Benidorm

Medplaya Regente er gott 3 stjörnu hótel miðsvæðis á Benidorm. Stutt er á Levante ströndina. Í garðinum er  góð sundlaug og sólbaðsaðstaða fyrir gesti. Frábær kostur í sólinni á Benidorm.

GISTING 

Herbergin hafa öll svalir eða verönd. Þau eru búin helltu þægindum. m.a. loftkælingu (árstíðabundið) minibar, sjónvarp, Wi-fi og öryggishólf gegn gjaldi. Baðherbergi hafa baðkar/sturtu, hreinlætisvörur og hárþurrku.

AÐSTAÐA 

Í garði hótelsins eru tvær góðar sundlaugar og sólbaðsaðstöðu. Hótelið er vel staðsett í stuttu göngufæri frá strönd. Setustofa er inni á hótelinu. Móttakan er opin allan sólarhringinn.  

AFÞREYING 

Skemmtidagskrá er í boði, m.a. er hægt að stunda margskonar íþróttir með starfsfólki hótelsins og á kvöldin troða skemmtikraftar upp.

VEITINGAR

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður með fjölbreytta rétti, einkum frá miðjarðarhafi. Þar geta gestir borðað og notið útsýnis yfir sundlaugina. 

FYRIR BÖRNIN 

Á hótelinu er dagskrá fyrir börn og barnalaug. Dagskráin er þó árstíðarbundin. 

STAÐSETNING

Hótelið er staðsett miðsvæðis á Benidorm nærri Levante ströndinni. Stutt er í alla helstu þjónustu, veitingastaði og kaffihús. 49 km á flugvöll.

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL REGENTE

Sundlaugar

Barnalaug 

Hlaðborðsveitingastaður 

Svalir/verönd

Baðherbergi

Loftkæling 

Minibar

Sjónvarp

Skemmtidagskrá

Stutt í strönd

 

Upplýsingar

Calle de Mónaco, 5, 03503 Benidorm, Alicante, Spánn

Kort