Baobab Suites er 5* uppgert hótel á Costa Adeje ströndinni á Tenerife. Um 10 min gangur er á ströndina. Í garðinum eru tvær útisundlaugar, tvær litlar barnalaugar og fín sólbaðsaðstaða. Þessi gisting er tilvalin fyrir fjölskyldur.
GISTING
Boðið er upp á mismunandi gistimöguleika. Boutique Eden er íbúð með einu svefnherbergi en þar er að finna full útbúið eldhús með ísskáp, uppþvottavél, eldavél, baðherbergi, hárþurrku, stofa með sjónvarpi, öryggishólf og þvottavél. Boutique Suite er íbúð með einu svefnherbergi og hliðarsjávarsýn, þar er að finna allt það sama og í Eden herberginu en aukalega er baðkar á baðherberginu. Serenity Suite er íbúð með tveim svefnherbergjum og hefur allan sama útbúnað og íbúðirnar hér að ofan nema aukalega hafa þær baðkar eða walk-in sturtu og hliðarsjávarsýn.Serenity Rio er íbúð með tveim svefherbergjum og hefur allan sama útbúnað og íbúðirnar hér að ofan en aukalega fylgir herberginu einkasundlaug og hliðarsjávarsýn.
AÐSTAÐA
Stílhreint og huggulegt hótel sem býður upp á nánast allt sem þarf til þess að njóta í fríinu. Í garðinum eru tvær útisundlaugar, tvær litlar barnalaugar, fín sólbaðsaðstaða og skvassvöllur. Fyrir börnin er krakkaklúbbur sem og leiksvæði innandyra. Á hótelinu er einnig heilsulind þar sem hægt er að velja úr allskonar meðferðum. Einnig er víðtæk íþróttaaðstaða á hótelinu og hægt taka þátt í ýmsum íþróttum t.d. jóga, spinning, vatnsleikfimi, pilates, strandblaksvæði og fleira. Einnig er líkamsrækt þar sem hægt er að rífa í lóðirnar nú eða nýta tækin sem í boði eru.
AFÞREYING
Hægt er að spila skvass en skvassvöllur er á hótelinu. Einnig er golfvöllur í um 3 km fjarlægð og því hægt að æfa sveifluna í fríinu. Einnig er víðtæk íþróttaaðstaða á hótelinu og hægt taka þátt í ýmsum íþróttum t.d. jóga, spinning, vatnsleikfimi, pilates, strandblaksvæði og fleira. Einnig er líkamsrækt þar sem hægt er að rífa í lóðirnar nú eða nýta tækin sem í boði eru.
VEITINGASTAÐIR
Á hótelinu eru fjórir veitingastaðir. BB veitingastaðurinn en hann býður upp á úrval möguleika þegar kemur að hádegismat og kvöldmat. Bite er staður sem býður upp á morgunverðarhlaðborð sem og kvöldverði. Á Fuel RestoBar er hægt að grípa salat, djúsa, grillað kjöt eða fisk og fleira og að lokum veitingastaðurinn Sucás en þar stendur gestum til boða að njóta rétta að hætti eins frægasta kokks Tenerife, Lucas Maes. Í boði er hálft fæði og fullt fæði á meðan dvöl stendur. Í hálfu fæði er morgunverður og kvöldverður innifalinn á BB veitingastaðnum en þó er hægt að skipta kvöldverði út fyrir hádegisverð á annað hvort BB eða Fuel RestoBar og þá hægt að velja sér forrétt, aðalrétt og eftirrétt af a la carte matseðli. Í fullu fæði er morgun- og kvöldverðarhlaðborð innifalið á BB veitingastaðnum, hádegismatur á annað hvort BB eða Fuel RestoBar þar sem hægt er að velja sér forrétt, aðalrétt og eftirrétt af a la carte matseðli. Drykkir eru ekki innifaldir.
FYRIR BÖRNIN
Í sundlaugargarðinum eru tvær litlar barnalaugar, leiksvæði innandyra fyrir börnin og krakkaklúbbur. Einnig er boðið upp á barnapössun á herbergið.
STAÐSETNING
Hótelið er staðsett á Costa Adeje og um 10 min frá strödninni. Costa Adeje er fallegt og róleg svæði við hlið Amerísku strandarinnar.
AÐBÚNAÐUR Á BAOBAB SUITES
Tvær sundlaugar
Tvær barnalaugar
Sólbaðsaðstaða
Stutt í ströndina
Skvassvöllur
Stutt í Golfvöll
Heilsulind
Leikvöllur innandyra fyrir börn
Krakkaklúbbur
Sportklúbbur (líkamsrækt, líkamsræktartímar og fl)
Veitingastaðir
Bar
Sólarhringsmóttaka
Upplýsingar
Calle Roques del Salmor, 5, 38679 Costa Adeje
Kort