Melia Villaitana er golfhótel staðsett 4 km frá Benidorm. Glæsilega aðstaða, tveir golfvellir sem henta kylfingum í öllum gæðaflokkum. Stærðarinnar sundlaug, góð sólbaðsaðstaða og allt til alls.
GISTING
Herbergin eru hlýlega hönnuð og hafa sjónvarp, minibar, hárþurrku og ýmist útsýni út í sundlaugargarð, golfvöllinn eða græna garð hótelsins.
AÐSTAÐA
Í garðinum eru sex sundlaugar, góð sólbaðsaðstaða, líkamsrækt og heilsulind. Einnig eru tveir golfvellir á hótelinu.
AFÞREYING
Hægt er að stunda ýmsar íþróttir á hótelinu, þar má meðal annars nefna líkamsrækt, heilsulind, fótbolta og tennis. Stutt er í alla fallegu bæina í kring s.s. Altea, Dénia og ca 40 min keyrsla í borgina Alicante.
VEITINGAR
Á hótelinu má finna fjóra veitingastaði:
Nostra House - notalegur og fjölskylduvænn veitingastaður með ítalskri matargerð.
Pope Mambo - fágaður staður sem býður upp á a la carte rétti í hádegi- og kvöldverð.
Mosaic - hlaðborðsveitingastaður með matargerð frá Asíu, Ítalíu og Mexíkó.
Barbecue Restaurant - grill staður en einnig góður fyrir snarl.
STAÐSETNING
Melia Villaitana er staðsett 4 km frá Benidorm og um 40 min frá Alicante.
AÐBÚNAÐUR Á MELIA VILLAITANA
Tvíbýli
Sex sundlaugar
Heilsulind
Líkamsrækt
Fjórir veitingastaðir
Tveir golfvellir
Fótboltavöllur
Tennisvöllur
Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og hótela á Benidorm á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með fyrirvara ef um slíkt er að ræða.
Upplýsingar
Avda. Alcalde Eduardo Zaplana, 7 Benidorm 03502 Spain
Kort