Ítalía: Verona eða Gardavatn

Við fljúgum til Verona í allt sumar, í boði eru stuttar borgarferðir eða lengri sumarferðir. Hægt að dvelja í borginni eða dvelja við Gardavatn. 

Verona er full af sögu og huggulegheitum, Shakespeare og tónlistarfylltum torgum, Verona býður þér græn svæði, litla vínbari og mjög góðan mat – og spaghetti.

GAMLI BÆRINN
Gamli bærinn er mjög skemmtilegur með þröngum götum og ítalskri matargerð eins og hún gerist best, einna helst líkt og maður detti inn í ítalska bíómynd. Marmara göngugatan Via Mazzini liggur í gegnum hjarta bæjarins að Piazza Erbe torginu sem er gríðarlega fallegt.

SHAKESPEARE
Borgin var mikil hvatning fyrir Shakespeare og notaði hann Verona sem leiksvið í þremur leikritum; Rómeó og Júlíu, Skassið tamið, og Tveir herramenn frá Verona. Hinar sögufrægu svalir þar sem Júlía stóð og hlustaði á ástarjátningar Rómeós er vinsæll skoðunarstaður.

Norður Ítalía er best fyrir:

  • Fallega náttúru
  • Græn svæði og falleg vötn
  • Hlýlegt og notalega andrúmsloft
  • Einstaka matarmenningu

 

 

  • Flogið til Verona (VRN)
  • Flugtími +/- 4:00 klst.
  • Tungumál: ítalska
  • Gjaldmiðill: Evra 

 

  

  • Sumarhiti: 26+°C
  • Sumaráfangastaður
  • Tími: +2 sumar 
  • Landkóði: +39 

 

GARDAVATN

Frí við Gardavatn snýst um slökun, hvort sem þú dvelur við víngarð, við strandlengjuna eða á skemmtilegu fjölskylduhóteli. 

Gardavatn liggur í skjóli Alpanna í norðri. Gardavatnið er það stórt að það teygir sig inn í þrjú héruð, Veneto, Lombardia og Trentino-Alto Adige. Staðurinn er frægur fyrir náttúrufegurð og háum fjöllum sem umlykja vatnið og svo vínframleiðslu. 

 

Gistingar á Ítalíu

Hótel Giberti er 4* gisting staðsett miðsvæðis rétt hjá Porta Nuova stöðinni.

Lesa meira

Grand Hotel Des Arts, einnig þekkt sem Hotel Indigo Verona er glæsilegt 4* hótel nálægt gamla bænum, staðsett við Corso Porta Nuova. Hótelið er umkringt verslunum, söfnum, veitingastöðum og hverju öðru sem ferðamenn sækjast eftir.

Lesa meira

Hotel Firenzee er 4 stjörnu fallegt hótel, staðsett í miðbæ Verona og í 10 minútna göngufjarlægð frá Verona Arena, miðbæ Verona og Piazza Bra

 

Lesa meira

Hotel San Pietro er fallegt 4 stjörnu hótel sem var endurnýjað 2005 í fallegum nútímalegum ítölskum stíl og eftir evrópskum öryggisreglum. Hótelið er í 1.5 km., fjarlægð frá Verona Fiera sýningarhöllinni og  í léttu göngufæri við miðbæinn og lestarstöðina.

Lesa meira

Ark Hotel er notalegt 4 stjörnu hótel staðsett 1.3 k. frá hringleikahúsi Verona. Líkamsrækt, morgunverðarhlaðborð og bar gera dvöl þína í Verona notalegri.

Lesa meira

Best Western Hotel de Capuleti er notalegt 4 stjörnu hótel staðsett aðeins 500 m frá Verona Arena. Heilsulind, bar og líkamsrækt eru meðal þess sem gestir geta notið á Best Western Hotel de Capuleti. 

Lesa meira

Hotel Italia er sjarmerandi 3ja sjörnu hótel staðsett í hljóðlátu og söguríku hverfi. Hið vinsæla torg Piazza delle Erbe og Juliet Balcony eru í 15 mínútna göngufæri. 

Lesa meira

Fallegt 3* og vel staðsett hótel. Björt herbergi, snarlbar og vínbar. Parketlögð herbergi búin öllum helstu þægindum. 

Lesa meira

Novo Hotel Rossi er nútímalegt og fallegt 3ja stjörnu hótel staðsett í 15 minútna göngufjarlægð til Verona Porta lestarstöðinnar, Flix Bux, sögusafnið og Verona Fiere sýningarhöllina.

