Alicante: menning & sól
Ferðatímabil: Beint flug til Alicante frá og með 26. mars til 2. októbers. Flogið er með ítalska flugfélaginu Neos.
Í mars, apríl og maí er flogið á 7-8 daga fresti en í júní, júlí og ágúst tvisvar í viku.
Borgin Alicante er gullfalleg spænsk borg sem iðar af mannlífi. Borgin, sem er staðsett í hjarta Costa Blanca héraðsins á Spáni er höfuðborg héraðsins og á sér langa og ríka sögu. Miðbærinn er töfrandi og í borginni ríkir mikil matar- og vínmenning sem endurspeglast í þeim fjölda framúrskarandi veitingahúsa á svæðinum.
Borgin sameinar því bæði menningu og sólarfríið sem fjölskyldan þráir. Við hana liggur frábær sjö kílómetra löng strönd og eru hótelin okkar staðsett nálægt ströndinni. Það er því tilvalið að eyða deginum á sólbekk eða að ærslast á ströndinni og ráfa í iðandi mannlífinu í miðborginni þegar fer að kvölda.
COSTA BLANCA SVÆÐIÐ
- Albír
- Alicante
- Altea
- Benidorm
- Calpe
- Flogið til Alicante (ALC)
- Flugtími +/-4 klst.
- Akstur til Alicante 10 mín.
- Tungumál: Spænska
- Gjaldmiðill: Evra
- Sumarhiti: 28+°C
- Vetrarhiti: 16+°C
- Milt og gott vor og haust
- Tími: +2 sumar +1 vetur
- Landkóði: +34



Töfrandi menningarborg
Svæðið í kringum Alicante hefur verið í byggð í meira en 7000 ár. Sumar af elstu byggðunum voru gerðar í hlíðum Mount Benacantil fjallsins, sem gnæfir yfir borgina. Kastalinn Santa Barbara stendur í hlíðum fjallsins í 166 metra hæð en kastalinn er upprunalega frá 8. öld en hefur verið vel við haldið. Kastalinn hefur verið opinn almenningi í rúm 50 ár og er það mikil upplifun að heimsækja hann. Þar er líka stórbrotið útsýni yfir borgina og Costa Blanca svæðið allt. Gamli bærinn í Alicante ætti enginn að láta framhjá sér fara en það má segja að sál borgarinnar sé einmitt að finna þar, í þröngum götum og litlum húsum. Götur gömlu borgarinnar taka svo stakkaskiptum þegar kvöldar og næturlífið lifnar við.
Í bænum er svo að finna fjölda áhugaverðra safna, sögulegar minnjar, skemmtilega markaði að hætti innfæddra og heimsþekktar verslanir. Þar er líka hægt að skoða margar fallegar minjar frá tímum máranna. Dómkirkjan í Alicante, San Nicolas er mjög falleg og alveg þess virði að taka sér hlé frá sólbökun einn eftirmiðdag og leggja leið síðan þangað á meðan dvölinni stendur.
Seiðandi sólafrí á Alicante
Á Alicante er að finna einstaklega fallegar strendur sem fjölskyldan getur átt góðar stundir á. Við strandlengjuna er svo ótal spennandi bari og veitingastaði að finna sem tilvalið er að taka sér hlé frá sólinni og heimsækja. Ramblan er göngugata með miklu úrvali af verslunum eins og El Corte Ingles, Zara, H&M okkar allra, og fleiri góðar verslanar. Þar er líka að finna spennandi veitingastaði með gómsætum kræsingum frá öllum heimshornum. Við mælum sérstaklega með því að fólk láti ekki gómsætt tapas að hætti spánverja framhjá sér fara.
Tabarca eyjan
Stutt frá Alicante er Tabarca eyjan og tilvalið er að eyða degi, eða eftirmiðdegi þar. Á eyjunni er lítill bær með litlum lágreistum húsum. Eyjan býr yfir stórbrotinni náttúrufegurð og fallegri strönd þar sem tært hafið glitrar, svo er líka hægt að snorkla í aðgrunnu hafinu. Bátur til Tabarca eyjunnar fer frá höfninni í Alicante og kostar miðinn um 20 evrur.
Á Alicante er fjölbreytt úrval gististaða þannig allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Fjörug hótel með stórum sundlaugum hæfa kannski barnafjölskyldum betur á meðan pör með ung börn njóta sín betur við rólegan sundlaugarbakka eða nærri ströndinni.
Innifalið í verði: Flug, flugvallarskattar, farangur, gisting, íslensk fararstjórn og 24/7 þjónustusími.
Boðið uppá fjölbreyttar skoðunarferðir með fararstjóra. Akstur til og frá flugvelli er valkvæð þjónusta.



Gistingar á Costa Blanca svæðinu

Hótel SH Villa Gadea er snyrtileg og góð 5 stjörnu gisting staðsett rétt fyrir utan Altea. Falleg náttúra, útsýni og rólegheit einkenna þetta svæði og gistinguna sjálfa. Fallegt og vel hannað 5 stjörnu hótel í rólegu umhverfi. ATH að hótelið verður lokað frá 18. nóvember til 5. desember vegna viðhalds.

Albir Garden Resort er nýlega uppgert að hluta til (Premium herbergin uppgerð ), með rúmgóðum og snyrtilegum íbúðum. Albir Garden Resort er staðsett í Albir og er 15-20 mínútna ganga niður á ströndina.
Stór garður, opin svæði, leiksvæði, sundlaugagarður, Spa, veitingastaður sem býður uppá hlaðborð með

Magic Robin Hood er 3ja stjörnu skemmtilegt og nýlegt fjölskylduhótel staðsett við gamla veginn á milli Benidorm og Albir. Vatnsrennibrautagarður og fjölskylduvænt hótel. Herbergin eru í litlum smáhýsum, notaleg og með skemmtilegum innréttingum, fallega hönnuð og rúmgóð. Allt svæðið er í ævintýrastíl.

Paraiso Centro er snyrtilegt, einfalt og mjög vel staðsett íbúðagisting stutt frá gamla bænum í Benidorm. Einfaldar, snyrtilegar og rúmgóðar íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum, eldhúsi, baði, stofu og svölum sem snúa út í garð. Stutt er í alla þjónustu, t.d. matvörumarkaðinn Mercadona, banka og verslanir.