Regency Country Club er falleg 4 stjörnu hótelgisting staðsett í bænum Chayofa, í hlíðunum fyrir ofan Los Cristianos. Um 10 mínútna keyrsla er niður að strönd Playa de Las Americas. Gott fjölskylduhótel á rólegum stað. Ekki er boðið uppá akstur frá flugvelli á þetta hótel.
GISTING
Falleg og klassísk herbergi prýða þetta skemmtilega hótel sem byggt er í Asískum stíl. Öll herbergin eru með loftkælingu, eldhúskrók og öllum helstu þægindum.
AÐSTAÐA
2 fallegar sundlaugar eru í gróðursælum garðinum ásamt líkamsræktaraðstöðu og nuddþjónustu.
AFÞREYING
Mikil afþreying er á svæðinu, krakkaklúbbur og leikvöllur.
VEITINGASTAÐUR
"A la carte" veitingastaður er á hótelinu, ásamt snakk bar og bar.
FYRIR BÖRNIN
Krakkaklúbbur og nóg um að vera.
STAÐSETNING
Athugið að hótelið er staðsett í bænum Chayofa, sem er í um 4 km fjarlægð frá Playa de Las Americas, í hlíðunum þar fyrir ofan.
AÐBÚNAÐUR
Útisundlaug
Barnalaug
Nuddpottur
Handklæðaleiga
Sólbaðsaðstaða
Barnadagskrá
Sólarhringsmóttaka
Internet gegn gjaldi
Líkamsræktaraðstaða
Veitingasstaður
ATH
Upplýsingar
Calle Armiche, 1 38652 Chayofa
Kort