Verona

Roseo Hotel Leon d'Oro er gott fjögurra stjörnu hótel staðsett u.þ.b. 800 metrum frá Verona Porto Nuova lestarstöðinni í Verona. 

GISTING 

Þessi fallega bygging býður upp á opin svæði og stílhrein herbergi í aðeins 15 mínútna göngufjarlægð frá hinni sögufrægu miðborg Verona. Frítt internet er á hótelinu og á herbergjunum er að finna flatskjá, minibar og loftkælingu. Á hótelinu er veitingastaðurinn Salgari sem býður upp á hádegisverð og kvöldmat sem byggist upp á ítalskri matargerð og vínframleiðslu. 

STAÐSETNING.

Hótelið er staðsett í 15 mínútna göngufjarlægð frá hinni sögufrægu miðborg Verona. 800 metrar eru í Verona Porto Nuova lestarstöðina. Veitingarstaðir og barir eru í innan við 1 km fjarlægð frá hótelinu.

Á HÓTELINU ER:

-Bar

-Frítt internet

-Töskugeymsla

-Loftkæling

-Öryggishólf

Gestamóttaka opin allan sólarhringinn.

 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum og á mörgum gististöðum þarf að greiða sérstaklega fyrri aðgang. Öryggishólf þarf einnig á sumum hótelum að leigja gegn gjaldi.
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Upplýsingar

Viale del Piave, 5, 37135 Verona VR, Italy

Kort