Benidorm

Buenos Aires er 2 stjörnu íbúðagisting á Benidorm staðsett í um 2 min fjarlægð frá ströndinni. Fínn valkostur fyrir fjölskyldur, íbúðir með tveimur svefnherbergjum. Hafa ber í huga að rúta kemst ekki að hótelinu og þurfa gestir því að taka leigubíl frá öðru hóteli á Benidorm. Gestir þurfa að yfirgefa íbúðirnar kl. 10:00 á brottfarardag.

GISTING 

Íbúðirnar eru einfaldar með svölum. Í íbúðunum er eldhús, baðherbergi, lítil stofa og tvö svefnherbergi. Ýmislegt er til staðar í íbúðinni s.s. ísskápur, örbylgjuofn, þvottavél, ristavél, kaffivél og helluborð. Í stofunni er svefnsófi og sjónvarp.

AÐSTAÐA

Hægt er að njóta sólarinnar í sundlauginni á hótelinu eða liggja á bekkjunum við laugina. Stutt labb í matvörubúðir og aðrar búðir.

AFÞREYING

Stutt er í alla afþreyingu en mikið líf er á Benidorm og því auðvelt að finna eitthvað við sitt hæfi. Terra Mitica er í 10 km fjarlægð og vatnsrennibrautagarðurinn Aqualandia er í um 5 km fjarlægð.

VEITINGAR

Enginn veitingastaður er á gististaðnum en sjálfsalar með drykkjum og snarli eru til staðar.

STAÐSETNING 

Gististaðurinn er staðsettur stutt frá ströndinni og stutt í alla afþreyingu.

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

 

Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og hótela á Benidorm á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með  fyrirvara ef um slíkt er að ræða. 

Upplýsingar

Calle Alcalde Manuel Catalán Chana, 15, 03503 Benidorm, Alicante, Spánn

Kort