Benidorm

Hótel Oasis Plaza er vel staðsett 3ja stjörnu hótel í gamla bænum á Benidorm, rétt fyrir ofan Poniente ströndina í Marina Baja hverfinu um 350 m frá Ponienteströndinni. Á hótelinu er bar og veitingastaður. Ath: sundlaugin á þakinu verður lokuð vegna viðgerða um óákveðin tíma.

GISTING 

Herbergin eru einföld, fremur lítil með baðherbergi, loftkælingu, síma, sjónvarpi og svölum. Herbergin eru hönnuð fyrir tvo en möguleiki á aukarúmi fyrir 3ja aðila. Á hótelinu eru einnig í boði einstaklingsherbergi. Ekki er mini-bar inni á herbergjum en hægt er að leigja hann í gestamóttöku og kostar vikan um 25 evrur. 

AÐSTAÐA 

Á þaki hótelsins er sólbaðsaðstaða og sundlaug. Gestamóttakan er opin allan sólarhringinnog þar er nýtískuleg setustofa með leikjaborðum og sjónvarpi.

VEITINGAR

Á hótelinu er veitingastaður. 

STAÐSETNING 

Hótelið er vel staðsett í gamla bænum á Benidorm, rétt fyrir ofan Poniente ströndina í Marina Baja hverfinu, um 350 metrar á ströndina. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL OASIS PLAZA

Útilaug

Sólbaðsaðstaða

Leikjaherbergi

Hlaðborðsveitingastaður 

Þrif 

Baðherbergi 

Loftkæling 

Hárþurrka 

Sturta/baðkar

Sólarhringsmóttaka

Töskugeymsla 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 

Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og gististaða á Benidorm, Albir, Altea og Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með nokkra daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

Upplýsingar

Plaza de España, 6, 03501 Benidorm, Alicante, Spánn

Kort