Hótel Cap Negret er 4ra stjörnu hótel staðsett við ströndinna í um 800 metra fjarlægð frá bænum Altea. Á hótelinu er útisundlaug, sólbaðsaðstaða og fallegt útsýni yfir ströndina er úr garðinum.
GISTING
Herbergin eru með svölum eða verönd og með garðhúsgögnum. Þau eru búin sjónvarpi, síma og öryggishólfi. Vel búin baðherbergi með hárþurrku. Frítt internet er á herbergjunum.
Svalir snúa ýmist að hótelbyggingunni eða bílastæðinu. Hægt er að greiða aukalega fyrir herbergi með sjávarsýn. Hótelið var tekið í gegn árið 2019.
AÐSTAÐA
Á hótelinu er sundlaug með fallegu útsýni yfir ströndina. Lítil barnalaug er fyrir smáfólkið. Góð aðstaða til sólbaða er við sundlaugina ásamt verönd þar sem hægt er að njóta töfrandi sólarlagsins yfir Costa Blanca ströndinni. Leiga á handklæðum er í sundlaugagarðinum.
AFÞREYING
Ýmislegt er um að vera á hótelinu. Yfir sumar mánuðina er t.d. aquazumba, aqua pilates og fleiri vatnsíþróttir í sundlauginni. Á hótelinu er einnig líkamsrækt og reglulega efnt til ýmissa keppna og leikja. Hjólaleiga er á hótelinu svo tilvalið er að leigja hjól og hjóla um svæðið. Á kvöldin eru kvöldskemmtanir fyrir alla fjölskylduna.
VEITINGAR
Á hótelinu er veitingastaður með hlaðborð sem er opinn á morgnana, í hádeginu og á kvöldin. Veitingastaðurinn er fjölbreyttur og matseðillinn breytilegur. Hann sérhæfir sig í ekta spænskum hrísgrjónaréttum. Á kaffihúsinu Bernia er hægt að fá einfalda brauðrétti og gott kaffi.
FYRIR BÖRNIN
Barnalaug í garðinum og á kvöldin er mini-diskó.
STAÐSETNING
Hótelið er á ströndinni Cap Negret og í um 10 -15 mínútna göngu frá bænum Altea. Athugið að ekki er mikið um að vera í kringum hótelið - náttúra, falleg strönd og einstakt útsýni yfir hafið.
AÐBÚNAÐUR Á HOTEL CAP NEGRET
Útisundlaug
Sólbaðsaðstaða
Stutt í strönd
Sundlaugabar
Veitingastaður
Kaffihús
Bar
Skemmtidagskrá
Barnadagskrá
Mini-diskó
Hjólaleiga
Íþróttir
Kvöldskemmtun
Svalir
Baðherbergi
Sjónvarp
Loftkæling
Frítt internet
Sólarhringsmóttaka
Upplýsingar
N-332, Km 159, 03590 Altea, Alicante, Spánn
Kort