Hótel Poseidon Resort er prýðilegt 3ja stjörnu hótel staðsett rétt við Levante ströndina. Það er auðvelt að njóta sín hvort sem það er á ströndinni, í sundlaugunum tveimur sem eru í garðinum eða bara í garðinum sjálfum.
GISTING
Herbergin eru stílhrein en notaleg, þar er að finna m.a. síma, loftkælingu, hárþurrku, svalir, ísskáp, gervihnattasjónvarp, bað eða sturtu og fl.
AÐSTAÐA
Í garðinum eru tvær sundlaugar og stór garður og því ættu allir að geta notið sín og slakað á. Einnig er heitur pottur í garðinum, hægt að fá nudd gegn auka greiðslu.
AFÞREYING
Nóg er um að vera á hótelinu á sumrin, krakkaklúbbur, borðtennis, billiard, leikvöllur fyrir börnin, leikjaherbergi og svo er dagskrá fyrir fullorðna fólkið.
VEITINGAR
Góður matsalur (hlaðborð) er á hótelinu þar sem miðausturlenskur matur er borinn fram og bar.
STAÐSETNING
Hótelið er staðsett í um 350 metra fjarlægð frá Levante ströndinni og því stutt í allt.
AKSTUR
Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og hótela á Benidorm á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með 7 daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.
AÐBÚNAÐUR Á HÓTEL POSEIDON RESORT
Tvíbýli
Baðherbergi
Svalir
Loftkæling
Öryggishólf
Sólbaðsaðstaða
Útisundlaug
Nudd (gegn auka gjaldi)
Leikvöllur
Veitingastaður(hlaðborð)
Bar
Krakkaklúbbur
Upplýsingar
Calle del Esperanto, 9, 03503 Benidorm, Alicante, Spánn
Kort