Benidorm

Melia Villaitana er golfhótel staðsett 4 km frá Benidorm. Glæsilega aðstaða, tveir golfvellir sem henta kylfingum í öllum gæðaflokkum. Stærðarinnar sundlaug, góð sólbaðsaðstaða og allt til alls. 

GISTING 

Herbergin eru hlýlega hönnuð og hafa sjónvarp, minibar, hárþurrku og ýmist útsýni út í sundlaugargarð, golfvöllinn eða græna garð hótelsins.

AÐSTAÐA

Í garðinum eru sex sundlaugar, góð sólbaðsaðstaða, líkamsrækt og heilsulind. Einnig eru tveir golfvellir á hótelinu. 

AFÞREYING

Hægt er að stunda ýmsar íþróttir á hótelinu, þar má meðal annars nefna líkamsrækt, heilsulind, fótbolta og tennis. Stutt er í alla fallegu bæina í kring s.s. Altea, Dénia og ca 40 min keyrsla í borgina Alicante.  

VEITINGAR

Á hótelinu má finna fjóra veitingastaði:

Nostra House - notalegur og fjölskylduvænn veitingastaður með ítalskri matargerð.

Pope Mambo - fágaður staður sem býður upp á a la carte rétti í hádegi- og kvöldverð.

Mosaic - hlaðborðsveitingastaður með matargerð frá Asíu, Ítalíu og Mexíkó.

Barbecue Restaurant - grill staður en einnig góður fyrir snarl.

STAÐSETNING 

Melia Villaitana er staðsett 4 km frá Benidorm og um 40 min frá Alicante.

AÐBÚNAÐUR Á MELIA VILLAITANA

Tvíbýli

Sex sundlaugar

Heilsulind

Líkamsrækt

Fjórir veitingastaðir

Tveir golfvellir

Fótboltavöllur

Tennisvöllur

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og hótela á Benidorm á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með  fyrirvara ef um slíkt er að ræða. 

Upplýsingar

Avda. Alcalde Eduardo Zaplana, 7 Benidorm 03502 Spain

Kort