Parque del Sol er góð þriggja stjörnu gisting vel staðsett í hjarta Costa Adeje strandarinnar. Aðeins 300m eru á Fanabé og Duque ströndina þar sem fjöldi veitingastaða, bara, kaffihúsa og verslana er í kring.
GISTING
Góðar og bjartar íbúðir í suðrænum stíl. Íbúðunum er mjög vel við haldið, innréttingar eru ljósleitar og smekklegar. Stofan er búin ljósum húsgögnum með eldhúskrók þar sem er örbylgju- og bakarofn ásamt öðrum heimilistækjum. Fullbúið baðherbergi, öryggishólf, sími og sjónvarp. Athugið að ekki eru lyftur fyrir allar íbúðir.
AÐSTAÐA
Allt svæðið er sérlega notalegt og hlýlegt og kapp lagt á að koma sem best til móts við þarfir og kröfur hótelgesta. Ekta fjölskyldustaður þar sem íbúðirnar eru byggðar í kringum sundlaugsvæðið.
Garðurinn er afar fallegur, vaxinn hitabeltisgróðri og í honum er skemmtilega löguð sundlaug og barnalaug ásamt nuddpotti. Fín sólbaðsaðstaða með sólbekkjum og sólhlífum án endurgjalds. Á hótelinu er góður líkamsræktarsalur sauna og þvottaaðstaða. Á Parque del Sol er minigolf, billjarð, borðtennis
VEITINGASTAÐUR
Aðal veitingastaður hótelsins er hlaðborðsstaður með morgun-, og kvöldmat. Á sundlaugarbar hótelsins sem er við miðja laugina er hægt að fá létta rétti yfir daginn og á kvöldin er hægt að sitja bæði úti og inni á bar hótelsins og njóta dans og leiksýninga.
FYRIR BÖRNIN
Frábær leikaðstaða er fyrir krakka á öllum aldri við hliðina á líkamsræktinni og á kvöldin er boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá fyrir börn sem fullorðna.
Playa de las Americas er í 3,5 km fjarlægð frá Costa Adeja ströndinni. Fyrir þá sem vilja komast í golf er Costa Adeje völlurinn aðeins 2,5 km í burtu.
ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar.
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundið.
Upplýsingar
Calle Londres, 11 Playa Fanabé 38660 Costa Adeje Santa Cruz de Tenerife
Kort