Gardaland resort er skemmtilegt fjölskylduhótel þar sem iðar allt í lífi og fjöri frá Gardalandi skemmtigarðinum. Hótelinu er skipt í 4 byggingar sem snúa allar að Gardaland garðinum.
Gisting:
Á hótelinu eru 250 herbergi og þar af 36 þema-herbergi sem eru fallega innréttuð, rúmgóð með loftkælingu.
Aðstaða og afþreying:
Vatnasvæðið Bláa Lónið er með útisundlaug, barnalaug og sólbekki en baðhandklæðin þarf að greiða sérstaklega fyrir. Vinsamlegast athugið að skylda er að vera með sundhettur í sundlauginni. Fyrir börnin er skemmtidagskrá í boði og leikjasalur.
Frítt internet á almennum svæðum.
Veitingar:
Það eru 2 barir á hótelinu og 2 veitingastaðir, sem bjóða upp á a la carte matseðla eða fjölskylduvæna hlaðborðsvalkosti og pizzastaður.
Staðsetning:
ATH vinsamlegast kynnið ykkur vel samgöngur til og frá Verona. Ef þið eruð ekki á bíl þá er nauðsynlegt að athuga hvernig almenningssamgöngur milli Garda og Verona virka. Næsta lestarstöð er 2 km frá og er ókeypis skutlþjónusta í boði á hálftíma fresti.
Ókeypis bílastæði er fyrir hótelgesti sem og ókeypis skutlþjónusta sem tengir hótelið við Gardaland Park, Gardaland SEA LIFE sædýrasafnið og nýja LEGOLAND® vatnagarðinn. Hótelið er einnig í stuttri fjarlægð frá Gardavatni, sem gerir kleift að fara í stórkostlegar skoðunarferðir og hægt er að stunda ýmsa íþróttaiðkun.
ATH að inngangur í Gardaland skemmtigarðinn er EKKI innifalinn í hótelverðinu. Verðið í garðinn er ca 40 evrur á mann og frítt fyrir þá sem eru innan 1 meters á hæð.
Upplýsingar
Via Derna, 4 37014 Castelnuovo del Garda
Kort