Ítalía

Grand Hotel Des Arts, einnig þekkt sem Hotel Indigo Verona er glæsilegt 4* hótel nálægt gamla bænum, staðsett við Corso Porta Nuova. Hótelið er umkringt verslunum, söfnum, veitingastöðum og hverju öðru sem ferðamenn sækjast eftir, í göngufjarlægð að Piazza Erbe, Piazza dei Signore sem einnig er þekkt sem Piazza Dante og Juliet´s Balcony. Hótelið var allt tekið í gegn árið 2020. Lyfta er í húsinu nema fyrir 3 hæð, þar eru 6 herbergi og þarf að ganga upp nokkur þrep til að komast í þau herbergi.

 

GISTING

 

Standard tveggja manna herbergi með morgunverði, svalir, gervihnattasjónvarp, loftkælingu, te - kaffivél, minbar, síma, Wi-Fi og öryggishólf (aukagjald).  Baðherbergi eru með sturtu eða baðkari, hreinlætisvörur og hárþurrku.

Stærð herbergja 15 - 18 fm.Hægt er að fá herbergi fyrir hreyfihamlaða en bóka þarf með góðum fyrirvara.

 

VEITINGAR

 

Morgunverðarhlaðborð, bar og setustofa.  Hótelið er með Bistrot restaurant a la carte,

 

AÐSTAÐA

 

30 metrar eru í næstu strætisvagnastöð, ATM er í 20 metra fjarlfægð, 300 metrar í næstu matvöruverslun, og 500 metrar í verslunarmiðstöð.   Ráðstefnu aðstaða - business center - þvottaþjónusta/laundry gegn gjaldi 

 

 

 

í NÁGRENNI HÓTELS

 

 • Miðbær Verona
 • Porta Nuova (lestarstöð) - 4 mín. ganga
 • Verona Arena leikvangurinn - 9 mín. ganga
 • Piazza Bra - 9 mín. ganga
 • Hús Júlíu - 16 mín. ganga
 • Piazza delle Erbe (torg) - 16 mín. ganga
 • Háskólinn í Verona - 21 mín. ganga
 • Veronafiere-sýningarhöllin - 22 mín. ganga
 • Borgo Trento-sjúkrahúsið - 28 mín. ganga
 • Aquardens Spa - 19 km
 • Parco Natura Viva - 22,1 km

Upplýsingar

Corso Porta Nuova 105 Verona 37122 Italy

Kort