Benidorm

Hótel Helios Benidorm er 3 stjörnu hótel staðsett um það bil 410 metrum frá Levante ströndinni og stutt frá lífinu á Benidorm. Hótelið hefur verið tekið í gegn og eru herbergin einföld og rúmgóð.  Hægt er að velja um hálft fæði eða fullt fæði.

GISTING 

Tvíbýlin eru rúmgóð og hafa tvö einbreið rúm, baðherbergi og svalir. Í herberginu má finna sjónvarp, loftkælingu, öryggishólf (gegn aukagjaldi), sturtu, síma, frítt wifi og hárþurrku.

AÐBÚNAÐUR 

Góður garður með sundlaug og sólbaðsaðstöðu en sundlaugin er upphituð á haustin, vorin og yfir veturinn. Á hótelinu er SPA en gestir geta notið sín í í heitapottinum eða pantað sér nuddmeðferðir. Einnig er líkamsrækt á hótelinu sem gestir geta fengið aðgang að.

AFÞREYING

Billiard borð, pílukast, líkamsrækt, hjólaleiga, lestrarherbergi, borðspil og skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa.

FYRIR BÖRNIN

Leiksvæði í garðinum.

VEITINGAR

Hægt er að velja um hálft fæði eða fullt fæði á hlaðborðsveitingastað hótelsins. Eins er bar á veröndinni þar sem hægt er að fá sér snarl og kalda drykki.

STAÐSETNING

Góð staðsetning um það bil 410 metrum frá Levante ströndinni. Stutt í mannlífið og aðeins ca 20 min gangur í gamla bæinn.

AÐBÚNAÐUR Á HELIOS BENIDORM

Tvíbýli

Svalir

Baðherbergi

Sjónvarp

Loftræsting 

Kynding 

Útisundlaug  

Sólbaðsaðstaða

Nuddpottur 

Sólarhringsmóttaka

Upphituð laug (yfir vetrarmánuðina) 

Líkamsræktaraðstaða 

Skemmtidagskrá 

SPA

Billiard borð

Pílu kast

Hjólaleiga og fl.

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. Internet geng gjaldi.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Við bjóðum upp á akstur milli Alicante flugvallar og hótela á Benidorm á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með 7 daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

Upplýsingar

Av. de Filipinas, 12, 03503 Benidorm, Alicante, Spánn

Kort