram til Hermigua á norður eyjunni og svo til höfuðborgarinnar San Sebastian, þar sem gestir fá frjálsan tíma til að ganga um borgina og jafnvel kynna sér sögu Kristófers Kólumbusar, en hann sigldi þaðan yfir til Suður Ameríku árið 1492. Í eftirmiðdaginn er svo siglt aftur yfir til Tenerife og gestum skilað heim á hótel.

Lágmarks þáttaka er 30 manns. Takið með vegabréf og peysur eða létta jakka í ferðina.

Nýtt! Taganana — Anaga skaginn — Santa Cruz og La Laguna

Nyrsti hluti eyjunnar Tenerife skoðaður í frábærri heilsdagsferð sem lætur engann ósnortinn vegna ótrúlegrar náttúrufegurðar, ásamt viðkomu í höfuðborginni Santa Cruz og borginni La Laguna, sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna.


Í þessari nýju ferð er förinni fyrst heitið til höfuðborgarinnar Santa Cruz de Tenerife, en þar er skoðað hið fallega tónlistarhús eyjunnar sem er í dag eitt aðalsmerki borgarinnar og torgið Plaza de Espana, sem stendur við gamla bæinn. Keyrt er áfram norðureftir með strandlengjunni og komið við hjá Las Teresitas ströndinni sem liggur við rætur Anaga skagans. Næst er svo farið upp fjallgarðinn, hjá San Andreas og yfir fjöllin á norður strönd eyjunnar, en þar er að finna ótrúlega fallega og hrikalega náttúrufegurð þessa elsta hluta eyjunnar. Taganana er svo næsta stopp, gamall fiskibær við rætur fjallgarðsins. Síðari hluti þessarar ferðar fer svo í gegnum Mercedes fjöllin sem hafa að geyma milljóna ára gamalt skóglendi eyjunnar og endar sú keyrsla í fyrrverandi höfuðborg Tenerife, La Laguna, sem er falinn gimsteinn eyjunnar. Yfir 500 ára gömul borg með mikla sögu og fallegar byggingar.

Ný Flamengó sýning - Malizia

Ástríða, kraftur og flamengódans í Piramides de Arona leikhúsinu!

Snillingurinn Carmen Mota hefur sett upp splunkunýja flamengó sýningu „Malizia“ í leikhúsinu Piramides de Arona, sem staðsett er á Laugarveginum svokallaða, eða Avenida de las Americas.

„Sýningin var frumsýnd sumarið 2014“

Flott sýning á heimsmælikvarða. „Malizia“ hefur fengið frábæra dóma og lof síðan hún var frumsýnd, enda er hér á ferðinni einn fremsti danshöfundur Spánar, 26 manna dansflokkur, samansettur af fyrsta flokks flamengó dönsurum landsins, auk 7 manna hljómsveitar og söngvara. 

Sýningin er sett upp sem nútíma uppfærsla af óperunni Rigoletto og er flamengó dansinn þar í aðalhlutverki. Einnig er fléttað inní sýninguna nútímadans, ný tónlist og óperusöngur.

Ótrúlega fallegir búningar, ljósasýning og tónlist toppa svo þessa fallegu sýningu.

Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Loro Parque dýragarðurinn

Loro Parque er einstök veröld dýra og náttúru og þykir einn glæsilegasti dýragarður Evrópu. Þar eru m.a. heimkynni páfagauka í útrýmingarhættu, auk dýra sem sumum hverjum hefur verið bjargað frá ótrúlegum aðstæðum, enda gengur dýragarðurinn út á að hlúa að og bæta lífsskilyrði dýranna. 

Stærsta safn páfagauka í heiminum er að finna í garðinum og ein magnaðasta mörgæsanýlenda utan heimskautasvæðanna er í Loro Parque, þar sem 12 tonn af snjó falla daglega. Þar er einnig að finna nokkra “Íslendinga” eða Lunda frá Vestmannaeyjum, sem eru gestum og gangandi til sýnis. Í Loro Parque má einnig sjá tígrísdýr, górillur, höfrunga, skjaldbökur, hákarla og ýmis litskrúðug sjávardýr svo fátt eitt sé nefnt, en sumum þessara dýra hefur verið bjargað úr ótrúlegum aðstæðum. Til dæmis fannst einn af hákörlunum í handfarangri farþega á London Heathrow.

