Costa Adeje

Hótelið er fimm stjörnu lúxus hótel, fallega innrétt og með frábæru Spa. Það snýr að sjónum og er í einnar mínútu göngufæri frá ströndinni. Stutt er í verslanir og golfvelli. Hótelið er aðeins fyrir 16 ára og eldri. 

GISTING 

Herbergin á Hótel Iberostar Grand Hotel El Mirador eru rúmgóð, innréttuð í nýlendustíl og himnasæng er yfir rúmum. Þau eru með aðskilið svefnsófa og fataherbergi. Junior svíturnar eru með svalir með útihúsgögnum eða verönd. Sumar svíturnar eru með útsýni yfir Atlantshafið. 

AÐSTAÐA 

Fersksvatnslaug umlykur aðalbygginguna. Á hótelinu er spa þar sem hægt er að fá ýmis konar nudd eða snyrtimeðferðir. Einnig er sólbaðsstofa, gufubað og líkamsrækt. Ókeypis WiFi er fyrir alla gesti. Hótelið er með gott aðgengi fyrir fatlaða. 

AFÞREYING

Frá Hotel Iberostar Mirador er stutt ganga að verslunargötu Costa Adeje þar sem má finna ýmsar tískuverslanir. Í nálægð við hótelið eru fimm golfvellir fyrir þá sem vilja æfa sveifluna. Á hótelinu er líkamsrækt, skvass völlur og einnig boðið upp á pilates tíma. Á ströndinni er boðið upp á ýmsar vatnaíþróttir, líkt og jet ski, banana bát og fleira. 

VEITINGAR

Á hótelinu eru þrír veitingastaðir og tveir barir. Tveir veitingastaðir eru með á la carte seðil, La Pérgola og El Cenador. El Mirador veitingastaðurinn er með girnilegt hlaðborð, þar er hægt að fá sér morgunverð og kvöldverð. Einnig er slarlbar, bar og í boði er morgunverður upp á herbergi. 

STAÐSETNING

Mirador er aðeins í einna mínútu göngufjarlægð frá Duque ströndinni á Costa Adeje, einnig er stutt í Aqualand, Siam Park og ýmsar verslunarkeðjur. 

AÐBÚNAÐUR Á GRAN HOTEL BALI 

Baðherbergi

Spa

Frítt WiFi

Sundlaug

Bar

Veitingastaður

Snarlbar

Líkamsrækt

Gufubað

Leikjaherbergi

Hjólastólaaðgengi

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundið. 

Upplýsingar

Avenida Bruselas, s/n, 38660 Costa Adeje, Tenerife, Santa Cruz de Tenerife, Spánn

Kort