Benidorm

Paraiso Centro er snyrtilegt, einfalt og mjög vel staðsett íbúðagisting stutt frá gamla bænum á Benidorm. Einfaldar, snyrtilegar og rúmgóðar íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum, eldhúsi, baði, stofu og svölum sem snúa út í garð. Stutt er í alla þjónustu, t.d. matvörumarkaðinn Mercadona, banka og verslanir. Mjög góðir veitingastaðir eru í næsta nágrenni. Gestir þurfa að yfirgefa íbúðirnar kl. 10:00 á brottfarardag.

GISTING 

Snyrtilegar íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum. Í íbúðunum er eldhúskrókur, baðherbergi og svalir. Við komu greiðist 150 evru tryggingagjald fyrir íbúðina. Tryggingarféð er svo endurgreitt við brottför m.v. að íbúðin sé í lagi. Íbúðirnar eru þrifnar við upphaf og lok dvalar en ekki á meðan dvöl stendur. Skipt er á handklæðum tvisvar í viku. Þvottavélar eru í öllum íbúðum og hægt er að leigja öryggishólf í gestamóttöku. Hægt er að leigja barnarúm gegn gjaldi ca 6-8 evrur nóttin, sem greiðist við komu á gististað. 

Hámarksfjöldi í íbúð með 1 svefnherbergi: þrír fullorðnir og eitt barn. 
Hámarksfjöldi í íbúð með 2 svefnherbergjum: fjórir fullorðnir og tvö börn. 

Athugið - Mjög áríðandi!
Lyklar að íbúðunum munu vera afhentir af fararstjóra á flugvellinum við komu. EF FARÞEGAR TAKA EKKI RÚTU MEÐ FARARSTJÓRA FRÁ FLUGVELLI ÞÁ VINSAMLEGST GEFIÐ YKKUR FRAM VIÐ FARARSTJÓRA ÚT Á FLUGVELLI OG HANN LÆTUR YKKUR HAFA LYKLANA.
Þá daga sem ekki er akstur í boði afhentir húsvörður í íbúð 13D lyklana af herbergjunum. Gestamóttakan er opin frá kl. 9-13 og 17-20 

AÐSTAÐA 

Lítill og snyrtilegur sundlaugagarður þar sem gestir geta sólað sig og svamlað um. Hægt er að leigja sólbekki gegn gjaldi. 

STAÐSETNING

Paraiso Centro er staðsett í ca 800 metra fjarlægð frá Levante ströndinni og stutt að fara í gamla bæinn á Benidorm.

AKSTUR

Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og hótela á Benidorm á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með 7 daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða. Ekki er hægt að fá endurgreiddan gistikostnað ef farþegar ákveða að flytja sig annað.

Vinsamlegast athugið
Hægt er að bóka aukaþjónustu gegn gjaldi sem greiðist beint til hótels við komu. Þjónusta á borð við barnarúm, öryggisbox, loftkæling,  auka handklæði eða bílastæði

AÐBÚNAÐUR Á PARADISO CENTRO

Íbúðir 

1 eða 2 svefnherbergi

Eldhúskrókur 

Baðherbergi

Svalir 

Útisundlaug 

Sólbekkir(gegn gjaldi) 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og gististaða á Benidorm, Albir, Altea og Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með nokkra daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

Upplýsingar

Calle Juan Llorca, 1, 03503 Benidorm, Alicante Spánn

Kort