Calpe

Hotel Sol y Mar Gran Spa Beach Club er glæsilegt 4 stjörnu hótel staðsett á ströndinni í Calpe.  Hótelið og herbergin eru innréttuð í fallegum nútímalegum stíl.  Mjög huggulegur kampavínsbar er á hótelinu með frábæru útsýni yfir ströndina.  Flott heilsu- og líkamsræktaraðstaða. Á hótelinu er huggulegur  veitingastaður. Hótelið er eingöngu fyrir 18 ára og eldri.


Herbergin eru fallega hönnuð, vel búin helstu þægindum eins og góðu baðherbergi, síma, sjónvarpi og öryggishólfi.  Herbergisþjónusta allan sólarhringinn.  Gestir fá aðgang að þráðlausu internet tengingu án endurgjalds.  Hægt er að tryggja sér herbergi með útsýni út að sjó með því að kaupa herbergi með sjávarsýn.  Herbergin snúa annaðhvort út að sjó eða inn í lokaðan garð.  Herbergin sem snúa inn í garðinn eru ekki með svölum.

Glæsilegt 4 stjörnu hótel frábærlega staðsett.

Aðbúnaður

Útisundlaug  

Sólbaðsaðstaða 

Sólarhringsmóttaka 

Töskugeymsla 

Frítt internet 

Heilsulind

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

 

Upplýsingar

Carrer Benidorm, 3, 03710 Calp, Alacant, Spánn

Kort