Pozzolengo

Chevro Golf and Spa Resort er glæsilegt 4 stjörnu hótel sem er staðsett í San Vigilio  í Trentico - Alto Adige héraði aðeins 40 mín frá Verona og  12 mín. akstur frá Gardavatninu. Hótelið er búið allri þeirri þjónustu og þægindum sem golfarar óska sér. Hótelið er búið vönduðum og fallegum innréttingum sem eru byggðar í kringum munka klaustur sem var byggt á svæðinu á 12. öld. 

 

GOLF

 

Chevro Golfvöllurinn:  Þessi glæsilegi golfvöllur var hannaður af Kurt Rossknecht og státar af 36 holum þar af 9 holur par 3 velli og 3x9 holu keppnisvelli: Benaco, Solferino og San Martino. Þægileg uppsetning golfvalla býður upp á mismunandi lykkjur golfs á meðan ferðinni stendur.  Æfingaaðstaða (driving range)  Eftir golfið er tilvalið að sitja á verönd hótelsins, slaka á og njóta eða ganga um í fallegum garði hótelsins.

 

GISTING

 

Þægileg herbergi endurspegla glæsileika hótelsins. Herbergin eru með mismunandi stíl sem tónar við  fegurð fornrar ítalskrar menningar en eru án svala.  Herbergin eru vel útbúin með öryggishólf, minibar, kaffi og te aðstöðu, sjónvarp Sky TV, loftkælingu, síma og þráðlaust net WiFi.  Baðherbergin eru með baðkar/sturtu, baðsloppa og inniskó, hárþurrku og hreinlætisvörur.

 

VEITINGAR

 

Veitingastaðir hótelsins bjóða upp á þjóðlega og alþjóðlega matargerð  ásamt staðbundnum fiskréttum. ( local fish specialities) Tveir barir/setustofur eru á hótelinu.

 

 

AÐSTAÐA

 

Útisundlaugar, golfvöllur, sport aðstaða, t.d. tennisvöllur, , og heilsulind / vellíðunar aðstaða sem er með solarium, sána og hydro nudd sturtum og hægt að bóka hjá gestamóttöku eða í heilsulindinni  t.d. sport nudd, andlitsmeðferðir og margt fleira (aukagjald)

 

Í NÁGRENNI HÓTELS

 

 • Sanctuary of Madonna del Frassino - 16 mín. akstur
 • Zenato Winery - 17 mín. akstur
 • Il Leone Shopping Center - 19 mín. akstur
 • Desenzano Castle - 19 mín. akstur
 • Scaliger Castle - 30 mín. akstur
 • Clinica Pederzoli - 18 mín. akstur
 • Center Aquaria Spa and Wellness Center - 51 mín. akstur
 • Rocca of Lonato - 21 mín. akstur
 • Gardaland - 20 mín. akstur
 • Golf Club Paradiso del Garda - 21 mín. akstur
 • Sigurta Park - 28 mín. akstur

Upplýsingar

Loc. San Vigilio, 1 - 25010 Pozzolengo (BS) - Italy

Kort