Ævintýraferð til Balí - UPPSELT

Balí er sönn paradís á þessari jörð og hefur upp á að bjóða ótrúlega frumskóga, hvítar strendur, tæran sjó og iðandi mannlíf. Komdu og upplifðu ævintýrið með okkur!

 

Hvenær? 13-26. nóvember 2018.

Íslenskur fararstjóri? Egill Fannar Halldórsson frumkvöðull

Lúxusferð með íslenskri farastjórn og fyrsta flokks flugum til og frá Balí. Lágmarks biðtímar í millilendingum, töskur fara alla leið og framúrskarandi boutique hótel sem bjóða upp á bæði lúxus og lókal upplifun.

Flug? Icelandair + Thai Airways. Aðeins einn flugmiði, ekkert vesen.

Hvar? 5 nætur í ævintýralegum frumskógi Ubud og 6 nætur á ströndinni í Sanur. Upplifðu það besta sem Balí hefur uppá að bjóða, frumskóg og kóralrif!

3 saman í herbergi verð á mann 330.600,-

2 saman í herbergi verð á mann 339.000,-

1 í herbergi verð á mann 450.600,-

 

 

Hápunktar ferðarinnar

Paradísareyjan Balí bíður eftir þér með ótrúlega upplifun, ólíka öllu öðru. Hamingjusamir heimamenn, endalaus sól og hvítar strendur.

Ferðin er fyrsta flokks og hvort sem þú vilt slappa af og hugleiða eða halda á vit ævintýranna þá eru frábærar dagsferðir í boði.

Brimbretti, hjóla- og gönguferðir og köfun

jóganámskeið, spa og ótrúlegt umhverfi til þess að hugleiða

Upplifðu ótrúlega náttúru

Samvera með skemmtilegu fólki. Ævintýragjörnum íslendingum og/eða lífsglöðum heimamönnum.

Þú getur fundið enn frekari upplýsingar um skoðunarferðir fyrir neðan!

 

 

BEINT Í BÓKUNARVÉL

jóga - spa - snorkl - gönguferð - strandpartý - surf - skútusigling - hjólaferð

"Boutique" hótel & spa

KOMANEKA AT RASA SAYANG

- staðsett í hjarta Ubud

Hótelið okkar er staðsett í 5 mínútna göngufjarlægð frá Ubud Market. Í um klukkutíma fjarlægð frá flugvellinum. 

Á hótelinu er "infinity" sundlaug og SPA, veitingastaður og bar, setustofa og góð sólbaðsaðstaða. 24/7 herbergisþjónusta.

Öll herbergin eru með prívat svölum og snyrtilega útbúin. Frítt WiFi á hótelinu. 

Frítt: tréútskurður og danstímar 2 x viku

 

 

PURI SANTRIAN 

- staðsett við Sanur ströndina

Hótelið okkar er staðsett við ströndina og 15 mín frá Denpasar. "Lazy bed" á ströndinni fyrir gesti.  

Á hótelinu eru dásamlegar sundlaugar og SPA, veitingarstaður og bar, setustofa og stutt í tennis og golf. Hjólaleiga á hótelinu. 24/7 herbergisþjónusta. 

Öll herbergin eru með prívat svölum, rúmgóð og snyrtileg. Frítt WiFi á hótelinu. 

Frítt: morgunjóga við sólarupprás 7:00 

Nudd á SPA með 20% afslætti

Hótelið býður uppá matreiðslunámskeið

 

DAGSKRÁ FERÐAR

Hópurinn hittist fyrir brottför og setur saman dagskránna. Meira um það síðar.

Allir geta tekið þátt í öllu eða bara því sem hentar. 

DAGUR 1:  13. nóvember

Leggjum af stað frá Íslandi - sofum í Thai Airways vélinni

DAGUR 2:  14. nóvember

HALLÓ BALÍ: lendum @14:15 Check in á hótelið í Ubud

DAGUR 3:  15. nóvember 

Fjallahjólaferð

DAGUR 4:  16. nóvember 

Gönguferð

DAGUR 5:  17. nóvember 

River rafting ferð

DAGUR 6:  18. nóvember 

Jógadagur

DAGUR 7:  19. nóvember 

Flytjum okkur til SANUR - HALLÓ STRÖND! Check in á hótelið 

DAGUR 8:  20. nóvember 

Slaka á við ströndina eða sundlaugarbakkann 

DAGUR 9:  21. nóvember 

Surfa eða snorkla 

DAGUR 10:  22. nóvember 

SPA dagur

DAGUR 11:  23. nóvember

"Marine Walk"

DAGUR 12:  24. nóvember 

Skútusigling 

DAGUR 13:  25. nóvember 

Förum frá BALÍ áleiðis til Íslands 

DAGUR 14:  26. nóvember 

Lendum á Íslandi úthvíld og með sól í hjarta 

 

