Costa Adeje

GF Hotel Isabel er gott 4ra stjörnu hótel staðsett á Costa Adeje ströndinni á Tenerife. Hótelið var uppgert að hluta til árið 2010 og þar má finna bæði íbúðir, bungalowa og villur. Einungis 600 metrar eru niður á Fanabé ströndina. Þetta hótel er tilvalið fyrir fjölskyldur og vini til þess að slaka á í fallegu umhverfi og njóta lífsins. Hótelið er byggt upp eins og lítið spánskt þorp, bæði með íbúðarbyggingum og svo smáhúsum í garðinum. Frábær fjölskyldugisting.

GISTING 

Íbúðir hótelsins eru bjartar og fallega hannaðar með einu svefnherbergi. Þar er einnig að finna stofu, eldhúskrók og baðherbergi. Í stofunni er svefsófi. Íbúðunum fylgja svalir eða verönd. Íbúðirnar eru loftkældar. Þær henta vel fyrir tvo fullorðna og eitt barn. 

Bungalowunum fylgir lítil verönd. Þar er að finna svefnherbergi og svefnsófa. Þar er að finna eldhúskrók með hellum, ískáp og öllum helstu nauðsynjum. Þeir eru inréttaðir í hlýjum litum. 

AÐSTAÐA 

Garðurinn er sérstaklega góður með tveimur sundlaugum og einni barnalaug með rennibraut. Í garðinum er góð sólbaðsaðstaða og á þakinu er sólbaðsaðstaða og nuddpottur. Gestir geta fengið lánuð handklæði í sundlaugargarðinum sér að kostnaðarlausu. Frítt þráðlaust internet er í gestamóttöku. A hótelinu er einnig að finna hárgreiðslustofu, snyrtistofu og heilsulind ásamt líkamsræktarstöð. 

AFÞREYING 

Á Isabel er skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. Á daginn er margt um að vera og á kvöldinn troða skemmtikraftar upp. 

FYRIR BÖRNIN 

Á hótelinu er barnaklúbbur fyrir 3-12 ára krakka. Í garðinum er að finna leikvöll og barnalaug með rennibrautum. Á kvöldin er mini-diskó fyrir hressa krakka.

VEITINGAR 

Á hótelinu er veitingastaður með hlaðborð og fimm barir þar sem alltaf er mikið líf og fjör. 

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett á Costa Adeje ströndinni á Tenerife. Einungis 600 metrar eru að Fanabé ströndinni og Duque ströndinni. Stutt er í veitingastaði og verslanir. 3km eru að Villa de Adeje og 5km að Los Cristianos þar sem hafnirnar La Gomera og La Palma er að finna. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL ISABEL 

Útisundlaug 

Barnalaug 

Sólbaðsaðstaða

Sólbaðsaðstaða á þaki 

Handklæði

Nuddpottur 

Sundlaugarbar 

Hlaðborðsveitingastaður 

Bar 

Íbúðir 

Bungalow

Eldhúskrókur 

Baðherbergi

Svalir eða verönd 

Svefnsófi

Ísskápur 

Baðkar eða sturta

Kvöldskemmtanir 

Skemmtidagskrá

Barnaklúbbur

Mini-diskó

Leikvöllur 

Heilsulind

Líkamsræktaraðstaða

Hárgreiðslustofa

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Avenida de Moscú, 2 38670 Costa Adeje, ES

Kort