Paraiso Centro er snyrtilegt, einfalt og mjög vel staðsett íbúðagisting stutt frá gamla bænum á Benidorm. Einfaldar, snyrtilegar og rúmgóðar íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum, eldhúsi, baði, stofu og svölum sem snúa út í garð. Stutt er í alla þjónustu, t.d. matvörumarkaðinn Mercadona, banka og verslanir. Mjög góðir veitingastaðir eru í næsta nágrenni. Gestir þurfa að yfirgefa íbúðirnar kl. 10:00 á brottfarardag.
GISTING
Snyrtilegar íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum. Í íbúðunum er eldhúskrókur, baðherbergi og svalir. Við komu greiðist 150 evru tryggingagjald fyrir íbúðina. Tryggingarféð er svo endurgreitt við brottför m.v. að íbúðin sé í lagi. Íbúðirnar eru þrifnar við upphaf og lok dvalar en ekki á meðan dvöl stendur. Skipt er á handklæðum tvisvar í viku. Þvottavélar eru í öllum íbúðum og hægt er að leigja öryggishólf í gestamóttöku. Hægt er að leigja barnarúm gegn gjaldi ca 6-8 evrur nóttin, sem greiðist við komu á gististað.
Hámarksfjöldi í íbúð með 1 svefnherbergi: þrír fullorðnir og eitt barn.
Hámarksfjöldi í íbúð með 2 svefnherbergjum: fjórir fullorðnir og tvö börn.
Athugið - Mjög áríðandi!
Lyklar að íbúðunum munu vera afhentir af fararstjóra á flugvellinum við komu. EF FARÞEGAR TAKA EKKI RÚTU MEÐ FARARSTJÓRA FRÁ FLUGVELLI ÞÁ VINSAMLEGST GEFIÐ YKKUR FRAM VIÐ FARARSTJÓRA ÚT Á FLUGVELLI OG HANN LÆTUR YKKUR HAFA LYKLANA.
Þá daga sem ekki er akstur í boði afhentir húsvörður í íbúð 13D lyklana af herbergjunum. Gestamóttakan er opin frá kl. 9-13 og 17-20
AÐSTAÐA
Lítill og snyrtilegur sundlaugagarður þar sem gestir geta sólað sig og svamlað um. Hægt er að leigja sólbekki gegn gjaldi.
STAÐSETNING
Paraiso Centro er staðsett í ca 800 metra fjarlægð frá Levante ströndinni og stutt að fara í gamla bæinn á Benidorm.
AKSTUR
Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og hótela á Benidorm á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með 7 daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða. Ekki er hægt að fá endurgreiddan gistikostnað ef farþegar ákveða að flytja sig annað.
AÐBÚNAÐUR Á PARADISO CENTRO
Íbúðir
1 eða 2 svefnherbergi
Eldhúskrókur
Baðherbergi
Svalir
Útisundlaug
Sólbekkir(gegn gjaldi)
Upplýsingar
Calle Juan Llorca, 1, 03503 Benidorm, Alicante Spánn
Kort