Costa Adeje

Playa Olid er nýuppgert 3 stjörnu íbúðahótel sem er staðsett um 700 metra frá strandlengju Torviscas og Fanabe á Costa Adeje svæðinu. Í boði eru tvær gerðir af íbúðum og í garðinum er góð sundlaug og sólbaðstaðstaða. Hótelið stendur í brekku og hentar því ekki fólki sem á erfitt með gang. 

GISTING 

Í boði eru tvær gerðir af rúmgóðum íbúðum, íbúðir með einu svefnherbergi eða svíta. Íbúðirnar eru bjartar og góðar með eldhúsi og stofu, te- og kaffibúnaði, sjónvarpi, hárþurrku, svölum eða verönd, öryggishólfi og wifi gegn aukagreiðslu á staðnum. Í íbúðunum er aðeins vifta í loftinu. Svíturnar eru einnig rúmgóðar og bjartar með flottu baðkari, sturtu, hárþurrku, loftkælingu, öryggishólfi, sjónvarpi (tvö), playstation tölvu, minibar, te- og kaffibúnaði, örbylgjuofni, svölum eða verönd og fríu wifi.

AÐSTAÐA 

Hótelgarðurinn er gróðursæll og bíður upp á fínstu sólbaðsaðstöðu og þrjár sundlaugar.  Á hótelinu má finna unglingaklúbb og krakkaklúbb með alls kyns afþreyingu fyrir allan aldur.

AFÞREYING 

Létt skemmtidagskrá er á Playa Olid ásamt krakkaklúbbi og unglingaklúbbi.

VEITINGAR

Á hótelinu er veitingastaður með morgunverðarhlaðborði og seinna yfir daginn er hægt að gæða sér á ýmsum girnilegum réttum. Á hverju kvöldi er mismunandi þema. Sundlaugabar ásamt fleiri börum eru staðsettir á mismunandi stöðum á hótelinu.

FYRIR BÖRNIN 

Krakkaklúbbur er á hótelinu sem sér um að finna skemmtilega hluti fyrir börnin að gera. Einnig er unglingaklúbbur þar sem hægt er að spila pílukast, playstation, borðtennis, og fótboltaspil ásamt því að bjóða upp á frítt wifi.

STAÐSETNING 

Playa Olid er staðsett á Torviscas/Fanabe svæðinu á Costa Adeje og er hótelið nálægt ýmsum börum, veitingastöðum og verslunum. Um 10 mínútna gangur er í verslunarmiðstöðina Gran Sur og stutt er í vatnsrennibrautagarðana Aqualand og Siam Park. 

AÐBÚNAÐUR Á PLAYA OLID

Íbúðir með einu svefnherbergi

Svítur

Baðherbergi

Eldhúskrókur

Svefnherbergi

Svalir / verönd

Útisundlaug

Sólbaðsaðstaða

Unglingaklúbbur

Krakkaklúbbur

Morgunverðarhlaðborð

Barir

Sundlaugabar

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Av. Ernesto Sarti, 8, 38660 Adeje Santa Cruz de Tenerife Spánn

Kort