Hótel Benidorm Centre er 4* hótel staðsett ekki langt frá ströndinni, um 4 min eða svo tekur að ganga þangað. Hótelið er staðsett í hjarta Benidorm og stutt í allt það helsta. Einungis 200 metrar á Levante ströndina.
GISTING
Stílhrein herbergi með svölum, hárþurrku, handklæðum, loftkælingu, síma, sjónvarpi, nettengingu, öryggishólfi (gegn auka gjaldi) og mini bar (gegn auka gjaldi).
AÐSTAÐA
Á hótelinu er góður sundlaugagarður með sólbekkjum og sólhlífum og því auðvelt að slaka á í sólinni. Hægt er að nýta sér líkamsræktaraðstöðuna og saunu.
AFÞREYING
Á kvöldin er lifandi tónlist og dans en einu sinni í viku er hótelið með sýningu.
VEITINGASTAÐIR
Gestir geta snætt kvöldmat á hlaðborðsveitingastaðnum á hótelinu. Eins er kaffihús og snarlbar þar sem hægt að fá sér létta hressingu á daginn.
FYRIR BÖRNIN
Leiksvæði er fyrir börnin í sundlauginni.
STAÐSETNING
Hótelið er staðsett stutt frá Levante ströndinni í hjarta Benidorm. Stutt að skreppa til Alicante.
AÐBÚNAÐUR Á BENIDORM CENTRE
Útisundlaug
Barnaleiksvæði í sundlauginni
Tvíbýli
Skemmtidagskrá
Lifandi tónlist
Hlaðborðsveitingastaður
Frítt internet
Loftkæling
Sími
Sjónvarp
Handklæði
Sólbaðsaðstaða
Upplýsingar
C/ Gerona, 4 - 03501 Benidorm
Sjá vefsíðu
Kort