Barcelo Asia Gardens hotel & SPA er glæsilegt 5* heilsuhótel staðsett upp í furupríddum Sierra Cortina hlíðunum með stórkostlegu útsýni yfir Costa Blanca. Hótelið býður upp á fjöldann allan af sundlaugum, SPA með líkamsræktaraðstöðu, innilaug og heitum potti.
GISTING
Herbergin eru stílhrein, undir áhrifum af balískri hönnun og með hverri gistingu fylgja kimonóar, inniskór og þráðlaust net. Herbergin hafa sturtu, baðkar, öryggishólf, síma, loftkælingu, hárþurrku og slopp svo eitthvað sé nefnt.
AÐSTAÐA
Öll aðstaða er til fyrirmyndar, 7 útisundlaugar, innisundlaug, heitur pottur og SPA með líkamsræktaraðstöðu. Hægt er að fá nudd, láta laga á sér neglurnar og dekra við líkama og sál.
AFÞREYING
Krakkaklúbbur, skemmtanastarfsmenn, leikvöllur fyrir börnin, leikjaherbergi og hjólaleiga.
VEITINGASTAÐUR
Fjórir veitingastaðir eru á hótelinu; indverskt Udaipur hlaðborð, asískt à la carte, miðjarðarhafsstaður, og alþjóðlegur staður sem og þrír ólíkir barir.
FYRIR BÖRNIN
Barnasundlaug, leiksvæði og krakkaklúbbur
STAÐSETNING
Hótelið er staðsett um 10-15 minútur frá Altea og um 30 minútur frá Alicante flugvellinum.
AÐBÚNAÐUR
Útisundlaugar
Barnalaug
Heilsulind
Handklæði við sundlaug
Sólbaðsaðstaða
Sólarhringsmóttaka
Frítt internet
Líkamsræktaraðstaða
Veitingastaðir
Barir
Heitur pottur
ATH
Upplýsingar
Glorieta del Fuego s/n, Area del Parque Temático, Terra Metica
Kort