Hotel Savoy Palace er glæsilegt 4* hótel staðsett í Gardone Riviera við Gardavatn. Hótelið er hannað í ítölskum stíl og hefur glæsilegt útsýni yfir vatnið. Einstakt útsýni, lúxus heilsulind, útsýnið og menningin taka vel á móti þér á Savoy Palace.
Gisting:
Herbergin eru vel útbúin helstu þægindum, m.a. loftkælingu, ókeypis wifi, öryggishólf og sjónvarp. Baðherbergin hafa sturtu/baðkar.
Aðstaða-Afþreying:
Sundlaug er á hótelinu auk lúxus heilsulindar með aðgang að sánu, gufubaði, heitum potti og heilsumeðferðum. Einnig er líkamsrækt.
Veitingar:
A la carte veitingastaður er á staðnum með fjölbreytta rétti, bæði ítalska og alþjóðlega. Einnig er bar á staðnum þar sem boðið er upp á happy hour milli 17-18. Boðið er upp á lifandi tónlist 4x í viku.
Staðsetning:
Hótelið er frábærlega staðsett við Gardavatn, nokkrum skrefum frá veitingastöðum utan hótelsins, 28 km í flugvöll, undir 3 km í næsta golfvöll.
ATH það er nauðsynlegt að kynna sér vel almenningssamgöngur til og frá flugvellinum í Verona.
Hægt er að leggja bíl á hótelinu sem kostar 12 evrur á dag.
Aðbúnaður:
Sturta/baðkar
Sundlaug
Veitingastaður
Bar
Loftkæling
Ókeypis wifi
Sjónvarp
Sími
Líkamsrækt
Heilsulind
Sána
Gufubað
Heitur pottur
Upplýsingar
Via Zanardelli, 2/4, 25083 Gardone Riviera BS, Italy
Kort