Suitopia Sol Y Mar Suites er fínt 4* hótel í Calpe. Hótelið er staðsett á miðjusvæði Calpe og örstutt á ströndina. Gott fjölskylduhótel með leiksvæði fyrir börnin.
GISTING
Tvær herbergistýpur eru í boði en tvíbýli með sjávarsýn hafa öryggishólf, mini bar, síma, loftkælingu og nespresso kaffivél. Svo er svíta sem kallast Suitopía með sjávarsýn en þau herbergi taka allt upp í 5 gesti (2 fullorðna og 3 börn). Þau herbergi hafa tvö sjónvörp (eitt inni herbergi og annað inni í stofu), baðherbergi með tveimur sturtum, og baðkari, verönd, öryggishólf og mini bar svo eitthvað sé nefnt.
AÐSTAÐA
Í garðinum eru þrjár sundlaugar, þar af ein innilaug og svo barnalaug með leiksvæði og rennibrautum fyrir börnin. Eins er inni leikaðstaða fyrir börnin og því nóg fyrir stafni. Fín sólbaðsaðstaða á hótelinu. Athuga: Heilslulind/spa hótelsins er lokuð frá 30.05.22 - 26.06.22 á þessu tímabili á að gera upp og endurnýja heilsulindina.
AFÞREYING
Gott leiksvæði fyrir börnin á hótelinu, krakkaklúbbur, skemmtidagskrá á kvöldin og leikjaherbergi.
VEITINGAR
Góður veitingastaður sem býður upp á hlaðborðsveitingar, snarlbar og bar.
STAÐSETNING
Hótelið er staðsett miðsvæðis í Calpe og 2,2 km frá þekkta Ifach þjóðgarðinum og stutt frá ströndinni.
AKSTUR
Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og hótela á Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með 7 daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.
AÐBÚNAÐUR Á SUITOPÍA SOL Y MAR SUITES
Tvíbýli
Suitopía svíta
Baðherbergi
Svalir
Verönd
Barnalaug
Rennibrautir
Loftkæling
Öryggishólf
Sólbaðsaðstaða
Útisundlaug
Líkamsræktaraðstaða
Heilsulind (gegn auka gjaldi)
Nudd (gegn gjaldi)
Sauna (gegn gjaldi)
Sundlaugar/strandarhandklæði
Leikvöllur
Veitingastaður (hlaðborð)
Athuga: Aðal sundlaugin verður lokuð frá 9.janúar - 27.janúar 2023 vegna viðhalds.
Upplýsingar
Av. Europa, 2, 03710 Calpe, Alicante, Spánn
Kort