Coral Teide Mar er góð 3 stjörnu íbúðarhótel staðsett á NORÐUR hluta eyjunnar, við Puerto de la Cruz. 2 sundlaugar, barnalaug, leikjaherbergi og góð sólbaðsaðstaða í garðinum gera dvöl þína á Tenerife notalegri.
Gisting:
Íbúðirnar eru notalegar og hafa m.a. sjónvarp, síma, ókeypis wifi, eldhúskrókur og stofa. Öll baðherbergin hafa sturtu/baðkar og hárþurrku.
Aðstaða og afþreying:
2 sundlaugar, barnalaug og skemmtidagskrá er á hótelinu auk bars.
Veitingar:
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður með fjölbreytta rétti auk bars. 30 m eru í veitingastaði utan hótelsins.
Staðsetning:
Staðsett 500 m frá Playa Martianez-ströndinni, 30 m frá veitingastöðum og börum við hótelið, 40 km frá næsta flugvelli.
Ath. það tekur um 20 mín að ganga frá hóteli niður á strönd.
Aðbúnaður:
Sturta/baðkar
Sjónvarp
Wifi
Eldhúskrókur
Bar
Hlaðborðsveitingastaður
Skemmtidagskrá
Sundlaugar
Stutt frá strönd
Athugið að fararstjórar Tenerife eru staðsettir á suðurhluta eyjunnar en hægt er að ná í fararstjóra í þjónustusíma frá 09-17 og neyðarsíma allan sólarhringinn.
Upplýsingar
Calle Aceviño, 6, 38400 Puerto de la Cruz
Kort