Altea

Hótel Cap Negret er 4ra stjörnu hótel staðsett við ströndinna í um 800 metra fjarlægð frá bænum Altea. Á hótelinu er útisundlaug, sólbaðsaðstaða og fallegt útsýni yfir ströndina er úr garðinum. 

GISTING 

Herbergin eru með svölum eða verönd og með garðhúsgögnum. Þau eru búin sjónvarpi, síma og öryggishólfi. Vel búin baðherbergi með hárþurrku. Frítt internet er á herbergjunum.
Svalir snúa ýmist að hótelbyggingunni eða bílastæðinu. Hægt er að greiða aukalega fyrir herbergi með sjávarsýn. Hótelið var tekið í gegn árið 2019.

AÐSTAÐA 

Á hótelinu er sundlaug með fallegu útsýni yfir ströndina. Lítil barnalaug er fyrir smáfólkið. Góð aðstaða til sólbaða er við sundlaugina ásamt verönd þar sem hægt er að njóta töfrandi sólarlagsins yfir Costa Blanca ströndinni. Leiga á handklæðum er í sundlaugagarðinum. 

AFÞREYING 

Ýmislegt er um að vera á hótelinu. Yfir sumar mánuðina er t.d. aquazumba, aqua pilates og fleiri vatnsíþróttir í sundlauginni. Á hótelinu er einnig líkamsrækt og reglulega efnt til ýmissa keppna og leikja. Hjólaleiga er á hótelinu svo tilvalið er að leigja hjól og hjóla um svæðið. Á kvöldin eru kvöldskemmtanir fyrir alla fjölskylduna. 

VEITINGAR

Á hótelinu er veitingastaður með hlaðborð sem er opinn á morgnana, í hádeginu og á kvöldin. Veitingastaðurinn er fjölbreyttur og matseðillinn breytilegur. Hann sérhæfir sig í ekta spænskum hrísgrjónaréttum. Á kaffihúsinu Bernia er hægt að fá einfalda brauðrétti og gott kaffi. 

FYRIR BÖRNIN 

Barnalaug í garðinum og á kvöldin er mini-diskó. 

STAÐSETNING 

Hótelið er á ströndinni Cap Negret og í um 10 -15 mínútna göngu frá bænum Altea. Athugið að ekki er mikið um að vera í kringum hótelið - náttúra, falleg strönd og einstakt útsýni yfir hafið.

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL CAP NEGRET

Útisundlaug 

Sólbaðsaðstaða 

Stutt í strönd 

Sundlaugabar

Veitingastaður 

Kaffihús 

Bar 

Skemmtidagskrá 

Barnadagskrá 

Mini-diskó

Hjólaleiga

Íþróttir

Kvöldskemmtun

Svalir 

Baðherbergi

Sjónvarp

Loftkæling

Frítt internet

Sólarhringsmóttaka

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum.
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 
 
Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og gististaða á Benidorm, Albir, Altea og Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með nokkra daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

Upplýsingar

N-332, Km 159, 03590 Altea, Alicante, Spánn

Kort