Benidorm

Hótel Benidorm Centre er 4* hótel staðsett ekki langt frá ströndinni, um 4 min eða svo tekur að ganga þangað. Hótelið er staðsett í hjarta Benidorm og stutt í allt það helsta. Einungis 200 metrar á Levante ströndina. Ath. hótelið er aðeins fyrir fullorðna, 18 ára og eldri. 

GISTING 

Stílhrein herbergi með svölum, hárþurrku, handklæðum, loftkælingu, síma, sjónvarpi, nettengingu, öryggishólfi (gegn auka gjaldi) og mini bar (gegn auka gjaldi). 

AÐSTAÐA

Á hótelinu er góður sundlaugagarður með sólbekkjum og sólhlífum og því auðvelt að slaka á í sólinni. Hægt er að nýta sér líkamsræktaraðstöðuna og saunu.

AFÞREYING 

Á kvöldin er lifandi tónlist og dans en einu sinni í viku er hótelið með sýningu.

VEITINGASTAÐIR 

Gestir geta snætt kvöldmat á hlaðborðsveitingastaðnum á hótelinu. Eins er kaffihús og snarlbar þar sem hægt að fá sér létta hressingu á daginn.

FYRIR BÖRNIN 

Leiksvæði er fyrir börnin í sundlauginni.

STAÐSETNING

Hótelið er staðsett stutt frá Levante ströndinni í hjarta Benidorm. Stutt að skreppa til Alicante.

AÐBÚNAÐUR Á BENIDORM CENTRE

Útisundlaug

Barnaleiksvæði í sundlauginni 

Tvíbýli

Skemmtidagskrá 

Lifandi tónlist  

Hlaðborðsveitingastaður 

Frítt internet

Loftkæling

Sími

Sjónvarp

Handklæði

Sólbaðsaðstaða 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.
 

Upplýsingar

C/ Gerona, 4 - 03501 Benidorm

Kort