Albir

Hótel Kaktus Albir er gott 4ra stjörnu hótel staðsett á besta stað í Albir, alveg við ströndina með miðbæ Albir og listamannabæinn Altea í seilingarfjarlægð. Garðurinn er lítill með sundlaug og sólbekkjum en einnig er góð aðstaða uppá þaki hótelsins þar sem eru sólbekkir og sundlaug. Stutt er á æfingarsvæði fyrir golfara. Án efa eitt besta hótelið í Albír og hefur fengið mikið lof þeirra sem þar hafa dvalið. 

GISTING 

Herbergin eru rúmgóð og ýmist loftkæld eða búin kyndingu en fer það eftir árstíð. Þau eru vel búin með síma og sjónvarpi, rúmgóðu baðherbergi með baðkari og sturtu og svölum eða verönd. Á öllum herbergjum eru öryggishólf og minibar sem hægt er að leigja, gegn gjaldi í gestamóttöku. 

AÐBÚNAÐUR 

Góður en lítill garður, skemmtilega hannaður með sundlaug og sólbaðsaðstöðu. Á þaki hótelsins er önnur sundlaug og sólbekkir með frábæru útsýni. Á veturna er sú sundlaug upphituð. Líkamsræktar aðstaða er á hótelinu ásamt gufubaði, nuddpotti og innisundlaug.  

AFÞREYING

Stutt í æfingasvæði (driving range) fyrir golfara. Skemmti- og afþreyingardagskrá er alla daga og öll kvöld, bæði utandyra og í loftkældum sal hótelsins. 

VEITINGAR

Á hótelinu er veitingastaður með hlaðborði. Í matsalnum er yfirleitt eitthvað þema á kvöldin, sjávarréttir, tapas eða ítalskt þema ásamt fleiri réttum.  Hálft fæði er morgunverður og kvöldverður - drykkir ekki innfaldir.  Fullt fæði (Full Board) er morgunverður hádegisverður og kvöldverður - drykkir ekki innifaldir.

STAÐSETNING

Frábær staðsetning á ströndinni í Albir, 10 metrar niður á strönd. Stutt í veitingastaði og verslanir. Hótelið er 8 km frá Benidorm og 60 km frá flugvellinum. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL KAKTUS ALBIR

Einbýli

Tvíbýli

Junior svíta 

Svalir/verönd

Baðherbergi

Sjónvarp

Loftræsting 

Kynding

Útisundlaug 

Þaklaug 

Sólbaðsaðstaða

Nuddpottur 

Sólarhringsmóttaka

Upphituð laug (yfir vetrarmánuðina) 

Líkamsræktaraðstaða 

Leikjaherbergi

Skemmtidagskrá 

Lifandi tónlist 

Skemmtikraftar

Bílastæði (gegn gjaldi)

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. Internet geng gjaldi.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og gististaða á Benidorm, Albir, Altea og Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með nokkra daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

Upplýsingar

Paseo De las Estrellas, 11 PLaya, 03581 L'Albir, Alicante, Spánn

Kort