Verona

Hotel San Pietro er fallegt 4 stjörnu hótel sem var endurnýjað 2005 í fallegum nútímalegum ítölskum stíl og eftir evrópskum öryggisreglum. Hótelið er í 1.5 km., fjarlægð frá Verona Fiera sýningarhöllinni og  í léttu göngufæri, 20-25 mín. við miðbæinn og lestarstöðina.

 

GISTING

Superior tveggja manna herbergin eru með gervihnattasjónvarp, loftkælingu, minbar, síma, te og kaffi aðstaða, frítt Wi-Fi og öryggishólf.  Baðherbergin eru sérlega falleg með Rosa Aurora Vigaria marmara frá Portugal og eru baðherbergin með sturtu eða baðkar, hárþurrku og fínar hreinlætisvörur. ( herbergin eru ekki með svölum)  Stærð herbergja 17-19fm.

 

VEITINGAR

Morgunverðarhlaðborð, - opið frá kl. 07.00 - 10.30  - bar og setustofa.

 

AÐSTAÐA

Bílastæði vöktuð með video, Wi-Fi um allt hótelið, farangursgeymsla, 24 tíma gestamóttaka, reiðhjólaleiga og hægt er að fá  barnapössun gegn aukagjaldi. 

 

Í NÁGRENNI HÓTELS

 • Borgo Roma
 • Veronafiere-sýningarhöllin - 9 mín. ganga
 • Verona Arena leikvangurinn - 28 mín. ganga
 • Piazza Bra - 28 mín. ganga
 • Hús Júlíu - 34 mín. ganga
 • Piazza delle Erbe (torg) - 35 mín. ganga
 • Háskólinn í Verona - 39 mín. ganga
 • Santa Teresa almenningsgarðurinn - 8 mín. ganga
 • Porta Nuova (lestarstöð) - 15 mín. ganga
 • Adige-áin - 17 mín. ganga
 • Adigeo verslunarmiðstöðin - 24 mín. ganga

 

  

Upplýsingar

VIA S. TERESA, 1 37135 VERONA Italy

Kort