Hótel Dynastic er ágætt 4ra stjörnu hótel staðsett um 500 metra frá Levante ströndinni á Rincón de Loix svæðinu. Fjöldi veitingahúsa, skemmtistaða og verslana eru í næsta nágrenni. Á hótelinu er heilsulind með innisundlaug og í garðinum er sundlaug og sólbaðsaðstaða. Á hótelinu er mikið líf og fjör.
GISTING
Herbergin eru lítil, hlýleg og vel búin með svölum eða verönd. Herbergin eru öll með síma, sjónvarpi, öryggishólfi (gegn gjaldi) og baðherbergi, með baðkari eða sturtu. Þau eru öll loftkæld og hægt er að fá aðgang að þráðlausu interneti gegn gjaldi. Yfir vetrarmánuðina er kynding í herbergjum. Hægt er að velja „superior herbergi“ sem eru stærri og búin auka svefnsófa. Möguleiki á samtengdum herbergjum fyrir stærri fjölskyldur.
AÐSTAÐA
Á Hótel Dynastic er heilsulind með líkamsræktaraðstöðu, nuddpotti ásamt snyrti- og nuddstofu. Góð aðstaða er við útisundlaugina og leiksvæði fyrir börn.
AFÞREYING
Skemmtidagskrá er yfir sumartímann fyrir börn og fullorðna. Á kvöldin ýmist troða skemmtikraftar upp eða í boði er lifandi tónlist. Stutt er í góða golfvelli.
VEITINGAR
Allur matur er innifalinn; morgun-, hádegis-, og kvöldverðir, snarli á milli mála sem og ákveðnir innlendir áfengir og óáfengir drykkir frá kl.10 til miðnættis.
FYRIR BÖRNIN
Barnadagskrá er á hótelinu og barnaklúbbur fyrir 4-12 ára.
STAÐSETNING
Hótelið er vel staðsett um 500 metra frá Levante ströndinni á Rincon de Loix svæðinu á Benidorm. Fjöldi veitingahúsa, skemmtistaða og verslana eru í næsta nágrenni.
AÐBÚNAÐUR Á HOTEL DYNASTIC
Útisundlaug
Innilaug
Heilsulind
Líkamsræktaraðstaða
Sólbaðsaðstaða
Gufubað
Heilsulind
Nuddpottur
Leikvöllur
Leikjaherbergi
Skemmtikraftar
Skemmtidagskrá
Barnaklúbbur
Lifandi tónlist
Svalir/verönd
Sjónvarp
Baðherbergi
Öryggishólf (gegn gjaldi)
Veitingastaður
Snarlbar
Upplýsingar
Avenida Ameltla de Mar 15, Benidorm, Costa Blanca, Spain
Kort