Calpe

RH Ifach er 4ra stjörnu hótel á frábærum stað í Calpe. Hótelið er um 100 metra frá ströndinni.  

GISTING

Herbergin eru sérlega stór og þægileg, innréttuð með breiðum rúmum, stólum og borði, sjónvarpi, litlum ísskáp og veglegu baðherbergi með hárþurrku og öðru sem tilheyrir 4ra stjörnu hóteli. Á herbergjum eru ágætlega rúmgóðar svalir. Ókeypis internet.

AÐSTAÐA

Ifach er frábær kostur fyrir pör eða minni fjölskyldur. Hótelið er ríkulega búið með frábærum sundlaugargarði, inni- og útisundlaug, veitingabar, fallegum matsal og bar, líkamsræktaraðstöðu, barnaklúbb ofl.

FYRIR BÖRNIN

Skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna.

STAÐSETNING 

Calpe svæðið er svo sannarlega perla Costa Blanca strandarinnar, sem þekkt er fyrir sinn hvíta sand og túrkís-blátt hafið. Svæðið, sem er í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante borginni, er stundum líkt við hina þekktu Miami South Beach vegna hvítra sanda og iðandi mannlífs.

AÐBÚNAÐUR

Útisundlaug

Barnalaug

Sólbaðsaðstaða

Barnadagskrá

Sólarhringsmóttaka

Töskugeymsla

Frítt internet

Líkamsræktaraðstaða

Veitingastaður

 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.
 
Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og gististaða á Benidorm, Albir, Altea og Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með nokkra daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

Upplýsingar

Av. Juan Carlos I, s/n, 03710 Calpe, Alicante, Spánn

Kort