Sennilega eru sýningarnar þar sem dýrin leika listir sínar þó hápunkturinn á heimsókn þeirra sem fara í garðinn. Háhyrningar, höfrungar, sæljón og páfagaukar eru þar í aðalhlutverkum. 

Ágætis veitingastaði og söluturna má finna í garðinum og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi þegar kemur að mat og drykk. 
Fyrir þá sem þurfa minni tíma í garðinum gæti verið gaman að fá sér far með “mini lestinni” sem gengur á 20 mínútna fresti milli Loro Parque og Puerto de la Cruz, en þar er ógrynni af verslunum og veitingastöðum enda var Puerto de la Cruz á sínum tíma einn helsti ferðamannastaður Kanaríeyjanna. 


Heilsdags ógleymanleg skemmtiferð fyrir alla aldurshópa.

Í garðinum er svo hægt að kaupa miða inn í Siam Park, á 30 prósenta afslætti.

Kafbátaferð

„Fullbúinn alvöru kafbátur“Það er ekki á hverjum degi sem okkur gefst tækifæri á að kafa með fullbúnum kafbáti niður á 30 metra dýpi. Við erum hins vegar svo heppin að hér á Tenerife býðst okkur það einstaka tækifæri.Upplifðu með okkur ógleymanlega ferð undir yfirborð Atlantshafsins. Sjáðu hina mögnuðu veröld undirdjúpanna og hið fjölskrúðuga dýralíf sem venjulega er okkur hulið þ.á.m. trompet fiska og risa skötur.

Stórt og þægilegt farþegarými með útsýnisgluggum, loftkælingu og nýjustu tækni til að tryggja hámarks öryggi. Kafað er frá Amarilla höfninni á suður Tenerife og eru farþegar sóttir á stoppistöðvar nálægt hótelunum. Siglingar alla daga nema laugardaga.

Þrjár fastar siglingar í boði: Kl. 10:00, 12:00 og 14:00 Frábær 3 tíma ferð fyrir alla fjölskylduna.

Kameldýrareið — Camel Park

„Einstök og öðruvísi“

Sannarlega öðruvísi og skemmtileg ferð á fallegan búgarð uppí fjöllum fyrir ofan Playa de las Americas. Við komuna í garðinn taka á móti ykkur geitur, endur, hænur, hundar og önnur dýr á þessum heimilislega búgarði. Kameldýrareiðin er tilvalin fyrir bæði börn og fullorðna þar sem um er að ræða rólega en stórskemmtilega ferð og nýja reynslu.Kameldýrin voru á sínum tíma mikið notuð við að ferja menn og búnað hér á eyjunni auk þess að vera notuð í landbúnað, en í dag hafa dýrin fengið nýtt hlutverk við það að gleðja ferðamenn.

Á búgarðinum er einnig að finna veitingastað þar sem hægt er að kynnast ekta kanarískri matargerðalist. Kamledýrareiðin tekur um 30 mínútur, en þetta er um 2-3 tíma ferð allt í allt og eru farþegar sóttir heim á hótelin eða á næstu stoppistöðvar við hótelin. Hægt er að panta í kameldýrareiðina hvaða dag sem er hjá fararstjórum.

2-3 tíma ferð fyrir alla fjölskylduna.

Hjólaævintýri á fjöllum

„Hjólaævintýri fyrir alla fjölskylduna“Hjólaferð frá hæsta fjalli Spánar, El Teide, niður að láglendi eyjunnar fyrir alla fjölskylduna.

Allir sem kunna að hjóla geta tekið þátt í þessari ógleymanlegu ferð, því hér eru gestir keyrðir upp að fjallendi eyjunnar og renna sér svo niður götur hlíðarinnar með viðkomu í fallegum bæum og þorpum á suðurhluta Tenerife.

Öryggið er í fyrirrúmi þar sem þaulreyndir hjólagarpar fylgja hópnum frá byrjun til enda, allir fá hjálma, hanska og öryggisvesti áður en lagt er af stað og séð til að allir fari sér hægt.

Á leiðinni er svo stoppað í “picnic” og léttar veitingar bornar fram sem eru innifaldar í verðinu. Í þessari ferð er hjólað í gegnum fjallendi eyjunnar, risa furuskóga, gegnum vínræktun og svo endað við láglendið þar sem eyðimerkur landslag tekur við.

