Limone sul Garda

5 * lúxushótel við Gardavatnið.  Staðsett upp í hlíðum Limone sul Garda sem er einn frægasti spa bærinn við Gardavatnið.  Útsýnið yfir vatnið er einstakt og milt loftslagið býður upp á einstaka dvöl á þessu lúxushóteli. 

Hótelið býður upp á 65 björt herbergi annaðhvort með útsýni yfir Gardavatnið eða Miðjarðarhafsgarðinn á hótelinu.  Herbergin eru einstaklega snyrtilega, útbúin öllum helstu þægindum, sérstakri loftkælingu og baðherbergi með sturtu. 

Morgunmatur og hádegsimaturinn eru borinn fram á veröndinni við sundlaugina í afslöppuðu og fallegu umhverfi.   Veitingastaðurinn "Vista" býður upp á metnaðarfullan matseðill og fjölbreyttan vínseðil.  Ath að ætlast er til að gestir séu snyrtilega klæddir á veitingastaðnum.  

Á kvöldin er opinn bar þar sem boðið er upp á lifandi tónlist og dásamlegt útsýni yfir vatnið.  

Á hótelinu eru 2 sundlaugar, inni og úti, með sólbekkjum sem eru í boði fyrir gesti og bæði SPA og heilsurækt þar sem hægt er að spila tennis, lyfta lóðum eða nota mikið úrval tækja frá Technogym.  Einkaþjálfari er á staðnum fyrir þá sem vilja. 

 

ATH að við mælum með að fólk skoði vel samgöngur frá Verona til Limone sul Garda.  Það er auðvelt að komast þangað með bíl en almenningssamgöngur þarf að kynna sér vel.  

 

 

Upplýsingar

Via Tamas 10/B Limone sul Garda

Kort