Garda

Aqualux er glænýtt hótel með nútímalegum innéttingum og áhugaverðum arkitektúr.  Hótelið er staðsett í Bardolino við Gardavatnið, við rætur Monte Felice fjallsins.  

Alls eru 8 sundlaugar, bæði inni- og útilaugar.  Dásamlegt Spa og heilsurækt með gufubaði, líkamsrækt og tyrknesku baði.  Einnig er boðið upp á nudd og ljósabekki.  Tennisvöllur er á hótelsvæðinu.  

Veitingastaðurinn á hótelinu býður upp á hlaðborð með miklu úrvali af dýrindis ítölskum mat þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.  

Við sundlaugina er bar þar sem hægt er að fá sér hressingu allan daginn.  

Herbergin er stór og rúmgóð með stórum gluggum og flest eru með sérsvölum.  Öll herbergin eru loftkæld og hljóðeinangruð með sjónvarpi, minibar og te og kaffibúnaði.  

Það tekur um 800 metra að ganga niður á strönd.  

 

ATH vinsamlegast kynnið ykkur vel samgöngur til og frá Verona.  Ef þið eruð ekki á bíl þá er nauðsynlegt að athuga hvernig almenningssamgöngur milli Garda og Verona virka.  

Upplýsingar

Via Europa Unita, 24/b, 37011 Bardolino VR, Ítalía

Kort