Þetta er ferð sem kynnir eyjuna Tenerife, náttúru og stórbrotins landslags í allri sinni dýrð.

Hægt er að taka með bakpoka eða töskur, því bíll fylgir hópnum alla leið niður og tekur farangurinn fyrir hópinn.

Skemmtisigling á tvíbitnu

„Upplifðu Atlantshafið á suðrænum slóðum“

Þriggja tíma ævintýra sigling á tvíbitnu frá fiskimannabænum Las Galletas sem er staðsettur á suðurhluta Tenerife.

Í þessari einstöku ferð mun Atlantshafið vera í fyrirrúmi því á þessum slóðum er jafnvel hægt að sjá hvali, höfrunga og risa skjaldbökur.

Í siglingunni verður svo stoppað við í fallegri vík, akkeri látin síga, og gefst gestum kostur á að synda í sjónum eða jafnvel snorkla, en allt þetta er innifalið í siglingunni.

Í ferðinni er einnig boðið uppá samlokur og drykki; vín, bjór vatn og gos. Ferðin tekur allt að 5 tíma allt í allt og eru farþegar sóttir á hótelin og svo skilað heim aftur að ferðinni lokinni. Þessa ferð ætti enginn að láta fram hjá sér fara, stórkostlegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna. Athugið! Takið með sundföt og handklæði.

Apagarðurinn

Monkey Park eða Apagarðurinn, er skemmtilegur apagarður staðsettur rétt fyrir ofan Los Cristianos og er opinn frá 9.30 - 17 alla daga vikunnar. Þessi skemmtilegi garður gengur fyrst og fremst útá að bjarga apategundum í útrýmingarhættu og er þar að finna tugi ólíkra apategunda frá öllum heiminum. Gott er að heimsækja garðinn snemma morguns, áður en of heitt er í veðri, þar sem gestum gefst tækifæri á að fæða apana með sérstökum matarpoka sem hægt er að kaupa við innganginn gegn vægu gjaldi. Í garðinum er einnig hægt að skoða páfagauka, krókódíla og aðrar dýrategundir sem eru gestum og gangandi til sýnis.

Best er að taka leigubíl frá Las Americas svæðinu í garðinn.

Skemmtileg ferð og ódýr valkostur fyrir alla fjölskylduna.

Flottasti vatnsrennibrautagarður í heimi

Siam Park er stórkostleg veröld vatnsrennibrauta og var garðurinn opnaður í september 2008. Eitthvað nýtt og öðruvísi á suðurhluta Tenerife þar sem fjölskyldur og vinir geta notið dagsins annað hvort í afslöppun eða adrenalíni. Þetta er garður fyrir alla fjölskylduna.

Garðurinn er staðsettur rétt fyrir ofan hraðbrautina á Playa de las Americas svæðinu og gengur rúta merkt garðinum, öllum að kostnaðarlausu, allan liðlangan daginn. Mælum með að fólk mæti snemma og taki með sér sterka sólarvörn

Flotta veitingastaði og söluturna má finna í garðinum og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi þegar kemur að mat og drykk, t.d. á Tailenskum veitingastað þar sem er hægt að fá thai mat með útsýni yfir Mai Thai ánna.

Í Siam park eru stærstu gerviöldur í veröldinni, sem rísa upp að þriggja metra hæð.

Í garðinum er aðalrennibrautin með 28 metra hátt fall í gegnum drungið fiskabúr.

Ef þú vilt slappa af er hægt að gera það á sólbekk með sólhlíf á fallegri hvítri strönd sem er að finna í Siam Park.

Ertu keppnismanneskja? Gríptu þá dýnu og skoraðu á vini þína eða fjölskyldu að láta sig flakka niður rennibrautina Naga Racer. Kristal tært vatnið í Mai Thai ánni er fullkomið fyrir rólega vatnsskemmtun, lætur kútinn færa þig gegnum fallegt landslag og fossa. Einnig færðu að njóta fallegra fiska og hákarla þegar áin og kúturinn færa þig undir vatnið og inní fallegt fiskabúrið eða rennt þér í gegnum hið undarlega og drungalega eldfjall í Vulcano rennibrautinni. Í garðinum er að finna flottustu og stærstu vatnsrennibrautir í heiminum.

Stórkostleg fjölskyldu skemmtun sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.