Riva del Garda

Hotel Villa Nicolli er frábært hótel fyrir 18 ára og eldri.  Staðsett rétt fyrir utan Riva del Garda. Það tekur um 5 mínútur að ganga niður í miðbæ þar sem allt iðar af mannlífi og dásamlegum kaffi og veitingastöðum.  

Á hótelinu er veitingastaður með miklu úrvali af dásamlegum ítölskum mat og  býður upp á sér matseðil fyrir þá sem eru með glúteinóþol. 

Herbergin eru rúmgóð með loftkælingu, minibar og frítt aðgengi að interneti. 

Innisundlaugin er opin frá 10 - 20 og útisundlaugin er opin frá 08 - 19.  Hægt að bóka ýmsar spa meðferðir gegn greiðslu.  

ATH við mælum sérstaklega með að fólk sé á bílaleigubíl eða geri ráð fyrir að hafa kynnt sér vel almenningssamgöngur á þessu svæði.  Frítt er að leggja bíl hjá hótelinu.  Einnig er hægt að fá lánuð hjól á hótelinu.  

Upplýsingar

Via U. Cattoni, 5, 38066 Riva del Garda TN

Kort