Costa Adeje

Bahia del Duque er sannkallað fimm stjörnu lúxus hótel með frábæra aðstöðu og afþreyingu fyrir gesti. Herbergin eru stílhrein með svölum eða verönd og baðherbergi. Samtals átta veitingastaðir og tólf barir, fimm sundlaugar, skvass völlur, stutt í strönd, krakkaklúbbur fyrir börnin og margt fleira. 

GISTING

Út frá herbergjum er frábært útsýni yfir El Duque ströndina eða garða hótelsins. Herbergin eru stílhrein, elegant og  búin öllum helstu þægindum til að gera dvöl gesta sem ánægjulegasta.
Á herbergjum er verönd eða svalir, sjónvarp, frítt WiFi, öryggishólf, loftræsting, minibar, snyrtivörur, strandtaska, herbergisþjónusta, baðherbergi og kaffi og te aðstaða. 

AÐSTAÐA

Sundlaugargarðurinn er ævintýralegur, þar er hægt að leggjast á þykkar dýnur á góðum bekkjum og þeir sem vilja geta valið bekki sem tjaldað er yfir - og minna helst á eitthvað úr 1001 nótt. Sundlaugarnar eru fimm, tvær þeirra fylltar af sjó, auk tveggja barnalauga.
Að auki er Spa og snyrtistofa þar sem hægt er að fá ýmsar meðferðir, íþróttaaðstaða, verslun, tveir tennisvellir, einn skvass völlur, 9 holu æfingagolfvöllur, stjörnuskoðun og gönguleiðir um grasagarðinn. 
Við hótelið er ströndin Playa del Duque með gylltan sand. Við strandlengjuna eru veitingastaðir, kaffihús og verslanir. 

Spa-ið er með ýmsar meðferðir, þar á meðal sjúkraþjáflun, fitness, nudd og fleira. Á hóteli er boðið upp á Yoga og pilates og geta starfsmenn sett upp næringarplan fyrir gesti. 

AFÞREYING

Á hótelinu er líkamsræktarstöð með flotta aðstöðu. Einnig er Tennis og Padel völlur. Við hliðina á hótelinu er 9 holu æfingavöllur sem er tilvalinn til að æfa stutta spilið. Við ströndina er hægt að fara í svifflug, brimbretti, róður, köfun, jetski og fleira. Einnig er gaman að ganga um hlíðar Laurel skógarins og fleiri gönguleiðir. 
Hægt er að fara í skoðunarferð með snekkju, í styttri ferðir í tvo til þrjá tíma um Playa de la Caleta eða dagtúr til eyjunnar La Gomera.
Á hótelinu er einnig aðstaða til stjörnuskoðunar. 
 

VEITINGASTAÐIR

Alls eru átta veitingastaðir á hótelinu.
La Brasserie - er með fallegt útsýni yfir sundlaugina og býður upp á árstíðarbundna rétti
El Bernegal er með flotta verönd með útsýni yfir ströndina og Atlantshafið. Er með gott morgun- og kvöldverðarhlaðborð. 
Beach Club: er með úrval sjávarrétta. 
Alisios Market Food: er nútímalegur veitingastaður með fusion matargerð úr ferskasta hráefninu hvers dags. 
La Trottoria: er hlýlegur, ítalskur staður.
SUA: Steikhús sem sækir innblástur sinn í baskneska matargerð. 
Sensu: japanskur veitingastaður, með sushi bar og grill. 
La Hacienda: litríkur mexíkóskur veitingastaður við ströndina með flott útsýni.

Á hótelinu eru jafnframt tólf barir, ýmist staðsettir á hótelinu eða við sundlaugina. Sumir barir eru með létta rétti eða snarl. 

FYRIR BÖRNIN

Krakkar njóta sín svo sannarlega á Gran Hotel Bahía del Duque. Hótelið sjálft er í rauninni ævintýraheimur fyrir smáfólkið. Duqui Club er fyrir börn þriggja ára og eldri. Skemmtunarstjórar setja saman leiki fyrir krakkana á hverjum degi. 
Teen Lounge er svæði fyrir unglinga, þar eru ýmis borðspil, Play Station og WII. Hvíldaraðstaða með sjónvarpi fyrir þá sem þurfa. 

STAÐSETNING

Hótelið er við Costa Adeje við Atlantshafið, sunnarlega á Tenerife þar sem meðalhitastig er 23°. Hótelið er umkringt sex hektara garði. Stutt er í El Duque ströndina og nokkrir km í góða golfvelli. 


AÐBÚNAÐUR

Svalir/verönd

Baðherbergi

Sjónvarp

Loftræsting

Wifi

Kaffi/te aðstaða

Veitingastaður

Bar

Sundlaug

Íþróttaðstaða

Strönd

Krakkaklúbbur

Stjörnuskoðun

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.
 

Veitingastaðurinn  El Bernegal verður lokaður vegna viðhalds í 4 vikur, frá 11.sep 2023. Morgunverður verður áfram á þessum stað, nema garðurinn verður lokaður. Viðhald á sér stað á mán-föst. kl 11-18

 

Upplýsingar

C/ Alcalde Walter Paetzmann s/n 38660 Costa Adeje Tenerife

Kort