Mont Park hótelið er einföld 3 stjörnu gisting staðsett við enda Levante strandarinnar. Stuttur gangur er á ströndina.
GISTING
Herbergin eru einföld en rúmgóð, með sjónvarpi, öryggishólfi og ágætis baðherbergi. Loftkæling er á herbergjunum en ekki öll herbergin eru með svalir.
AÐSTAÐA
Sólbaðsaðstaða er við sundlaugina.
VEITINGAR
Á hótelinu er einn veitingastaður sem leggur áherslu á spánskan mat. Einnig er bar á hótelinu.
FYRIR BÖRNIN
Ekki mikið um að vera fyrir börn - en stutt er á ströndina eða um 150 metrar.
STAÐSETNING
Hótelið er staðsett í Rincón de Loix hverfinu sem er við enda Levante strandarinnar, austan megin.
AÐBÚNAÐUR
Tvíbýli/einbýli
Svalir/verönd á flestum herbergjum
Baðherbergi
Sjónvarp
Baðherbergi
Öryggishólf(gegn gjaldi)
Loftkæling
Útisundlaug
Sólbaðsaðstaða
Sólarhringsmóttaka
ATH
Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og hótela á Benidorm á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með 7 daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.
Upplýsingar
C/ Manila, 5
Kort