Costa Adeje

Hótel Riu Arecas er  gott 4 stjörnu hótel á Costa Adeje, staðsett  í 10 mín. göngufæri við El Duque ströndina. 

Góður garður með sundlaugum, sólbekkjum og sólhlífum ætti að tryggja það að gestir fái sem mest út úr sólinni.
Loftkæld herbergi með síma og gervihnattasjónvarpi. Þráðlaust internet er á hótelinu.
Hótelið er eingöngu fyrir 18 ára og eldri.
 
Gisting:
 
Herbergin eru rúmgóð og nútímaleg með svölum, loftkælingu, gervihnattasjónvarp, síma og þráðlaust internet.
Baðherbergin eru með sturtu, hárþurrku og hreinlætisvörur.
 Hægt er að fá minibar og öryggishólf gegn aukagjaldi.
 
Aðstaða:

Hótelið er fallega innréttað, góður, gróðursæll garður með sólbaðs aðstöðu, tvær fersk-vatns sundlaugar og infinity-laug með útsýni yfir sjávarsíðuna, sólarverönd og sundlaugarbar / Beach Club.
Heilsulind er á hótelinu og  býður upp á meðferðir og nudd (aukagjald) 
Skemmtidagskrá er á kvöldin : lifandi tónlist.
Þráðlaust internet og 24 tíma móttaka.
 
Áhugaverðir staðir í nágrenni hótels:
 
El Duque Beach, 450 m., El Duque Castle, 0.7 km., Plaza Del Duque Shopping center 0.8 km., Playa de Fanabe Golden Sand 1,2 km., Gran Sur Shopping Centre 1.9 km., Aqualand 2.5 km., Siam Park 3.3 km, Wotherspoons Cafe Bar í 400 m fjarlægð og  Fish and Lobster í 300 m. fjarlægð
 
Veitingar:  
 
Gestir njóta veitinga á veitingastað hótelsins, hlaðborð (fær góða dóma á Trip advisor).
Setustofa er á hótelinu  og sundlaugarbar.
 
Aðbúnaður:
 
Tveggja manna herbergi
Svalir
Sjónvarp
Minibar (aukagjald)
Öryggishólf (aukagjald)
Baðherbergi
Hárþurrka
Hreinlætisvörur
Loftkæling
Útisundlaugar (fersk-vatns)
Sólbaðs aðstaða
Sólbekkir
Sundlaugarbar
Heilsulind
Sólarhringsmóttaka.
 

Upplýsingar

Urbanización La Herradura Adeje - Tenerife - 38670

Kort