Lesa meira

Poiano Resort er glæsilegt 4 stjörnu hótel staðsett í bænum Garda, við Gardavatnið.  Hótelið er staðsett í hlíð,  umkringt gróðri og fallegu landslagi.

Herbergin eru smekklega hönnuð og vel búin öllum helstu þægindum m.a. loftkælingu, sjónvarpi, síma og örrygishólfi, einnig hafa baðherbergin sturtu/baðkar og hárþurrku. Ókeypis wifi er á hótelinu öllu.

 

 

Lesa meira

Hotel Forte Charme er frábært 4 stjörnu hótel staðsett 1 km frá garda vatni. Sundlaug með glæsilegu útsýni yfir Garda vatn auk góðrar sólbaðsaðstöðu tryggir gestum slökun í fögru umhverfi. 

Lesa meira

Donna Silvia Hotel Wellness & Spa er gott 4* hótel staðsett í bænum Garda, við Gardavatnið. Hótelið er umkringt gróðri og stórkostlegu útsýni og er aðeins 350 m frá vatninu.  

Lesa meira

Hotel Caravel er glæsilegt 4* hótel staðsett aðeins 300 m frá Gardavatni og ströndum þess. Sundlaug, veitingastaður og fjöldi vatnsíþrótta gera dvöl við Gardavatnið unaðslega.

Lesa meira

Hotel Savoy Palace er glæsilegt 4*hótel staðsett við Gardavatn. Hótelið er hannað í ítölskum stíl og hefur glæsilegt útsýni yfir Gardavatnið.  

Elegant hótel sem býður upp á góða þjónustu og öll helstu þægindi.  Heilsulindin á hótelinu býður upp á allskonar meðferðir gegn gjaldi.  Á barnum Muse er hægt að njóta lifandi tónlistar og úrvals drykkja.

 

 

Lesa meira

Chevro Golf and Spa Resort er glæsilegt 4 stjörnu hótel sem er staðsett í San Vigilio  í Trentico - Alto Adige héraði aðeins 40 mín frá Verona og  12 mín. akstur frá Gardavatninu. 

Lesa meira

Hotel Portici er 4 stjörnu hótel staðsett í sögulega miðbæ Riva del Garda, í aðeins 50 metra fjarlægð frá vatninu. Mælt er með að farþegar hafi bílaleigubíl.

Frábært útsýni yfir aðaltorgið sem iðar af mannlífi allan ársins hring.  Á hótelinu er veitingastaður og Pizzeria Portici þar sem  hægt að er njóta góðs matar og fylgjast með mannífinu á torginu. 

 

 

Lesa meira

Hotel Villa Nicolli er frábært hótel fyrir 18 ára og eldri.  Staðsett rétt fyrir utan Riva del Garda, 5 mínútna gangur niður í miðbæ.  

Rúmgóð herbergi með lofkælingu og minibar, úti-og innisundlaug.  

ATH við mælum sérstaklega með að fólk sé á bílaleigubíl eða geri ráð fyrir að hafa kynnt sér vel almenningssamgöngur á þessu svæði.  Frítt er að leggja bíl hjá hótelinu.  Einnig er hægt að fá lánuð hjól á hótelinu.  

Lesa meira

Gardaland Resort er ævintýralegt 4* hótel þar sem hugmyndaflugið á sér engin takmörk.  Hótelið er samtengt Gardaland garðinum sem er stærsti skemmtigarður á Ítalíu.  

Á hótelinu eru 250 herbergi og þar af 36 þema-herbergi, öll búin þægindum og skemmtilegt umhverfi fyrir börnin.  

Lesa meira

Gardaland Magic/Adventure eru 4 * hótel sem bjóða upp á frábæra upplifun fyrir alla fjölskylduna.  

Frí skutlþjónusta til og frá garðinum er í boði.  ATH að við mælum með að allir kynni sér vel almenningssamgöngur til og frá Verona flugvelli.  Auðvelt er að komast að Gardalandi á bíl og frítt bílastæði er í boði.  

ATH að inngangur í Gardaland garðinn er EKKI innifalinn í hótelverðinu.  Verðið í garðinn er ca 40 evrur á mann og frítt fyrir þá sem eru innan 1 meters á hæð.  

Lesa meira

Aqualux er glænýtt hótel í bænum Bardolino við Gardavatnið sem er útbúið öllum helstu þægindum.  Glæsileg heilsulind er á hótelinu þar sem hægt er að njóta og láta sér líða vel.  

 

ATH vinsamlegast kynnið ykkur vel samgöngur til og frá Verona.  Ef þið eruð ekki á bíl þá er nauðsynlegt að athuga hvernig almenningssamgöngur milli Garda og Verona virka.

Lesa meira