Hótel Albir Playa er frábær 4ra stjörnu gisting, rétt hjá listamannabænum Altea og Benidorm sem iða af mannlífi á sumrin. Ein besta gisting sem völ er á í Albir.
GISTING
Á hótelinu eru um 200 nýtískuleg, hlýleg og smekklega innréttuð herbergi. Öll herbergi eru loftkæld, með góðu baðherberg og svölum. Hægt er að leigja öryggishólf, aðgang að interneti og minibar í gestamóttöku, gegn gjaldi.
Mismunandi útsýni er af herbergjunum en þau snúa ýmist út í garð eða í átt að bænum. ATH: tvíbýli er tveggja manna herbergi með rúmum og sófa sem hægt er að breyta í svefnsófa.
AÐSTAÐA
Í garðinum er gróðursæll garður og stór sundlaug. Góð aðstaða til að njóta sólarinnar. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða og glæsileg heilsulind þar sem gestir geta farið í nudd eða hinar ýmsu fegrunarmeðferðir, gegn gjaldi. Í garðinum er leikaðstaða fyrir börn.
VEITINGAR
Á hótelinu er góður matsalur með suðrænan og alþjóðlegan mat (hlaðborð). Lobbybar þar sem hægt er að kaupa drykki. Einnig er sundlaugabar á hótelinu og Chiringutio veitingastaðurinn er með léttan hádegismat.
STAÐSETNING
Hótelið er staðsett um 1 km frá fallegri stönd Albir og nokkra km frá Benidorm og Altea. Hótelið er staðsett á nýtískulegum stað með góðu úrvali af verslunum, börum og veitingastöðum í næsta nágrenni.
AKSTUR
Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og gististaða á Benidorm, Albir, Altea og Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með nokkra daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.
AÐBÚNAÐUR Á HOTEL ALBIR PLAYA
Baðherbergi
Svalir
Loftkæling
Öryggishólf
Sólbaðsaðstaða
Útisundlaug
Líkamsræktaraðstaða
Heilsulind
Nudd
Leikvöllur
Veitingastaður (hlaðborð)
Upplýsingar
Camí Vell d'Altea, 51, 03581 l'Alfàs del Pi, Alacant, Spánn
Kort