Calpe

Suitopia Sol Y Mar Suites er fínt 4* hótel í Calpe. Hótelið er staðsett á miðjusvæði Calpe og örstutt á ströndina. Gott fjölskylduhótel með leiksvæði fyrir börnin.

GISTING

Tvær herbergistýpur eru í boði en tvíbýli með sjávarsýn hafa öryggishólf, mini bar, síma, loftkælingu og nespresso kaffivél. Svo er svíta sem kallast Suitopía með sjávarsýn en þau herbergi taka allt upp í 5 gesti (2 fullorðna og 3 börn). Þau herbergi hafa tvö sjónvörp (eitt inni herbergi og annað inni í stofu), baðherbergi með tveimur sturtum, og baðkari, verönd, öryggishólf og mini bar svo eitthvað sé nefnt.  

AÐSTAÐA 

Í garðinum eru þrjár sundlaugar, þar af ein innilaug og svo barnalaug með leiksvæði og rennibrautum fyrir börnin. Eins er inni leikaðstaða fyrir börnin og því nóg fyrir stafni. Fín sólbaðsaðstaða á hótelinu. Athuga: Heilslulind/spa  hótelsins er lokuð frá 30.05.22 - 26.06.22 á þessu tímabili á að gera upp og  endurnýja heilsulindina.

AFÞREYING 

Gott leiksvæði fyrir börnin á hótelinu, krakkaklúbbur, skemmtidagskrá á kvöldin og leikjaherbergi.

VEITINGAR 

Góður veitingastaður sem býður upp á hlaðborðsveitingar, snarlbar og bar. 

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett miðsvæðis í Calpe og 2,2 km frá þekkta Ifach þjóðgarðinum og stutt frá ströndinni.

AKSTUR 

Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og hótela á Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með 7 daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða. 

AÐBÚNAÐUR Á SUITOPÍA SOL Y MAR SUITES

Tvíbýli 

Suitopía svíta

Baðherbergi 

Svalir 

Verönd

Barnalaug

Rennibrautir

Loftkæling 

Öryggishólf 

Sólbaðsaðstaða 

Útisundlaug 

Líkamsræktaraðstaða 

Heilsulind (gegn auka gjaldi)

Nudd (gegn gjaldi)

Sauna (gegn gjaldi)

Sundlaugar/strandarhandklæði 

Leikvöllur

Veitingastaður (hlaðborð)

 

 

Athuga: Aðal sundlaugin verður lokuð frá 9.janúar - 27.janúar 2023  vegna viðhalds.

 
ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 
 
Ath. Thalassian Suitopia Spa verður lokað frá 18.sep - 20.sep 23 vegna viðhalds.
 

Upplýsingar

Av. Europa, 2, 03710 Calpe, Alicante, Spánn

Kort