Costa Adeje

Iberostar Sabila (áður Torviscas Playa) er gott 5 stjörnu hótel, aðeins 150 metra frá Fanabe ströndinni. Hótelið tilheyrir einni þekktustu hótelkeðju Spánar, Iberostar sem er þekkt fyrir gæði og þjónustu. Gott úrval veitingarstaða og verslana eru í næsta nágrenni við hótelið. Góður og stór garður með infinity sundlaug, Bali rúmum og slökunarsvæði. Hótelið er eingöngu fyrir 16 ára og eldri.

GISTING 

Tvíbýlin eru smekklega hönnuð með loftkælingu, sjónvarpi, mini-bar, síma og hárþurrku. Herbergin snúa ýmist út á götu, í garðinn eða út á sjó, þó með mismiklu útsýni. Gestir geta tryggt sér sjávarsýn með gjaldi. Svalir eða verönd er á öllum herbergjum. Í herberginu er sloppur og inniskór, hárþurrkari, öryggishólf, sjónvarp, minibar, nespresso kaffivél og hraðsuðuketill.

Prestige herbergin eru 30 fm. með ýmist hliðarsjávarsýn eða sjávarsýn. Þau eru á efri hæðum hótelsins. Gestir sem gista á prestige herbergum fá aðgang að sér sólbaðsaðstöðu á sjöttu hæð, aðgang að lokuðu svæði á Open Bar og fleira. 

AÐSTAÐA 

Á hótelinu eru 2 sundlaugar, uppi á þaki er svo infinity sundlaug. Góð aðstaða er fyrir gesti til þess að sleikja sólina á sólbekkjum hótelsins. Stutt er að röllta niður á strönd og kæla sig í sjónum. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða og stutt er í golfvöll. Einnig er hægt að nýta sér SPA aðstöðuna gegn gjaldi.

AFÞREYING

Iberostar hótelin er þekkt fyrir frábæra dagskrá fyrir gesti sína. 

VEITINGASTAÐIR 

Val er um morgunverð, hálft fæði eða allt innifalið. Einn veitingastaður er á hótelinu og er hann með hlaðborð. Hægt er að svala þorsta sínum á barnum en hægt er að velja á milli þriggja bara á hótelinu. 

STAÐSETNING 

Hótelið er vel staðsett á Adeje ströndinni á Tenerife. Stutt er í alla helstu þjónustu frá hótelinu. 

AÐBÚNAÐUR Á IBEROSTAR SÁBILA

Morgunverður/hálft fæði/allt innifalið

Tvíbýli

Útisundlaug 

Skemmtidagskrá 

Líkamsræktaraðstaða

Stutt í golf

Veitingastaður með hlaðborð

Sundlaugabar

Barir

Sundlaugarbar

Svalir 

Baðherbergi 

Loftræsting 

Sjónvarp 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Ernesto Sarti, 5 38679 Costa Adeje Tenerife

Kort