Costa Adeje

Costa Adeje Gran Hotel er 5 stjörnu, vel staðsett í afslappandi umhverfi á Costa Adeje svæðinu. Aðeins í 400 m göngufjarlægð frá Duque ströndinni þar sem er fjöldi veitingahúsa og hinu glæsilega verslunartorgi Plaza del Duque. Í næsta nágrenni eru verslanir og hinn vinsæli útimarkaður á Costa Adeje, þar sem allt iðar af mannlífi. Fyrir þá sem vilja spila golf þá er 27 holu golfvöllur, Costa Adeje völlurinn, einungis í 3 km fjarlægð.

GISTING 

Gestir velja um tvíbýli, einbýli eða tvíbýli með garð/sjávarsýn. Herbergin eru hlýleg og nokkuð rúmgóð með svölum eða verönd og sér baðherbergi. Á baðherbergjum er baðkar eða sturta, baðsloppur og hárþurrka. Sjónvarp og frítt internet er á öllum herbergjum ásamt 24 tíma herbergisþjónustu, míníbar og öryggishólfi(gegn gjaldi).

AÐSTAÐA

Mjög góð sólbaðsaðstaða er við hótelið, stór sundlaugargarður með tveimur góðum sundlaugum þar sem sólbekkir, handklæði og sólhlífar eru fyrir gesti. Önnur laugin ásamt barnalauginni er upphituð en hin er með glerbotni sem sést frá anddyri hótelsins. Á þaki hótelsins er glæsileg sólbaðsaðstaða með sundlaug og útsýni yfir Atlantshafið og nærliggjandi fjöll. Frítt internet er í sameiginlegu rými. 

AFÞREYING

Á Costa Adeje er aðstaða til afþreyingar til fyrirmyndar; Tennis, fótbolti, blak, veggjatennis, minigolf, borðtennis og billjarð ásamt sjónvarpssal, internet herbergi, spilaborðum, lesaðstöðu og leikjaherbergi. Fyrir þá sem vilja halda sér í formi er heilsulind (gegn gjaldi) með nuddpotti, tyrknesku baði, gufubaði og tækjasal (gegn gjaldi). Nudd og snyrtistofa með ýmsar meðferðir ásamt hárgreiðslustofu. Fjölbreytt skemmtidagskrá er á hótelinu, bæði fyrir börn og fullorðna á daginn og á kvöldin.

VEITINGASTAÐIR

Gestir Costa Adeje Gran Hotel velja um morgunverð, hálft fæði, fullt fæði eða allt innifalið. Veitingastaðurinn La Finca er með fjölbreytt hlaðborð og framreiðir morgun-, hádegis- og kvöldverð fyrir gesti. La Laja Restaurant er A la Carte veitingastaður þar sem gestir geta snætt og notið útsýnisins. Hann er þó einungis opinn á kvöldin og er ekki hluti af „öllu inniföldu“. Í sundlaugargarðinum er snakkbar með létta rétti og djúsbar sem eru opnir á daginn ásamt þjóðlegum spænskum stað. 

FYRIR BÖRNIN

Á hótelinu er einvala lið ungs fólks sem sér um skemmtidagskrá hótelsins, bæði fyrir börn á daginn sem og á kvöldin, með leikjum og mini diskói. Í garðinum er lítið leiksvæði með tréhúsi þar sem krakkaklúbbur og barnagæska hótelsins er. 

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett í afslappandi umhverfi á Costa Adeje svæðinu um 500 metra frá Duque og Fanabé ströndunum. 20 km frá Reina Sofía flugvellinum í suðri og 90 km frá Los Rodeos flugvellinum í norðri. 30 km frá Teide þjóðgarðinum.

AÐBÚNAÐUR Á COSTA ADEJE GRAN HOTEL 

Útisundlaug 

Barnalaug 

Frítt internet 

Hlaðborðsveitingastaður 

A la carte veitingastaður 

4 barir 

Skemmtidagskrá 

Míni-klúbbur

Heilsulind

Líkamsrækt

Tennisvöllur 

Tvíbýli/einbýli

Svalir/verönd

Baðherbergi

Sloppur 

Bað/sturta

Sjónvarp

Öryggishólf(gegn gjaldi)

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundið. 

Upplýsingar

Avenida de Bruselas, no 16 38660 Costa Adeje Tenerife Spain

Kort