Flamingo Beach Resort er góð 4ra stjörnu gisting staðsett í 20 mínútna göngufjarlægð frá Levante ströndinni. Athugið að hótelið er eingöngu fyrir 16 ára og eldri. Hótelið leggur uppúr því að hver og einn geti slakað á og notið þess að vera í sólinni. Þetta hótel er tilvalið fyrir pör sem vilja njóta þess að vera saman í sólinni á góðu hóteli. Þar sem að 20 mínútna gangur er niður á strönd getur verið að þetta hótel henti síður þeim sem eiga mjög erfitt með gang.
GISTING
Herbergin eru björt og fallega innréttuð með hjónarúmi, auk setustofu með sófa og svölum eða verönd. Baðherbergið er búið helstu þægindum auk hárþurrku. Þau eru loftkæld.
AÐSTAÐA
Hótelið var að miklu leiti uppgert árið 2015 og því er sameiginleg aðstaða nokkuð góð. Björt og falleg gestamóttaka tekur á móti gestum er þeir mæta á hótelið og í garði hótelsins eru tvær sundlaugar og reglulegaboðið er uppá pilates í garði hótelsins. Á hótelinu er nudd og snyrtistofa. Góð aðstaða er fyrir hjólreiðafólk.
AFÞREYING
Á Flamingo Beach Resort er nóg um að vera t.d. danskennsla, pilates, lifandi tónlist, þemakvöld ofl.
VEITINGAR
Veitingastaður hótelsins býður uppá hlaðborð og er allur hinn glæsilegasti. Hann sérhæfir sig í hægelduðum kjötvörum.
STAÐSETNING
Hótelið er í um 20 míntna göngufjarlægð frá Levante ströndinni á Benidorm.
AÐBÚNAÐUR Á FLAMINGO BEACH RESORT
Útisundlaug
Sólbaðsaðstaða
Loftræsting
Kynding
Eróbik
Dans kennsla
Þrif
DJ
Lifandi tónlist
Þemakvöld
Yoga
Hjólageymsla
Sólarhringsmóttaka
Setustofa
Svefnsófi
Sjónvarp
Baðherbergi
Svalir/verönd
Frítt internet(sameiginlegu rými)
Öryggishólf
Þvottahús
ATH
Upplýsingar
Calle del Esperanto, 32, 03503 Benidorm, Alicante, Spánn
Kort