Calpe

RH Ifach er 4ra stjörnu hótel á frábærum stað í Calpe. Hótelið er um 100 metra frá ströndinni.  

GISTING

Herbergin eru sérlega stór og þægileg, innréttuð með breiðum rúmum, stólum og borði, sjónvarpi, litlum ísskáp og veglegu baðherbergi með hárþurrku og öðru sem tilheyrir 4ra stjörnu hóteli. Á herbergjum eru ágætlega rúmgóðar svalir. Ókeypis internet.

AÐSTAÐA

Ifach er frábær kostur fyrir pör eða minni fjölskyldur. Hótelið er ríkulega búið með frábærum sundlaugargarði, inni- og útisundlaug, veitingabar, fallegum matsal og bar, líkamsræktaraðstöðu, leikvöll fyrir börnin ofl. einnig er krakkaklúbbur og skemmtidagskrá. 

FYRIR BÖRNIN

Leikvöllur er fyrir börnin, krakkaklúbbur og skemmtidagskrá. 

STAÐSETNING 

Calpe svæðið er svo sannarlega perla Costa Blanca strandarinnar, sem þekkt er fyrir sinn hvíta sand og túrkís-blátt hafið. Svæðið, sem er í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante borginni, er stundum líkt við hina þekktu Miami South Beach vegna hvítra sanda og iðandi mannlífs.

AÐBÚNAÐUR

Útisundlaug

Barnalaug

Sólbaðsaðstaða

Barnadagskrá

Sólarhringsmóttaka

Töskugeymsla

Frítt internet

Líkamsræktaraðstaða

Veitingastaður

Upplýsingar

Av. Juan Carlos I, s/n, 03710 Calpe, Alicante, Spánn

Kort