Riva del Garda

Hotel Portici er 4 stjörnu hótel staðsett í sögulega miðbæ Riva del Garda, í aðeins 50 metra fjarlægð frá vatninu.  Frábært útsýni yfir aðaltorgið sem iðar af mannlífi allan ársins hring.  Á hótelinu er nýuppgert Spa eða heilsulind sem er opin alla daga frá 12 - 20 (14 ára aldurstakmark).

Hótelið er mjög miðsvæðis og aðeins 400 metra gangur á ströndina.  

Á hótelinu eru 55 herbergi, hreinleg og snyrtileg.  Morgunverðarhlaðborð sem býður upp á eitthvað fyrir alla. 

Við mælum með að fólk sé á bílaleigubíl þar sem erfitt getur verið að notast við almenningssamgöngur til að komast að Riva del Garda.  Þeir sem koma á bíl geta lagt bílnum sínum í bílskúr sem tilheyrir hótelinu (100 metra fjarlægð frá hótelinu).  Athugið að ekki er hægt að keyra að torginu þar sem hótelið er.  

 

 

 

Upplýsingar

Piazza 3 Novembre, 19 38066 Riva del Garda (TN) Italy

Kort