Benidorm

Hotel Madeira Centro er gott 4 stjörnu hótel staðsett á besta stað við gamla bæinn á Benidorm og í um 5 mínútna göngu frá Levante ströndinni.

GISTING 

Falleg og góð gisting í hjarta Benidorm. Öll herbergin eru snyrtileg, með loftkælingu, minibar og öryggishólfi. Einbýlin eru án svala.

AÐSTAÐA 

Það er lítil sundlaug við hlið hótelsins með ágætri sólbaðsaðstöðu og handklæðaleigu en á þaki hótelsins er að finna flott svæði með útsýni yfir alla borgina.

AFÞREYING

Á hótelinu er sauna og "tyrkenskt" bað en einnig pianobar sem býður uppá svæði til að dansa.   

VEITINGASTAÐUR 

Á hótelinu er góður à la carte veitingastaður sem og hlaðborðsstaður.

AÐBÚNAÐUR

Útisundlaug  

Handklæðaleiga

Sólbaðsaðstaða

Lítið leiksvæði fyrir börn

Sólarhringsmóttaka 

Töskugeymsla 

Frítt internet 

Líkamsræktaraðstaða

Veitingasstaður 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.
 
Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og gististaða á Benidorm, Albir, Altea og Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með nokkra daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

Upplýsingar

C/ ESPERANTO,1, 03500 BENIDORM, ALICANTE

Kort