Golf del Sur

Hótelið Barcelo Tenerife, áður Sandos San Blas, er gott 5 stjörnu hótel, staðsett á milli Golf del Sur og Los Abrigos allveg við sjávarsíðuna. Hótelið býður upp á „allt innifalið“. Góður garður með sundlaugum og sólbaðsaðstöðu og á kvöldin er kvöldskemmtun fyrir gesti. Frábært hótel fyrir þá sem vilja slaka almenilega á. 

GISTING

Val er um svokölluð „deluxe“ herbergi, „deluxe“ herbergi með sjávarsýn og „Junior“ svítu. Deluxe herbergin eru nýtískuleg og smekklega hönnuð, búin helstu þægindum svo sem sjónvarpi, síma, mini-bar og öryggishólfi. Baðherbergið er vel búið með baðkari og sturtu ásamt hárþurrku. Svalir eða verönd með garðhúsgögnum fylgir hverju herbergi. 

Junior svítan er hentar þeim sem vilja gera vel við sig. Hún er vel búin með þægilegri setustofu, svölum og svefnherbergi. Herbergi og Junior svítan eru loftkæld. 

AÐSTAÐA 

Glæsilegur garður með fimm sundlaugum og þremur barnalaugum ásamt góðri sólbaðsaðstöðu og sundlaugabar til þess að vökva sólarbakaða gesti. Balí-rúm eru í garði hótelsins með útsýni yfir tært hafið þar sem gestir geta flatmagað og slakað algjörlega á. Við hótelið er manngert vatn þar sem gestir geta m.a. farið á kayak. Ef að gestir vilja taka hlé frá sundlaugargarðinum er sjórinn í seilingarfjarlægð og lítil sandströnd er við bæinn Los Abrigos. Á hótelinu eru glæsileg heilsulind þar sem gestir geta sótt ýmsar meðferðir, svo sem nudd, andlitssnyrtingu og fleira, eða slakað á í gufubaði og nuddpotti(gegn gjaldi). Að lokum þá er á hótelinu líkamsræktaraðstaða og frítt internet. 

AFÞREYING 

Á hótelinu er nóg um að vera og dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Á kvöldin troða skemmtikraftar upp. Á hótelinu er einnig næturklúbbur. 

VEITINGAR 

Á hótelinu er veitingastaðurinn Cueva de Atxona sem býður upp á fjölbreytt hlaðborð. Veitingastaðurinn Tenerife Resorort býður gestum upp á ljúfenga máltíð með dásamlegu útsýni yfir hafið, setið er við sundlaugina. 

Á hótelinu er „allt innifalið“, það merkir að gestir hafa kost á að snæða morgun-, hádegis- og kvöldverð á hlaðborðs-veitingastað hótelsins. Gestir fá einnig gos og innlenda, áfenga drykkina á hótelinu á vissum tímum. Á milli mála hafa gestir kost á að fá létt snarl, þannig að enginn ætti að verða svangur á hótelinu. Við sundlaugina er boðið upp á ís frá 10:00 - 18:00

FYRIR BÖRNIN 

Á hótelinu er krakkaklúbbur sem brallar ýmislegt á daginn, á kvöldin er svo mini-diskó fyrir hressa krakka. Garðurinn er frábær fyrir börn en þar er m.a. að finna þrjár barnalaugar. 

STAÐSETNING

Hótelið er vel staðsett alveg við sjávarsíðuna á suður hluta Tenerife, milli bæjanna Golf del Sur og Los Abrigos. Los Abrigos er skemmtilegur og "ekta" tenerífskur fiskimannabær með frábærum veitingastöðum við höfnina. Í Golf del Sur er svo að finna 2 frábæra golfvelli, og eru þeir í um 3 mínútna akstri frá hótelinu. Hægt er að biðja hótelið að panta tíma á völlunum - Golf del sur og Amarilla Golf. San Blas er svo svæði rétt hjá hótelinu í Golf del Sur, þar sem finna má mikið líf og fjör og frábæra veitingastaði og bari í aðeins um 5 mínútna göngu frá svæðinu. Það gengur ókeypis skutla tvisvar á dag frá hótelinu að Playa de las Americas og tekur keyrslan um 20 mínútur.

AÐBÚNAÐUR Á SANDOS SAN BLAS

Loftkæling

Frítt internet 

Svalir/verönd

Baðkar 

Sturta

Hárþurrka

Sjónvarp

Mini-bar

Sími

Öryggishólf

5 útisundlaugar 

3 barnalaugar

Sólbaðsaðstaða

Sundlaugabar

Kvöldskemmtun 

Skemmtidagskrá 

Krakkaklúbbur 

Mini-diskó 

Stutt niður á strönd

Hjólaleiga

Nuddpottur 

Líkamsræktaraðstaða

Heilsulind

Nudd

Snyrtistofa

Leikvöllur 

Borðtennis

Tennis

Gufubað

Hlaðborðsveitingastaður 

Töskugeymsla 

Skutla

Herbergisþjónusta

ATH  

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar.  

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.  

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundið. 

Upplýsingar

Urbanización San Blas, Av. de Greñamora, 1Santa Cruz de Tenerife, Spain38639

Kort