Benidorm

Hótel Rosamar er 4ra stjörnu fjölskylduvænt hótel á Benidorm, staðsett um 10 min göngufjarlægð frá ströndinni. Á hótelinu er ALLT INNIFALIÐ, vatnsrennibrautagarður innan hótelgarðsins, rúmgóð herbergi og allt sem þarf til þess að gera fríið sem best.

GISTING 

Tvíbýlin/tveggja manna herbergin  eru með loftkælingu, sjónvarpi, fríu wifi, baðherbergi, hárþurrku (gegn auka tryggingu), öryggishólf og ísskápur (gegn aukagjaldi) og hraðsuðukatli.  Einnig er boðið upp á þvottaþjónustu. 

AÐSTAÐA 

Garðurinn er skemmtilegur með tvískiptri sundlaug sem er mis djúp ásamt fínni sólbaðsaðstöðu. Einnig er vatnsrennibrautagarður innan hótelgarðsins þar sem allir krakkar geta skemmt sér á daginn og foreldrarnir slakað á og nýtt sér sólbaðsaðstöðuna við hótelið. SPA er á hótelinu þar sem má finna innilaug, nuddpott, saunu og gufubað.

AFÞREYING

Skemmtidagskrá er á hótelinu allan ársins hring en þó er mikið lagt upp fyrir börnin á sumrin. Hótelið er með tvö lukkudýr sem sjá um að gleðja börnin. Þemakvöld, kabaret sýningar, borðtennis, billiard, pílukast og líkamsrækt er meðal annars það sem hótelið býður upp á.

VEITINGAR

Á hótelinu er ALLT INNIFALIÐ og er einn veitingastaður þar sem hægt er að fá sér morgunverðar-, hádegis- og kvöldverðarhlaðborð. Einnig eru þrír barir á hótelinu.

FYRIR BÖRNIN 

Skemmtilegt hótel fyrir börn, barna- og skemmtidagskrá er góð yfir sumartímann. Vatnsrennibrautagarðurinn svíkur engann.  

STAÐSETNING

Staðsetning hótelsins er góð, um 10 min ganga er á ströndina, stutt á veitingastaði búðir. Um 45 min tekur að aka frá Alicante flugvelli og á hótelið.

AÐBÚNAÐUR Á ROSAMAR 

Tvíbýli/einbýli

Svalir

Vatnsrennibrautagarður

SPA

Innisundlaug

Baðherbergi

Sjónvarp  

Hárþurrka (gegn tryggingu)

Öryggishólf (gegn gjaldi) 

Loftkæling 

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða 

Sundlaugabar

Líkamsrækt (gegn gjaldi)

Skemmtidagskrá 

Barnadagskrá 

Sólarhringsmóttaka

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og gististaða á Benidorm, Albir, Altea og Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með nokkra daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

Upplýsingar

Avinguda Derramador, 6 03503 Benidorm Spain

Kort