Playa de las Americas

Olé Tropical er 4ra stjörnu hótel staðsett á Playa de las Americas. Hótelið er staðsett í hlíðunum fyrir ofan Troya ströndina og er um 800 metra gangur niður að sjó. Góður sundlaugargarður og blakvöllur við hótelið. Þetta hótel er aðeins fyrir 18 ára og eldri.

GISTING 

Hótelið var gert upp sumarið 2014 í mun nútímalegri stíl og er gistingin því mjög fín. Herbergin eru björt og fallega innréttuð. Þau snúa flest út að sundlaugagarðinum en sum eru með sjávarsýn. Lítill ísskápur fylgir herbergjum, gestum að kostnaðarlausu, en greiða þarf fyrir leigu á öryggishólfi.  Öll herbergi eru loftkæld með svölum eða verönd. Hægt að fá Wi-Fi gegn aukagjaldi.

AÐSTAÐA 

Góður sundlaugargarður er við hótelið og öll aðstaða er til fyrirmyndar. Í fyrra opnaði einnig lítil heilsulind í hótelgarðinum. Við hótelið er einnig að finna blakvöll ásamt stóru, skemmtilegu svæði til sólbaða. Við hótelið eru bílastæði þar sem gestir geta lagt bifreiðum sínum án endurgjalds, það fer þó eftir framboði. 

AFÞREYING 

Á hótelinu er skemmtidagskrá. 

VEITINGAR 

Val er um morgunmat, hálft fæði og allt innifalið. Á hótelinu er veitingastaður með fjölbreytt hlaðborð, kokteilabar og sundlaugarbar. 

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett á Playa de las Americas, í hlíðunum fyrir ofan Troya ströndina. 800 m gangur er niður að sjó. Rétt við hótelið er svo að finna eina aðal strætóstöð Playa de las Americas svæðisins, en þaðan er hægt að ferðast um alla eyjuna með vögnum TITSA. 

AÐBÚNAÐUR Á OLÉ TROPICAL 

Tvíbýli/fjölskylduherbergi 

Hálft fæði/fullt fæði/allt innifalið 

Útisundlaug 

Blakvöllur 

Svalir 

Loftkæling 

Ísskápur

Öryggishólf(gegn gjaldi) 

Heilsulind 

Skemmtidagskrá

Barnaklúbbur 

Veitingastaður með hlaðborð 

Kokteilbar 

Sundlaugabar 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundið. 

Upplýsingar

Calle Bolivia, s/n, 38660 Costa Adeje, Santa Cruz de Tenerife, Spain

Kort