Costa Adeje

Tagoro family & fun er 4ra stjörnu hótel staðsett í hlíðum Costa Adeje. Beint fyrir framan hótelið er svo Gran Sur verslunarmiðstöðin, þar sem finna má verslanir eins og t.d. matvöruverslunina Mercadona. Góður sundlaugagarður, skemmtidagskrá og barnaklúbbur. Rúmgóðar og fallegar íbúðir. Á þessu hóteli er allt innifalið. 

GISTING 

Rúmgóð herbergin eru með svölum, svefnsvæði, setustofu með sófa, loftkælingu, sjónvarp/flatskjár með gervihnattarásum, Wi-Fi,  hraðsuðuketil.  Gestir geta leigt öryggishólf gegn gjaldi.  Baðherbergi eru með baðkar/sturtu, hreinlætisvörur og hárþurrku

AÐSTAÐA

Góður sundlaugagarður er við hótelið með útisundlaugar þar á meðal barnalaug og sólbaðsaðstöðu. Leiksvæði fyrir yngri kynslóðina. Sundlaugar eru upphitaðar allt árið um kring. Athugið að hótelið útvegar gestum ekki handklæði í sundlaugagarðinum

AFÞREYING 

Á hótelinu er margt um að vera og skemmtidagskrá er reglulega. Gestir geta einnig tekið þátt í hinum ýmsu íþróttum, eins og t.d. vatnaleikfimi í sundlauginni!   Líkamsræktaraðstaða er á hótelinu.

VEITINGASTAÐIR 

Gestir á Tagoro family & fun eru með allt innifalið og fá því morgun-, hádegis-, og kvöldverð á hótelinu ásamt snarli og innlendum drykkjum. Á hótelinu er veitingastaður með hlaðborð og tveir barir, þar af annar í sundlaugagarðinum. 

FYRIR BÖRNIN 

Á hótelinu er starfræktur barnaklúbbur fyrir hressa krakka, leiksvæði og "Splash" laug með rennibraut. Camelot-krakkaklúbburinn er með 4 svæði en þau skiptast í boltaland, gagnvirkt svæði með Playstation-leikjatölvum, flatskjám og skjávörpum, lítinn leikvöll til að iðka íþróttir og föndursvæði til að lita og fyrir önnur handverk.

STAÐSETNING

Hótelið er í um 30 mín gangi frá Fanabe ströndinni á Tenerife, en býður upp á rútuferðir niður á strönd yfir daginn.

AÐBÚNAÐUR Á DREAM VILLA TAGORO 

Allt innifalið 

Íbúðir með einu svefnherbergi 

Útisundlaug

Barnalaug

Skemmtidagskrá 

Barnaklúbbur 

Hlaðborð 

Bar 

Sundlaugabar 

Íþróttir

Svalir/verönd

Öryggishólf(gegn gjaldi) 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

 

Upplýsingar

C/ Galicia s/n Torviscas - Alto Costa Adeje Zona Centro 38670 S.C. Tenerife Spain

Kort