SKOÐUNARFERÐIR

HJÓLAÐ Á BALÍ – FJALLAHJÓLAFERÐ

KL. 08:00-14:00 (6 KLST.) VERÐ Á MANN 8.500 KR

SNORKLAÐ KÓRALRIF

KL. 08:00-14:00 (6 KLST.) VERÐ FRÁ Á MANN 8.500 KR

AYUNG FLÚÐASIGLING – RIVER RAFTING

KL. 08:45-14:45 (6 KLST.) VERÐ Á MANN 8.500 KR

SURFAРÁ BALÍ

KL. 10:00-14:00 (4 KLST.) VERÐ FRÁ Á MANN 8.500 KR

VÖTNIN Í BALÍ – GÖNGUFERÐ

KL. 08:30-16:30 (8 KLST.) VERÐ Á MANN 16.500 KR 

"MARINE WALK"

KL. 13:00-16:00 (3 KLST.) VERÐ FRÁ Á MANN 3.990 KR

KORT AF BALÍ

 

Sólareyjan Balí svíkur engan. Hvort sem á að slappa af og hugleiða, taka þátt í göngutúrum og hjólaferðum, eða bara að liggja og sóla sig. Balí tilheyrir nokkrum smáum eyjum á borð við Nusa Penida, Nusa Lembongan og Nusa Ceningan. Balí er staðsett á vesturhluta þessa eyjaklasa með Java í vestri og Lombok í austri. Höfuðborgin, Denpasar, er staðsett á suðurhluta eyjarinnar. Á Balí búa um fjórar milljónir manna og 565 þorpum eyjunnar.

Balí hefur einkar þægilegt loftslag, sólin er gjöful, náttúran ótrúleg og menningin fjölbreytt og spennandi. En það sem stendur upp úr á Balí er lífsgleðin sem þar ríkir og fólkið sem býr á eyjunum. Balí er eins og lifandi póstkort, Indónesísk paradís. 

Þar má sjá sólina rísa upp af fínum hvítum sandströndum, kafa meðfram kórölum eða um flök stíðsskipa frá seinni heimsstyrjöldinni. Inni í landi er frumskógur með gömlum hofum og fjölbreyttu dýralífi. Við gistum í Úbúd fyrstu dagana sem hefur mestann sjarma allra bæja á Balí því þar er miðstöð lista, menningar og trúariðkunar eyjaskeggja. Seinni dagana er gist við ströndina Sanur. 

Þrátt fyrir fjölda ferðamanna sem sótt hafa eyjuna heim á síðustu árum er Bali eftir sem áður dásamlegur töfrastaður sem varðveitir hindúískan menningararf sinn, trúarathafnir og heilög hof. Umgjörð Bali er fullkomin, þægilegt loftslag þar sem sólin og náttúran kallast á. Menningin er fjölbreytt og spennandi og enginn skortur er á líflegum kaffihúsum, verslunum og notalegum þorpum með vinalegum íbúum.

 

Innifalið í verði: 

 • Flug frá Íslandi til Balí fram og til baka
 • Flugvallagjöld og skattar
 • Ferðataska og handfarangur
 • Íslensk ferðastjórn / innlend fararstjórn
 • 14 nætur á boutique hótelum
 • 11 x morgunverðir
 • Rúta til og frá flugvelli 

Flug & flugtímar*

Brottför frá Keflavík 13.nóvember kl 07:45 flogið með Icelandair til Kaupmannahafnar og áfram með Thai airways til Bangkok og svo til Balí. Lent á Balí kl 14:15 næsta dag. 

Brottför frá Balí 25. nóvember kl 16:10 með Thai airways í gegnum Bangkok til Kaupmannahafnar og síðan með Icelandair heim. Lending heima á Íslandi 15:10 þann 26.nóvember. 

*lágmarksbiðtími milli flugvéla - einn flugmiði :)

Tékklisti fyrir Balí: 

 • Sundfatnaður og sólarvörn!
 • Vegabréf
 • Peningar / Greiðslukort 
 • Ökuskírteini
 • Lyfseðilsskyld lyf 
 • Myndavél / minniskort og hleðslutæki
 • Síminn!

Skelltu þér með til Balí

Viðskiptavinir geta valið hvernig þeir vilja greiða fyrir ævintýraferðina til Balí. 

 • Staðfestingagjald 80.000 á mann, eftirstöðvar greiðast eigi síðar en 6 vikum fyrir brottför
 • Greiðslukort - ein greiðsla
 • Greiðslukort - skipta greiðslu á fleiri en eitt mismunandi greiðslukort (á ekki við um tímabil)
 • Raðgreiðslusamningur
 • Fjórar jafnar vaxtalausar greiðslur (3,5% lántökugjald að auki)
 • Kortalán án vaxta (50% út, og 50% skiptast á næstu 3 mánuði auk 3,5% lántökugjalds)
 • PEI - dreifing á greiðsluseðla til allt að 6 mánaða
 • Netgíró þegar bókað er hjá sölumanni Sumarferða sími 514 1400 eða í Hlíðasmára 19, 200 Kópavogi