Playa de las Americas

Regency Country Club er falleg 4 stjörnu hótelgisting staðsett í bænum Chayofa, í hlíðunum fyrir ofan Los Cristianos. Um 10 mínútna keyrsla er niður að strönd Playa de Las Americas. Gott fjölskylduhótel á rólegum stað. Ekki er boðið uppá akstur frá flugvelli á þetta hótel. 

GISTING 

Falleg og klassísk herbergi prýða þetta skemmtilega hótel sem byggt er í Asískum stíl. Öll herbergin eru með loftkælingu, eldhúskrók og öllum helstu þægindum.

AÐSTAÐA 

2 fallegar sundlaugar eru í gróðursælum garðinum ásamt líkamsræktaraðstöðu og nuddþjónustu.

AFÞREYING

Mikil afþreying er á svæðinu, krakkaklúbbur og leikvöllur.

VEITINGASTAÐUR 

"A la carte" veitingastaður er á hótelinu, ásamt snakk bar og bar.

FYRIR BÖRNIN 

Krakkaklúbbur og nóg um að vera. 

STAÐSETNING 

Athugið að hótelið er staðsett í bænum Chayofa, sem er í um 4 km fjarlægð frá Playa de Las Americas, í hlíðunum þar fyrir ofan. 

AÐBÚNAÐUR

Útisundlaug 

Barnalaug  

Nuddpottur 

Handklæðaleiga

Sólbaðsaðstaða

Barnadagskrá 

Sólarhringsmóttaka 

Internet gegn gjaldi

Líkamsræktaraðstaða

Veitingasstaður 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Calle Armiche, 1 38652 Chayofa

Kort