Sol Pelicanos er staðsett á fínum stað á Levante ströndinni í Rincon de Loix hverfinu aðeins 300 metra frá ströndinni. Frábær aðstaða á hótelinu fyrir fjölskyldur, mikið að gera fyrir börnin á meðan dvölinni stendur. Á hótelinu eru 5 sundlaugar meðal annars með nuddpottum og gosbrunnum. Lifandi tónlist og skemmtidagskrá á kvöldin.
Herbergin eru loftkæld með öllum helstu nauðsynjum svo sem gervihnattasjónvarpi, síma, öryggishólfi (gegn gjaldi), smábar (gegn gjaldi).
Hægt er að velja um morgunverð, hálft fæði eða allt innifalið.
Góður kostur í hjarta Benidorm.
Internet tenging á hótelinu ( wifi )
Upplýsingar
Calle Gerona, 45, 03503 Benidorm, Alicante, Spánn
Kort